Frá frumskógarflandrinu í Laos og yfir til stórborgarinnar Chiang Mai í Tælandi. - Þó nokkur munur þar á. En samt, samt sáum við fleiri frumskógardýr í Chiang Mai. Hér fyrir neðan fáið þið að heyra allt um ævintýri okkar ævintýraþyrstu ferðalanganna í Chiang Mai.
Við komum seint að kvöldi með útúr pimpuðu, einka mini-rútinni í storborgina og það fyrsta sem blasti við augum hungraðra tripparanna var ekkert annað en McDonald's. Ég veit, McDonald's, í alvöru? En satt best að segja var sú tilhugsun að slafra í sig McCheeseburger og McFrönskum og svolgra því niður með McKóki ekki svo slæm eftir öll erfiðin í Gibbon ferðinni;) Við létum það þó vera þar sem klukkan var að ganga 11 um kvöldið og við áttum eftir að finna okkur gistiheimili. - Að ganga 12 vorum við búin að koma okkur ágætlega fyrir á hinu fínasta gistiheimili, búin að pakka upp úr töskum, fara í sturtu og klippa á okkur neglurnar. - Uuu, DJÓK! ...við hentum af okkur töskunum og hlupum út á McDonald's. Kjammsi,kjammsi kjamms...það var ljúft:)
Við vöknuðum daginn eftir með það plan fyrir daginn að kaupa hleðslutæki á tölvuna þar sem það týndist í Laos og hún Klara ætlaði að kaupa sér myndavél. En fyrst var það morgunmatur. ,,Hvaaað ættum við að fá okkur? ". - Hvað annað varð fyrir valinu en Subway!?! Hehe:) Ég meina, maður vinnur nú ekki á Subway á Íslandi í 2 ár og þykist ætla síðan að sleppa því að smakka það í Tælandi ef maður spottar eitt slíkt!..oooneeeei;) - Ég skannaði vitaskuld staðinn og komst að því þetta var eiginlega allt nákvæmlega eins og heima, brauðið, osturinn, útlitið og flestar sósurnar...en áleggið leit öðruvísi út ooooog það var EKKI OSTASÓSA!!! Ég vissi ekki hvert ég ætlaði þegar ég uppgötvaði það mér til skelfingar. - En jæja, þetta var eitthvað sem okkur (mér) fannst við skyldug að prófa en mér þykir það líklegt að við munum láta þetta vera hér eftir hérna í Asíunni. Þetta var nefninlega í dýrari kantinum.
 |
Tælenskt Subway..rosa sátt! ;) |
Eftir morgunmatinn skelltum við okkur í eitthvað Moll í grenndinni sem var á nokkrum hæðum en þar voru aðeins einhverskonar tölvu-og tæknibúðir. Við fundum hleðslutæki í fyrstu búðinni en leituðum aðeins lengur eftir myndavélinni. Myndavélin sem varð fyrir valinu var keypt í frekar stórri búð, með mörgum starfsmönnum...við skulum segja svona 25. Af þessum 25 starfsmönnum voru svona 20 að aðstoða Klöru. Þetta var eiginlega mjög fyndið að sjá:) Allir svo hjálplegir og það virtist sem þeim öllum þætti þetta rosalega spennandi. Klara fékk myndavélina á spottprís þar sem það var eitthvað Valentínusardags-tilboð í gangi (allt moll-ið skreytt hinum ýmsu ástarskreytingum) og þar að auki fylgdi alls konar dótarí með eins og þrífótur, þrifsett og box til að geyma myndavélina í á ströndinni og á svona ,,blautari" stöðum. Ég verð þó að viðurkenna það að meðan ég rölti gegnum búðirnar og sá allt fínerí-ið og skrautið sem Tælendingarnir voru búinir að setja upp og hafa fyrir Valentínusardeginum velti ég fyrir mér hvað hún Ameríkan hefur mikil áhrif á umheiminn! Mér finnst oft hálf kjánalegt að Íslendingar haldi upp á Valentínusardaginn en mér finnst eiginlega alveg fáránlegt að Tælendingar geri það! - Við eyddum síðan restinni af deginum í að skoða borgina og um kvöldið horfðum við bara á imbann og fórum snemma að sofa.
