4.janúar, kl. Ca. 10.30
Á Leifsstöð að kveðjaJ -Túristaaaaaaaar! ;)
Jæja góðir hálsar! Nú erum við Trippararnir stödd á Starbucks á Kastrup flugvelli í Köben, lentum hér seinnipartinn í gær og gistum í íbúðinni sem Svanhvít bjó í í haust rétt við Istedgade þar sem við meðal annars náðum að læsast inn í bakgarði. ( Svanhvít, ég veit, við eru lúðar )
Fastar í bakgarðinum |
Samt fáránlega svalar !;) |
Hér er kallt! Kaldara en á Íslandi. – Í pökkunarferlinu var því mikið velt fyrir sér í hverju ætti að vera meðan við værum í Kongens...þar sem jú leiðin liggur til vægt til orða tekið, heitari svæða;) Klara átti úlpu og húfu síðan hún var svona sirka 12 ára sem hún var tilbúin að taka með og skilja eftir. Úlpan hlífir reyndar ekki magasvæðinu og nær ekki heldur niður fyrir olnboga, en hlý er hún! Við Pálmi vorum svo dönnuð á því að við keyptum okkur svört fíis poncho í RL vöruhús-Design á sirka 10.000 ( mínus eitt 0 reyndar) og í gær þegar þessu var skellt yfir sig...var mikið hlegið! Gátum ekki verið túristalegri.- Án djóks!
Að bíða eftir lestinni- kallt! . Ath: Sandalar! ;) |
Poncho-ið og litla úlpan hennar Klöru- Túúristaar! ;) |
Klukkan er að ganga hálf 11 en kl 11 tjékkum við okkur inn í flug til London þar sem við stoppum í tæpa 4 tíma. Þaðan liggur leiðin til HongKong þar sem við munum stoppum í tæpa 3 tíma. Síðan lendum við í Bangkok og dveljum þar í 4 daga áður en við hittum hópinn sem við munum ferðast með í gegnum Kambódíu í 10 daga! =)
Annars líður okkur fáránlega vel og njótum þess að vera túhúúristar! Pálmi var að enda við „landa“ einum góðum ofan í eitt stykki Gustavsberg, sem gekk vel að hans sögn og Klara er að naga neglurnar og lesa biblíuna. Ég sjálf var að enda við mínar daglegu 100 armbeygjur og ætla núna að taka skokk um flugvöllinn.
Það er svo gaman á flugvöllum!! |
Vúhúú! Stuð og steeeemmari;) |
Stay tuned,
Ooog pís át,
GuðnýGígja
Flott að fá að vita allt um ,,download" Pálma Snæs, hve Klara er alltaf ,,kúltiveruð" og að þú skulir halda áfram heilsusamlegu líferni.
ReplyDelete:-)
hahaha pálmi er einsog nörd í síðum frakka á einni myndinni muhaha.. nörd
ReplyDelete