Friday, January 7, 2011

Fyrstu dagarnir í Bangkok


Bangkok, föstudaginn 7.janúar kl: 22:00 að staðartíma.

Þá erum við búin að vera hér í Bangkok síðan á miðvikudagseftirmiðdag.  Hér er mikið af fólki. Aha. Fleiri en í Reykjavík og Hafnarfirði til samans, og Patró líka – ótrúlegt!
En fyrstu hlutirnir fyrst eins og sagt er upp á enska tungu.  Fyrsti maðurinn sem við sjáum þegar við göngum gegnum vegabréfseftiritið hér á flugvellinum í Bangkok var enginn annar en góðvinur okkar hann Tommy Lee!  Hann var flottur eins og alltaf og bað að heilsa öllum heima J

Við vorum svo glöð að sjá bakpokana okkar á bandinu í Bangkok - sem þýddi að þeir komust alla leið, að  við knúúsuðum þá! :D 
 yrstu nóttina okkar hér gistum við á hóteli sem heitir Royal Hotel og hlýtur því að vera konunglegt, við erum konungborin núna.  Við skelltum dótinu okkar inn á herbergi um leið og við komum og fórum svo út til að fá okkur að borða.  Við skoðuðum okkur um á götumarkaði en þar var ýmislegt í boði að kaupa, allt frá gíturum til gæludýra.


Gæludýr, hvolpar og íkornaungar.



Gítarar! Hvað annað :)




  Einnig var rosalega mikið úrval af mat á þessum markaði eins og allstaðar í þessari borg.  Það er kannski svolítið skrýtið að segja það en hérna er mikið borðað ,,á götunni“.  Það þýðir að heimamenn rúlla þartilgerðum vagni á góðan stað, skella upp plastborðum og stólum meðfram gangstéttinni, á götunni eða hvar sem hugurinn girnist, og elda svo  mat úr vagninum sínum og selja.  Í raun mætti líta á þetta sem ferða-veitingastað.
Okkur leist ekkert rosalega vel á þetta fyrst en garnirnar gauluðu og á endanum settumst við niður á staðnum þar sem besta lyktin var... og því sjáum við sko ekki eftir! Þvílíkur matur, nammm....

Úti,,veitingastaður"


Þegar við vorum svo búin í sturtu um kvöldið tók undirrituð eftir rauðum dílum á fótleggjunum á sér, þeir litu svosum ekkert merkilega út, skellti bara Mildison á þetta og fór að sofa... en við komum betur að því síðar.

Í gær byrjuðum við svo daginn á sundi í lauginni á hótelinu okkar, það var mjög indælt og ekki allt of heitt því það var smá skýjað.  Við  vorum mössuðust á staðnum og allir voru hræddir við okkur.  Svo eftir hádegi skiptum við um hótel samkvæmt fyrirfram ákveðnu plani.  Við fórum á ódýrara hótel sem við bókuðum sjálf á internetinu  en vorum ekki aaalveg að treysta því svo við ákváðum að panta fyrstu nóttina á téðu Royal Hotel gegnum ferðaskrifstofuna okkar.

Tantime að byrja!!!!


Þegar við komum svo á ,,okkar“ hotel þá urðum við bara mjög glöð því það er fínasta hótel fyrir kúk og kanil. Það er líka á svolítið skemmtilegra svæði þar sem er meira líf, mjög mikið líf reyndar!  Þetta er aðal túristasvæðið í Bangkok en samt mjög skemmtilegt J  Banglamphu heitir víst hverfið.

Við erum svo bara búin að vera að spássera um hér og byrgja okkur upp af alveg alvöru Ray Ban sólgleraugum og Aladínbuxum.  Í gærkvöldi enduðum við svo daginn frábærlega á klukkutíma heilnuddi sem kostaði heilar 1000 krónur!  Hér eru margar nuddstofur enda er Tælenskt nudd ein aðal túrista,,varan“ sem þeir eru að selja. Engu að síður – mjög gott.

Spássitúr í túristamergðinni, mjög gaman! :)


Í dag erum við svo búin að vera heldur slök.  Vöknuðum með seinna fallinu enda erum við í raun enn að venjast tímamismuninum.  Eftir morgunmat lá leiðin til læknis... hmm, já læknis!  Það var auðvitað menningarleg upplifun út fyrir sig en gekk bara mjög vel.  Þannig er semsagt mál með vexti að þessir rauðu dílar sem ég nefndi áðan eru að gera mig brjálaða! Eru út um allt á fótunum á mér og klæjar eins og ég veit ekki hvað.  Læknirinn fann auðvitað út úr þessu og fullvissaði mig um að ég þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur, þetta væri ekki lífshættulegt.  Ég þyrfti bara að fara í sérstakt apótek og kaupa sérstakan áburð (sterar virka ekki – þetta eru ekki hefðbundin skordírabit heldur ,,parasite“ eins og læknirinn sagði sem ég kýs nú bara að þýða sem sníkjudýr (geggjað!)) og læknirinn lét okkur fá lyfseðil og nafnið á apótekinu á blaði til að sýna leigubílstjóra.  Jú – það reyndist heldur betur þrautin þyngri að finna téð apótek enda voru u.þ.b. 25 apótek á 100 metra bút af götunni!!!  Þetta var svæði kringum spítala og þeir eru svooo miklir sölumenn Tælendingarnir að þeir eru alveg að blóðmjólka staðsetninguna.  Á endanum fannst áburðurinn en því miður eru ekki til neinar myndir af þessari apótekareisu sökum batterýisleysis.