Þegar við vöknuðum daginn eftir fórum við á lestarstöðina og pöntuðum okkur lestarmiða til BangKok, þar sem við ætluðum að fara eftir nokkra daga til eyjunnar Koh Tao sem er í suður Tælandi, með eins dags stoppi í BangKok. Eftir það fórum við í dýragarðinn mikla í Chiang Mai. Það var bara nokkuð fínt, sáum fullt af dýrum sem við víkingarnir eigum ekki að venjast. Þó svo við víkingaflippararnir státum okkur af því endrum og sinnum hve sterk við erum og að það geti ekkert stoppað okkur í flippinu...þá var þetta aaalllt of stórt svæði og of langt á milli staða, þurftum að labba upp hverja löngu brekkuna á eftir annarri til að sjá næstu dýr. Við Klara vorum orðnar nokkuð máttlausar á endanum, en Pálmi sagði okkur bara að hætta að væla. Hehe, ég held við höfum bara fengið sólsting eða eitthvað, vorum báðar með hausverk og þráðum það að fara að leggja okkur! :) - Dagurinn var þó afar indæll í heild sinni.
 |
Flóðshestarnir voru HUGE!! |
 |
Við gáfum þeim að borða:) |
 |
Plammsi að gefa gíraffa að borða...týbískt hann. |
Um kvöldið ætluðum ég og Klara svoleiðis að fá okkur Sushi á einhverjum massa Sushi-train stað sem við sáum í Moll-inu þar sem við keyptum hleðslutækið og myndavélina og vorum þvílíkt spenntar! Pálmi ætlaði að finna sér eitthvað annað. En þegar á Sushi-staðinn var komið tilkynnti þjónninn sem á móti okkur tók okkur það að það væri um það bil klukkutíma bið, en okkur væri velkomið að fara í röðina. Við litum á hvor aðra með slefið á milli munnvikanna og tókum þá ákvörðun að fara bara í morgun/hádegismat daginn eftir því þá hlyti að vera minna að gera. Við hlupum því á eftir Pálma Snæ og fengum okkur að borða með honum. - Eftir ágæta máltíð mæltum við okkur mót við stelpu sem við hittum í Laos og duttum í nokkra bjölla með henni. Fórum á mjög skemmtilegan Reggae stað þar sem tælenskir töffarar prýddu sviðið og tóku hin ýmsu lög, reggae style! =) ...okkur til mikillar ánægju, því hingað til, á öllu ferðalagi okkar um Asíu, höfðum við ekki séð neina góða tónlistamenn spila... að okkar mati;)
 |
Skemmtilegur effect á nýju myndavélinni hennar Klöru:) |
 |
Klara sæt:) |
Við Klara vöknuðum síðan daginn eftir með brosið allan hringinn því við vissum báðar hvað koma skyldi. SUSHI í morgunmat!!! :D Við drifum okkur í Túkkara og mættum á staðinn þar sem við sáum að nóg pláss var fyrir Sushi þyrsta víkingana. - Það sem við vissum þó ekki var að þetta var í raun ekki Sushi staður eins og við héldum heldur var þetta meira svona súpustaður. Maður settist við svona ,,train" borð, alveg eins og er á Sushi train heima í Iðu-húsinu, nema hvað að þar sem hver og einn sat var pottur ofan í borðinu og þar átti maður að sjóða vatnið og það sem kom á færibandinu var bara alls konar hráefni sem maður gat sett ofan í súpuna.
 |
Indælis morgunmatur:) |
Komumst að því síðar að þetta er eitthvað mjög vinsælt í Chiang Mai, sáum seinna fullt af öðrum alveg eins stöðum. - Sem betur fer var hægt að fá smá Sushi þarna úti í horni þannig við náðum nú að borða okkur saddar af því sem við vildum:) - Við hittum síðan Pálma Snæ og fórum á næstu ferðaskrifstofu og pöntuðum okkur matreiðslunámskeið fyrir morgundaginn, fundum okkur Tuk-tuk og keyrðum í Tiger-Farm. Þar borguðum við frekar hátt gjald til þess að fara inn í garðinn til að sjá og láta taka myndir af okkur með tígrisdýrum. Okkur fannst þetta alveg skemmtilegt en við vorum reyndar á tíma þar sem tígrisdýr eru að leggja sig þannig þau voru annað hvort hálf sofandi eða afar róleg... nema nokkur sem voru vöknuð fyrr og léku sér mjög skemmtilega saman sem var gaman að sjá:) Við vorum þó allan tímann að velta því fyrir okkur hvort þetta væri ekki svolítið gruggugt... voru tígrisdýrin uppdópuð og illa farið með þau til þess að græða peninga? Við fengum síðan staðfestingu á því að þau væru allavega ekki uppdópuð, svo mikið vitum við. En við vitum líka að það kostaði okkur alveg skildinginn að fara þarna inn og allt þarna í kring var mjög flott! Augljóslega ekki peningaskortur á þessum bæ. - En jæja, okkur þótti þetta allavega skemmtileg upplifun og það sem meira er... við Pálmi komumst að því að við erum meira segja með ofnæmi fyrir tígrisdýrum! Hehe=)
