Sunday, January 23, 2011

Næsta stopp í Nam - Hoi An



Skrifað kl 16:00 sunnudaginn 23.janúar í hafnarbænum Hoi An í Víetnam.

Mmmm...ljúfa lífið.  Dagurinn í dag er svolítið sérstakur hjá okkur þremenningunum.  Við vöknuðum frekar seint enda fórum við að dansa með GAP vinum okkar í gær:)  Dagurinn þróaðist svo þannig að systkinin ákváðu að skella sér í smá mótorhjólaferð, eða - þetta voru allavegana hjól með mótor, Gígja var á vespu og ég veit varla hvað ég á að kalla það sem Pálmi var á.  Sjálf ákvað ég að segja pass við þessu af ýmsum ástæðum og skella mér frekar  á reiðhjóli niður í bæ.  Hingað til höfum við ekki viljað skiljast að af öryggisástæðum en þessi bær sem við erum í, Hoi An, er alveg unaðslegur!  Allt annað upp á teningunum hér en t.d. í stórborgunum sem við höfum verið í, þá hefðum við aldrei skilið við hvort annað :)  Í raun og veru held ég að þessi mikli aðskilnaður okkar sé gott frí fyrir okkur enda erum við í raun aldrei í einrúmi hér, kannski stundum meðan maður fer á klósettið... en ekki alltaf! :)

Gamli bærinn hér í Hoi An er UNESCO verndaður.  Hér eru falleg lágreist hús, höfn og bátar, brýr og falleg menning.  Bærinn er þekktur fyrir góða listamenn, klæðskera og skósmiði.  Í raun eru allar búðir hér klæðskerabúð, skóbúð eða listagallerý. Síðan eru veitingastaðir, stöku snyrtistofur og hótel.  Þegar þetta er skrifað sit ég á litlum og sætum veitingastað niðri við höfnina.  Það er skýjað en milt veður og yndislegt að sitja og horfa á mannlífið hérna í kringum mig.

Við komum hingað til Hoi An í gærmorgun með næturrútunni.  Þessi önnur næturrútuferð okkar hér í Víetnam var töluvert...ehehmm...áhugaverðari en sú fyrri.  Þegar við komum inn í rútuna leit þetta svosum ágætlega út en þessi rúta virtist samt vera miklu eldri en sú fyrri sem við höfðum farið í.  Við vorum búin að panta okkur sæti í efri kojum fyrir miðju en þegar  við komum inn í rútuna vorum við sett í sæti aftast í neðri koju.  Nota bene, kojur eru kannski ekki rétta orðið en við látum það nægja hér.  Við komum okkur fyrir í sætunum okkar og höfðum það svosum ágætt þangað til að við kveiktum á vasaljósunum okkar og lýstum í kringum okkur.  Og jeminn eini! Dýarlífið sem blasti við!  Þetta var svo langt því frá að vera svona óhreint og pöddótt í fyrri rútunni okkar.  Við höfum komist að því núna að það er engin leið að vita í hvernig rútu þú endar þegar þú bókar miðann, bara happa-glappa :)  Við reyndum að fá bílstjórann til að leyfa okkur að færa okkur upp í efri koju eins og við höfðum panað.  Hann vildi þó alls ekki gúdera það en á endanum, eftir að ég hafði sett á svið hálfgert astmakast og þóst vera að deyja þarna í neðri kojunni og svo haldið því fram að systkinin væru auk astmans míns með mjög slæmt ofnæmi svo við gætum bara alls ekki verið þarna niðri - þá var okkur góðfúslega hleypt upp.  Í raun mætti segja að þetta hafi verið hvít lygi því ég er jú með astma og systkinin með ofnæmi, ekki það að grasofnæmið hafi verið eitthvað slæmt inní rútunni, en ofnæmi samt! :)

Pálmi aðeins of langur í þessa rútu :)


Efri kojurnar voru miklu skárri en þó engin snilld.  Við vorum þó vel vopnum búin, vorum með skordýraúða og lakpoka svo við dömurnar pökkuðum okkur inn í pokana og spöruðum svo ekki skordýraúðann á umhverfið.  Það var reyndar svolítið fyndið að líta yfir á Gígju þar sem hún sat með tölvuna (að horfa á Chuck) í annarri og með hinn hnefann kreptann um skordýraúðann.  Það færist þó hér til bókar að Pálmi Snær Skjaldarson var hetja og alls ekkert hræddur við pöddurnar, án gríns!  Ég vil líka koma því á framfæri að þegar ég segi pöddur þá þýðir það hinar ýmsu tegundir af dýralífi, t.d. kakkalakka, maura og fleiri tegundir sem við kunnum ekki að nefna.