Það mætti þó segja að þetta hafi verið lán í óláni enda hefðum við aldrei séð þennan hluta bæjarins nema í eltingaleik við lyf.  Þetta var alveg ,,ekta“ Bangkok og ekki túristi í augnsýn!
En... þrátt fyrir þennan apóteka-/læknisvafning áttum við frábæran dag!  Við fórum með fljótataxanum eða ,,River boat express taxi“ niður ánna frá hótelinu okkar og að hofi sem heitir Wat Pho.

Bíða eftir bátataxanum og vera sæt


Þetta er einn helgasti staður Tælendinga og var rosalega flott.  Við fengum ótrúlega fyndinn leiðsögumann sem tók myndavélina traustataki og lét okkur stilla okkur upp í gríð og erg svo það vantar ekki myndirnar úr þessu hofi!!! En þetta var að öllu gamni slepptu alveg rosalega flott og við skemmtum okkur mjög vel við að rölta þarna um og skoða flottu búddastytturnar og byggingarnar. 


Að skoða einn af mörgum búddalíkneskjum í Wat Pho


Með nokkrar af mörgum fallegum byggingum í Wat Pho í baksýn. Pálmi hannaði þessa pósu:)




Alltaf að óska okkur að búddasið :)




En á þessari stundu eru systkinin staðsett á nuddstofu í fótanuddi! Ekki amalegt það.  Þau tóku bara iPodana með sér og ætluðu að hafa það kósý og skoða mannlífið en það er hægt að sitja í hægindastól við göngugötuna og fá nuddið þar. Ég ákvað nú bara að skella mér upp á herbergi og fóðra bloggþyrsta aðdáendur enda eru fæturnir mínir í jafn góðu standi til fótanudds og teppi sem farartæki.  Flott.

Á morgun ætlum við að fara a Chatuchak Weekend Market sem er RISASTÓR helgarmarkaður.  Komum betur að því síðarJ Annars leggjum við af stað í Kambódíuferðina á sunnudagin en við erum mjöööög spennt fyrir því.  Við erum reyndar farin að halda að Tommy Lee verði í sama hóp og við!

Kveðjur af Erawan House Hotel í Soi Chanasongkram, Bankok J
Klara bitibitibit


P.S. Við sáum marga munka í dag en einn var án djóks fallegasti maður sem nokkurt okkar hefur séð.  Þar á meðal Pálmi.  Hann var með svo mikla útgeislun að jafnvel Birgitta Haukdal hefði fallið í skuggann.  Ekkert okkar getur hætt að hugsa um hann en Guðný er búin að greina okkur með slæmt case af; ,,always want what you can´t have sjúkdómnum“!  Við fengum að taka mynd af honum en hún varð svolítið misheppnuð.... held að það hafi verið afþví að Pálmi myndatökumaður var svo upptekinn við að dást að gæjanum á meðan J



Myndarlegi munkavinur okkar

P.P.S. Að lokum langar mig til að sýna ykkur ástand mitt... reyndar er þessi mynd tekin í gærkvöldi þegar þetta leit töluvert betur út en núna... mjög mikið betur .... en stendur allt til bóta :)

Gellan mætt á svæðið!

5 comments:

  1. Þetta blogg fer bara að verða jafn mikið eðal blogg og Veröld Völu Grand!

    ReplyDelete
  2. Vá þvílík öfund hér á bæ og þið eruð bara rétt að byrja!!! Hljómar allt hrikalega spennandi :)

    En ef þið fáið tækifæri þá hefði mín nú ekkert á móti því ef þið mynduð kippa einum "pilot" ray ban gleraugum með á klakann aftur ;)

    Hafið það gott!!

    ReplyDelete
  3. Vá þetta hljómar allt afar skemmtilegt hjá ykkur :) Haldið áfram að hafa gaman :)
    En eruði ekki með myndasíðu? :) kv. Bryndís Hanna

    ReplyDelete
  4. Hæ Gæs!

    Bryndís - við erum so far ekki búin að koma okkur upp myndasíðu en það stendur til bóta :D Hingað til hafa internet tengingarnar bara ekkert verið rosa góðar...

    Ást og friður :)

    ReplyDelete
  5. Mig langaði að gráta þegar ég sá búrin sem dýrin voru í!!! En oh öfunda ykkur...

    ReplyDelete