 |
Dúllí:) |
 |
Bara tjilla með tígra..;) |
 |
Þessi var eitthvað að vakna:) |
Fimmta daginn okkar í Chiang Mai vöknuðum við snemma og skelltum okkur á matreiðslunámskeið. Það var algjört æði! Við byrjuðum á því að fara á markað þar sem kennarinn okkar sýndi okkur hin ýmsu hráefni, til dæmis fullt af grænmeti, muninn á góðum og vondum eggjum og munin á öllum hrísgrjónunum. Eftir það keyrðum við í svona 20 mínútur að eldhúsinu sem við eyddum deginum í. Við vorum 15 sem vorum á námskeiðinu í einu. Það voru eldaðir hinir ýmsu tælensku/asísku réttir eins og vorrúllur, Pad Thai (núðlur), kjúkling í Cashew hnetum (sem BTW Pálmi Snær og Klara elska!..mér finnst það alveg mjög gott..en ég meira fyrir karrý-ið:)), bæði rautt og grænt karrý með kjúlking og sticky rice með mango sem er eftirréttur...en alveg fáránlega góður! Við fengum síðan matreiðslubók með öllum þessum réttum og fleiri til...við erum alveg orðin spennt fyrir því að koma heim og spreyta okkur á henni, þið hin ættuð líka að vera það;)
 |
Alls konar hrísgrjón:) |
 |
Klaran alveg með þetta á tæru! ;) |
- Um kvöldið ætluðum við aðeins að kíkja út og jafnvel fá okkur nokkra kalda. Við löbbuðum um svæðið þar sem vanalega hafði verið allt morandi í lífi á kvöldin en þegar við mættum var nánast allt lokað. Við skildum nú hvorki upp né niður í þessu máli, en Klara sagði samt ,,það mætti halda að það væri einhvað national holliday". Við héldum þó áfram leit okkar því klukkan var aðeins um 9 leytið og datt okkur í hug að kannski opnuðu barirnir ekki fyrr en aðeins seinna um kvöldið... en fannst það samt svolítið ólíklegt. Við heyrðum síðan einhverja tónlist og gengum á hljóðið. Sáum þá okkur til afar mikillar ánægju fólk sitja á palli eins veitingastaðar og þar úti voru ung asísk stelpa og eldri asískur maður að spila á gítar og stelpan að syngja. Fyrir aftan þau var líka trommari sem var með jömbu og svona Cajun trommukassa sem maður situr á. Við fengum sæti beint á móti þeim og vorum satt best að segja alveg dáleidd, þetta var svo fínt hjá þeim. Ég var, ef ég á alveg að segja eins og er, ekki viss um að ég myndi aftur sjá asíska tónlistarmenn sem ég fílaði og fannst mjög flott. En viti menn, það ég gerði=) - Verð að fá að taka það fram að þetta er ekki skoðun sem ég hef alltaf haft, að ég haldi að það séu ekki margir góðir asískir tónlistarmenn... en síðan ég kom til Asíu, þá myndaðist einhvernveginn sú skoðun. Allt sem við höfum heyrt..er í meira lagi... algjört prump... ( semsagt vont..en ógeðslega fyndið samt;)) Pálmi hafði orð á því að þessi stelpa væri ástin í lífi hans, honum fannst hún svo mikill töffari;). Síðan seinna hættu þau og enn aðrir meistarar tóku við! Ég skipti því alveg um skoðun og hlakka bara til að heyra meira af asískum tónlistarmönnum! ;) - Við höfðum keypt okkur bjór þegar við settumst og drukkum hann í takt við indæla tónlistina, en síðan allt í einu kemur upp að okkur þjónn og biður okkur um að hella bjórnum í glas og síðan rúlla um glasið pappír, semsagt fela bjórinn. Við furðuðum okkur á þessum skrítnu tilmælum en gerðum eins og okkur var sagt, en gátum auðvitað ekki staðist mátið að spyrja ,,af hverju í anskotanum"? Hann tilkynnti okkur þá það að það væri Makha Bucha dagurinn mikli í Tælandi og þá væri bannað að drekka áfengi með lögum. Þessi dagur á sér stað einu sinni á ári en það sem við vitum um þennan dag er að hann er haldinn heilagur á fullu tungli í þriðja tunglmánuði ársins og er til þess að minnast atburðar þegar Buddha ávarpaði samkomu 1250 munka sem höfðu ekki verið kallaðir saman en voru allir þarna af ,,heilagri tilviljun." - Eftir að við kláruðum falda bjórinn okkar héldum við heim á leið.