Við dömurnar brosum að utan en grátum að innan yfir þessum pöddum...

...ok djók, þetta var ekki svo slæmt!

Eftir 13 tíma komum við þó lifandi og hress á áfangastað í Hoi An.  Það má reyndar segja, pöddurútunni til varnar, að sætin í henni voru miklu þægilegri en í þeirri fyrri og í raun náðum við öll betri svefn í þessari.  Við byrjuðum á því að finna okkur hótel.  Skelltum okkur á eitt sem mælt var með í Lonely Planet.  Hótelið er bara mjög gott en starfsfólkið er það steiktasta sem um getur.  Maðurinn sem virðist vera yfir í móttökunni er búinn að koma í heimsókn upp á herbergi til okkar og taka svolítið í gítarinn og syngja fyrir okkur víetnömsk lög.  Svo áðan þegar við vorum á leiðinni út af hótelinu bað hann um að fá gítarinn hennar Guðnýjar Gígju lánaðann því hann vildi halda uppi stuðinu meðan við værum burtu! :)

Þegar við vorum komin á hótelið lögðum við okkur samt smá eftir rútuferðina, fórum í sturtu og shinuðum okkur svolítið til.  Svo leigðum við okkur reiðhjól og héldum af stað út í frábæran dag.  Við hjóluðum um bæinn og skoðuðum okkur um, borðuðum og nutum þess að vera til.  Guðný Gígja, áðurnefnd tískudrós, vildi svo skoða í klæðskerabúðirnar og við Pálmi Snær létum það góðfúslega eftir henni.  Það endaði svo þannig að við dömurnar létum báðar sauma á okkur stuttbuxnasamfestinga og síðan fékk ég kjól og Gígja pils.  Við fórum frá klæðskeranum milli 15 og 16 og vorum komin aftur klukkan 19 um kvöldið.  Þá átti pilsið hennar Guðnýjar Gígju að vera tilbúið og kjóllinn minn því við ætluðum að spóka okkur í þessu um kvöldið.  Þegar við komum svo kl 19 þá var allt tilbúið og rosalega flott! Þetta eru nú meiri snillarnir hérna!  Við skvísurnar vorum svo alveg úber sætar um kvöldið í nýju fötunum okkar sem pössuðu auðvitað eins og flís við rass! Við hlökkum líka rosa mikið til að vera einhvertíma í svokölluuðu selskaps-teiti heima á Íslandi og vera spurðar að því hvar við keyptum fötin okkar eins og gengur nú og gerist milli kvenna.  Þá getum við svarað, bara oh-so-casual; ,,Æææ, ég lét nú bara sauma þetta á mig í Hoi An í Víetnam!"  Shæææ, hvað við verðum kúúúl!  Og já - ekki skemmdi verðið fyrir, ég borgaði t.d. 2400 krónur íslenskar fyrir kjólinn og samfestinginn, ekki slæmt! :)
Guðný Gígja tók þessa mynd af okkur þar sem hún stóð á tröppunum hjá klæðskeranum okkar:) Þetta er baunaakur svona inní miðjum bæ, þessar baunir heita Morning Glory!

Þarna vorum við komin aðeins útfyrir miðbæinn og inn í íbúðarhverfi


En jæja - eftir að við vorum búnar að smella okkur í nýju fötin hjá klæðskeranum héldum við af stað því við áttum nefnilega dinnar-deit við hópinn sem við höfðum verið að ferðast með gegnum Kambódíu.  Þau voru flest að ferðast áfram saman sem hópur gegnum Víetnam ef það hefur farið framhjá einhverjum og eru semsagt í raun að gera alveg það sama og við, bara sirka 1 degi á undan.  Eftir að hafa þvælst út um allan bæ að leita að staðnum sem við áttum að hitta þau á rákumst við óvænt á fararstjórann, hann Haing, þar sem hann var að leita að okkur.  Við skelltum okkur með þeim í indælis kvöldmat og fórum svo á bar, svona rétt aðeins til að rifja upp gamlar stundir.

Haing Kambódíski fararstjórinn að gæða sér á smá brennivíni! Honum fannst þetta ekki mjög gott!

