-Nú halda eflaust glöggir lesendur að ég sé yfir mig ástfangin af honum John (eða Jóni á útlensku eins og við köllum hann) þökk sé Klöru sem setti inn þessa líka skemmtilegu mynd og lýsingu af okkur saman á ströndinni í síðasta bloggi þar sem hún hélt því fram að þessi mynd hafi verið tekin einhverntímann eftir að hún var farin að sofa ... og gleymdi þar með að taka það fram að hún tók hana sjálf:) Kannski var hún hálfsofandi á meeeðan samt??, ég veit ekkert um það ;) En við getum eigi neitað því að fögur er myndin og ég sé alveg hvað Klara meinar þegar hún segir að við séum sæt saman!? Hmm! En til að undirstrika "óást" mína á honum þá voru spurningar Klöru á einum tímapunkti ferðarinnar komnar á þessa leið: ,,En ef að mamma þín myndi deyja ef þú myndir ekki?"...
En að öllu gríni slepptu þá er +eg í alvöru ástfangin. Ég er ástfangin af Hoi An, ég er ástfangin af fólkinu hérna, ég er ástfangin af rólega yfirbragðinu yfir bænum, listgalleríunum, klæðskerabúðunum, veitingastöðunum og andrúmsloftinu hér. - Það sem ég er ekki ástfangin af er það að vera veik akkúrat núna. Finnst það frekar óheppilegt. -En ég er að ferðast með uppáhalds Klörunni minni sem elskar það að vera í læknisleik á svona stundum. Dr. Klarus er með púlsinn á öllum sýklalyfjum, verkjalyfjum, hitastillandi lyfjum og öllu öðru sem mér sjálfri dytti ekki einu sinni í hug. Eina sem vantar upp á er að hún bjóðist til þess að nudda á mér tærnar!?! - En við gefum því aðeins meiri tíma...hver veit, hver veit? :) En ég er jú líka að ferðast með uppáhalds Plammsanum mínum! Hann sér til þess að ég fái nóg af nammi og kók ( þar sem hann heldur að það sé meðalið við öllu;) ) og saman sjá þau til þess að mér leiðist ekki! ..og verði ekki svöng. Nú eru þau t.d. niðrí í bæ á veitingastað sem heitir Good Morning Vietnam og eru að gæða sér á ljúffengri pizzu. Þau ætla síðan að koma með smá fyrir DvunýDíuna sína í bakaleiðinni...þau eru svo indæl þau þarna tvö! :)
Klara sagði ykkur frá því í síðasta bloggi að við Pálmi leigðum okkur vespur. Það var bara æðislegt! Við keyrðum út fyrir bæinn og að ströndinni þar sem engin umferð var, bara við, ströndin og hafgolan. Síðan keyrðum við aðeins lengra þar sem var svolítið svona "slumb" hverfi og aðeins lengra en þar komum við að bryggju þar sem var verið að veiða með neti á litlum sætum bátum. Við skemmtum okkur vel við systkinin og komum heim á hótelið heil og sæl eftir túrinn. Mér reyndar varð svolítið kalt og náði aldrei almenninlega kuldanum úr mér þetta kvöldið. Held að hitinn hafi verið á leiðinni upp þarna. Var orðin nokkuð slöpp.
Plammsi sæti á vespunni, litlir sætir bátar í bakrunn |
Minns á töffaravespu! |
Ég ákvað þó að skella mér niðrí fallega gamla bæinn í Hoi An og snæða með þeim. Sá svo sem alls ekkert eftir því:) Við sátum úti og sáum yfir ána, rosalega rómó, allt út í litskrúðugum luktum og litlum veitingastöðum. Klara hafði meira að segja orð á því að hún myndi jafnvel vilja fara hingað í HONNÍMÚN!...sem er kannski ekkert svo skrítið... það var nú aðallega það hveeernig hún sagði það sem vakti athygli okkar systkinanna. -HoNNímún!
Eftir þessa rómantísku kvöldmáltið lögðum við af stað heim á leið þar sem notalegt rúmið beið okkar. En það var reyndar fleira sem beið okkar... lítil, svört, ógeðsleg könguló sem skreið um loftið á herberginu og vakti litla ánægju meðal okkar ferðalanganna. Við brugðum þá á það ráð ( þar sem enginn hætti sér í að reyna að ná henni ) að setja yfir okkur himnasængurnar sem var bara svona líka rosalega kósý=)
Við vöknuðum síðan um 11 leytið eftir góðan svefn, leigðum okkur hjól og héldum á leið niðrí gamla bæinn þar sem við snæddum morgun/hádegisverð á staðnum þar sem Klara hafði setið ein daginn áður og borðað að hennar sögn UNAÐSLEGA samloku. - Það var ágætt:)
Síðan eyddum við restinni af deginum að þræða hvert listagalleríið á fætur annars, slefandi yfir öllum fallegu málverkunum. Ég er ekkert að ýkja þegar að ég segi að á einu svæði niðrí í bæ ( nokkuð stórt svæði ) eru bara listagallerí.
Hver listaverkabúðin á fætur annarri! |
Var svolítð skotin í þessu:) |
Klara keypti af þessum heppna manni:) |
Japanska brúin. |
Eftir listaverkaröltið fórum við að skoða klæðskerabúðirnar sem eru út um allt!... og á einu svæði eru BARA klæðskerabúðir og skóbúðir þar sem þú getur látið sauma á þig fatnað frá A-Ö á smá tíma. Og ekki má gleyma öllum, litlu, krúttlegu veitingastöðunum inn á milli listgalleríanna og klæðskerabúðanna! Mmmm=) -Ónei, það er sko ekki erfitt að falla fyrir þessum stað!
Um 5 leytið gafst ég upp sökum slappleika og hjólaði heim. Pálmi kom með mér en Klara var aðeins lengur. Ég mældi mig og var með 38.6 stiga hita og fékk ráð hjá lækni á Patró að taka sýklalyf þar sem ég er með einhverja drullu ofan í lungunum og eitthvað vesen.
Mér líður samt mun betur í dag:) Mældi mig áðan og var bara með litlar 7 kommur. Við erum búin að liggja öll saman í leti í allan dag, þau spiluðu, við horfðum á Little Britain Sketch-a á Youtube ( því alltaf þegar við Pálmi tölum við breta byrjum við að segja frasa úr þáttunum, Klara vildi vera memm;) ), leigðum okkur DVD niðrí lobbýi og höfðum það rosa notó. Ég skildi samt ekki í þeim að fara ekki út en þau vildu ekki fara út í rigninguna. ( Við hin vitum samt að það var út af því að þau vilja hreinlega ekki vera án mín ).
Á morgun förum við með bíl til Danang sem tekur um það bil 1 klst. Þaðan fljúgum við síðan til Hanoi, höfuðborgar Víetnam. Planið var reyndar að fara í morgun með rútu til Hué og eyða þar deginum og taka síðan sleeping-bus til Hanoi. En þar sem ég þurfti endilega að næla mér í þessa pest þá ákváðum við að gera þetta svona:)
Ó, fallega Hoi An |
Ástarkveðja,
Fröken Veiknavæmna:)
Kúl, Klara gastu ekki keypt listamanninn með? Þið eruð svo krúttleg þarna tvö saman.
ReplyDeleteP.S. Viljiði kaupa sugegasa líka?
Það er svoo gaman að lesa pistlana ykkar elskurnar :) Vonum að engin veikindi séu að hrjá ykkur núna :) kv. amma og afi
ReplyDelete