 |
Ástin í lífi Pálma Snæs;) |
 |
Að njóta tónlistarinnar:) |
 |
Búin að fela bjórinn;) |
 |
Flottir þessir! Með kántrý-ið á hreinu. |
Við löbbuðum í rólegheitunum að gistiheimilinu okkar og á leiðinni var allt dautt. Þegar við vorum komin á götuna okkar átti sér stað atburður sem við hefðum aldrei getað trúað að myndi gerast. Við sáum nefninlega BÓNUS poka, fullan af rusli á götuhorninu! Halló?? Hverjar eru líkurnar?? Það í mætti halda að við hefðum hitt forelda okkar óvænt á miðri götu í Chiang Mai því við í alvörunni fríkuðum út! Myndirnar tala sínu máli.
 |
Aðeins að fríka út;) |
 |
Aðeins að tilbyðja ! Haha |
Áður en við fórum að sofa tilkynnti ég krökkunum að sama hvað þau ætluðu að gera, þá ætlaði ég að eiga ,,Me-day" daginn eftir. Eyða deginum með sjálfri mér og skoða mig um, setjast á kaffihús og blogga og svona. Síðan stakk ég upp á því að við myndum um kvöldið borða á mjög krúttlegum Sushi stað sem við höfðum spottað því þetta væri svona síðasta kvöldið okkar. Þau tóku vel í það (meira segja Pálmi) og ákváðu að þau myndu bara fara í stóra moll-ið sem við höfðum heyrt um. - Upp úr hádegi daginn eftir skildust þá okkar leiðir en við ákváðum að hittast fyrir utan Sushi staðinn kl. 19.30. Ég átti afar indælan dag með sjálfri mér, en það sem Klara vissi ekki var það að ég var líka að gera svolítið annað:) Ég var að hjálpa honum Ævari Ísak kærastanum hennar Klöru að plana smá rómó kvöld fyrir hana þar sem þau hefðu átt eins árs sambands afmæli fyrir stuttu. Ég fór og keypti kort og blóm og fór síðan á Sushi staðinn og talaði við starfsfólkið þar og bað þau um taka við blómunum og kortinu sem á umslaginu stóð með stórum stöfum KLARA (og inn í því var texti frá Ævari og peningur frá honum) og útskýrði fyrir þeim hvað væri í gangi. Ég bað þau síðan um að vera búin að setja blómin og kortið á eitt borðið kl. 19.30 þar sem hún myndi sjá það strax og hún kæmi inn. Þau tóku mjög vel í þetta og voru meira en til að hjálpa mér. Eftir að ég fékk það á hreint, settist ég niður og borðaði ljúffengt Sushi! NAMM! Næst á dagskrá var að leita að girnilegri nuddstofu og segja Ævari nafnið á henni þar sem hann ætlaði síðan að bjóða Klöru í nudd. Ég fann eina mjög nálægt Sushi-staðnum og skellti mér síðan á Starbucks og pantaði mér Frappé í eftirrétt! :) Ég sat þar dágóða stund, hringdi í Ævar á Skype og sagði honum hvað nuddstofan héti og að allt væri tilbúið. Ég bloggaði síðan smá og fór á netið. Þegar klukkan var rúmlega 7 sendi ég Klöru og Pálma Snæ sms og spurði hvort þau væru ekki að koma. Ég fékk þá svar um að þau myndu ekki ná að koma fyrir hálf 8 þannig ég bað þau bara að hitta mig á Starbucks. Ég hljóp síðan á Sushi staðinn þar sem allt var klappað og klárt og sagði þeim að það yrði smá seinkun. Ég beið síðan á Starbucks, pantaði mér kaffi og las blöð þangað til þau loksins komu, eitthvað um hálf 9. Þau sögðu mér það þá að þau hefðu týnt hvoru öðru sem endaði víst með mjög fyndnum samskipum við starfsfólkið í mollinu en Klara þurfti að láta kalla Pálma upp sem virkaði því miður ekki svo starsfólkið bauðst til þess að leita að honum í öryggismyndavélunum sem gekk eftir lýsingu Klöru. Allt í einu gengu öryggisverðir upp að Pálma Snæ sem leið eins og hann hefði verið að gera eitthvað mjög rangt þar sem hann beið eftir Klöru en þeir voru bara að passa að hann yrði kyrr á sama stað þangað til Klara kæmi :) - En þegar þau komu loksins löbbuðum við saman á staðinn, við Pálmi pössuðum okkur á að vera á eftir henni til þess að hún myndi sjá strax kortið og blómin. Þegar við komum sá þjónninn okkur og vísaði Klöru að borðinu en við Pálmi stóðum í dyragættinni og sögðum við hana að hér ætti hún að vera, við ætluðum að fara eitthvert annað, síðan réttum við henni fartölvuna og óskuðum henni góðrar skemmtunar. Hún horfði á okkur eins og ég veit ekki hvað og upp úr henni kom í sífellu ,,hvahh?? ..ég skil ekki, ætlið þið bara að fara? ..er þetta fyrir mig? Hvahh? ..bíddu..ég skil ekki??" (,,Ég skil ekki" eru orð sem ekki koma oft úr munni Klöru;)) Við sögðum henni bara að hringja í okkur þegar hún þyrfti og síðan kvöddum við.