Komu þá ekki íslensku víkingarnir vinum sínum á óvart en við höfðum keypt smá bland-í-poka í Leifsstöð þegar við héldum af stað.  Við vorum með Brennivín, Ópal og Tópas í litlum flöskum og allir fengu smá smakk.  Eftir þetta var mannskapurinn orðinn til í að dansa eins og við höfum nú gert áður með þessu liði svo við héldum niður á strönd þar sem var smá partý.  Þar skemmtum við okkur konunglega í trylltum dansi þar sem við sýndum enn og aftur hvernig hlutirnir eru afgreiddir á Íslandi!

Fyrst bara sæt á ströndinni...

...svo bara kúl! :)



Við komum svo heim á hótel - sveitt, sæl og búin á því!  Sváfum yndislega í nótt undir sængum sem okkur finnst vera rosa gott.  Hérna í Hoi An er nefnilega miklu kaldara heldur en hefur  verið hjá okkur hingað til þannig að það er alveg vel við hæfi að sofa undir sæng... mmm, hötum það ekki!  En já, við sváfum vært þangað til við vöknuðum laust fyrir hádegi við dúndrandi tónlist! Eða - í raun var alls ekki hægt að kalla þetta tónlist, meira svona ótrúlega óþægilegan hávaða, gæti t.d. ímyndað mér að svona yrðu hljóðin í trilljón köttum sem væri verið að pynta hægt og rólega til dauða.  Þegar við komum svo niður kom á daginn að þetta voru ekki dýrapyntingar heldur starfsfólk hótelsins í karókí... frábært!  T.d. annað dæmi um hvað það er steikt fólk sem vinnur á þessu hóteli.

En þá er þetta ferðasaga okkar hingað til í bili... á morgun höldum við svo af stað snemma í fyrramálið til næsta bæjar sem heitir Hué.  Þangað förum við með rútu og tekur það aðeins um þrjá og hálfan klukkutíma.  Í Hué ætlum við að vera eina nótt og fara svo þann 25.janúar með næturrútunni norður til Hanoi.  Það verður nú spennandi að sjá hvernig rúta það verður... pöddurúta eða ekki?!?

Annars er frekar kalt í Hanoi núna, í raun aðeins kaldara en venjan er á þessum árstíma.  Eitthvað um 10°C.  Við ætlum því að fjárfesta í jökkum eða einhverju slíku enda verðum við í Hanoi og þar í kring í 5 daga.  Við ætlum m.a.s. að hitta hópinn okkar aftur þar, síðasta kvöldið sem allir eru saman, og ætla Svissnesku stelpurnar sem við vorum að ferðast með fyrr í vikunni að hitta okkur líka þar. Gaman, gaman :)

Klara kveður að sinni! :)

P.S. Ég mæli svo með því að þið bíðið spennt eftir lýsingum systkinanna af mótorhjólaferðinni, þau voru svo sæt og fín þegar þau lögðu af stað :)

Nokkrar fleiri frá góðu kvöldi með GAP liðinu:

Véronique frá Frakklandi, Kieran frá Kanada, John frá Englandi og Gígja frá Skinkulandi:)


Þessi mynd er bara best! Eins og þau séu búin að vera gift í 12 ár! Ég er búin að reyna eins og ég get til að fá Guðnýju Gígju til að íhuga þennan dreng sér til festa en ekkert gengur! Svo var þessi mynd bara inni á myndavélinni þegar ég vaknaði í morgun, hvað á ég að halda???

Og ein að lokum af dömunum í nýsaunuðu fötunum sínum:) Blómadeppul :)

2 comments:

  1. Ég er að elska sérsaumuðu samferstingana!! Einnig er ég að elska myndirnar sem þið setjið með... og þar að auki að LÖVA myndina af tilvonandi mági mínum. Einstaklega rómantísk og falleg mynd, enda ástin oft í loftunum á ströndum heimsins. Or not....


    Ég samgleðst ykkur, af því að ég veit að þið eruð að hafa ógeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeðslega gaman...... or do I?
    Nei, bara öfund!
    Djók!

    Heimsfriður.
    SSS

    ReplyDelete
  2. Næsta verkefni hjá ykkur verður að finna gullsmið til að smíða giftingarhringana fyrir Gígju og Jón.

    Haldið áfram að skemmta ykkur!

    kv
    tómas

    ReplyDelete