Klara eyddi semsagt kvöldinu á Sushi/Skype deiti með kæró og við systkinin fórum og fengum okkur að borða, fórum heim að skipta um föt og ætluðum síðan að kíkja á bar sem var í grenndinni við Klöru. Við ákváðum samt að stinga inn hausnum og athuga hvort hún væri ennþá þarna, en þá var hún akkúrat að kveðja Ævar og var að fara að hringja í okkur. - Hún var alveg í skýjunum yfir þessari óvæntu uppákomu en þar sem klukkan var orðin frekar margt ákvað hún að eiga inni nuddið. Hún fór þá heim að skipta um föt og hitti okkur síðan á barnum seinna um kvöldið. Við áttum þá skemmtilegt síðasta kvöld í Chiang Mai saman=)
Við kíktum síðan í moll-ið daginn eftir þar sem ekkert var planað nema að fara í lestina til BangKok um kvöldmatarleytið. Mig langaði svo að sjá þetta stóra, flotta moll sem þau sögðu mér frá:) Við fengum okkur að borða í mollinu og skoðuðum okkur aðeins um, ég keypti mér eina flík en Pálmi keypti sér Cajun trommukassa í hljóðfærabúð sem við sáum! :) Nú ber hann á sér frekar fyrirferðarmikinn kassa, sem er sem betur fer léttur. Það er voða gaman því þá getum við spilað saman, ég á gítarinn minn sem ég er búin að vera með á mér alla ferðina og hann á trommukassann! Rosa stuð;) ...Já og Klara spilar á kontrabassa, hún keypti sér einmitt eitt slíkt stykki. Hmm:)
 |
Svona lítur tromman hans Pálma út. |
Lestarferðin var 12 klst og bara hin fínasta, fyrsta lestin sem við förum í í ferðinni... fyrir utan það að hún var morandi í pöddum. Ég var að skrifa blogg á leiðinni í lestinni þegar ég finn fyrir kítli á löppinni á mér, en sé þá kakkalakka vera að skríða ofan á löppinni og gef frá mér tilheyrandi hljóð. Fólkið í kring horfir á mig spyrjandi augum, og ég eins og asni segi að það hafi verið ógeðsleg, stór padda að skríða á mér. Nokkrir snéru sér bara við og pældu eflaust ekkert meira í því en aðrir fóru að skima um í kringum hjá sér og leita eftir pöddum. Stelpa og strákur á fremsta bekk sögðu mér síðan að það væri allt morandi í litlum pöddum hjá þeim og um mig fór hrollur. Ég finn því bakpokann minn og klæði mig inn í sængurverið mitt sem er búið að nýtast æðislega í svona pöddusamgöngum! Eftir það sofna ég frekar vært:) EN, fólkið á fremsta bekk, ég veit þið trúið þessu ekki, stóðu ALLAN TÍMANN á miðjum ganginum! Þau stóðu í án djóks um það bil 10 klukkutíma samfleytt. - Okkur heyrðist þau vera frá Bandaríkjunum... Þarf ég að segja meir?
GuðnýGígja kveður í bili, næsta blogg verður um ævintýri okkar á tælensku eyjunni Koh Tao! :)
-Blés=)
Bara kvitta fyrir frábæra lesningu.
ReplyDeleteHaldið áfram að skemmta ykkur.
Kv. Palli frændi