(Blogg skrifað í lest á leiðinni til BangKok frá Chaing Mai í Tælandi þann 20. febrúar)
Jæja kæru lesendur. Í dag fáiði að lesa um ævintýri okkar Asíutripparanna og Víkingaflippraranna úr þeim yndislega bæ Luang Prabang í Laos. ,,En hver er það sem í þetta sinn situr að skrifum"? er það sem þið eflaust veltið fyrir ykkur að svo stöddu. -
Það er nú bara hún GuðnýGígja, en þið...þið megið kalla mig Fílaknapann mikla.
![]() |
Fílaknapinn mikli! |
Pálmi Snær sagði ykkur frá því í síðasta bloggi að eftir stuðið í Vang Vieng tókum við rútu til LuangPrabang. Við þrjú sátum saman aftast í Mini-rútunni okkar og spjölluðum mest allan tímann (Með tilheyrandi háværum upphrópunum og hlátrasköllum...þar sem þetta voru jú...við.) En þess á milli vorum við í mjög týbískum bílaleik sem við á mínu heimili köllum ,,Hver er maðurinn"og virkar þannig í grófum dráttum að einn velur eina persónu í huganum og hinir reyna að finna út hver persónan sé með hinum ýmsu spurningum..og það sem gerir leikinn að algjörri snilld, er að tíminn flýgur mjög auðveldlega=) En jæja, eftir nokkrar klukkutíma af spjalli og bílaleiknum góða ætluðum við Klara að tengja Ipodinn hennar við tölvuna mína og horfa á myndina I love you man sem Klara hafði aldrei séð!?! :O Þegar ég uppgötvaði það, mér til skelfingar leist mér náttúrulega ekkert á málið og skipaði henni auðvitað að horfa á hana og það hið snarasta!...En reyndar með því skilyrði að ég fengi að horfa með:) Eftir að hafa tengt Ipodinn í tölvuna og horft á svona 30 sekúndur af myndinni komst Klara að því að hún var ekki alveg með maga í að horfa á tölvuna í þessari hasar-rúrferð. Pálmi ákvað þá að koma í hennar stað og við systkinin horfðum á myndina ...meeeð tilheyrandi hlátrasköllum! Úff, var búin að gleyma því hvað mér fannst hún ógeðslega fyndin.
![]() |
Hrikalega fyndin mynd!=) |
Fólkið í rútunni var held ég farið að líta á okkur hornauga þar sem við höfum eflaust haldið vöku fyrir einhverjum. - Vúbbs=) Þegar myndinni var lokið snéri ég mér að Klöru og tilkynnti henni það að ég ætlaði SAMT að horfa á hana líka með henni þegar hún myndi gera það! ...hún samþykkti það jú, en mér til skelfingar leit hún út eins og útúr dópaður uppvakningur með blóðhleypt augu og slef niður á maga. - Greyið hafði þá ekki alveg verið að meika kröppu beyjurnar í háfjöllum Laos og var búin að vera með hausinn út um gluggann til að fá frískt loft allan tímann:/ -Já, svona er þetta stundum hérna í Asíunni gott fólk, ekki ALLTAF dans á rósum!...en samt oftast;)
![]() |
Hún leit sirka svona út. - Nema aðeins minna blóð og meira slef. |
Við vöknuðum snemma daginn eftir, ég hringdi á rútubílastöðina og athugaði hvort þau hefðu eitthvað heyrt um gleymda tölvu, en ég fékk lítið sem ekkert úr því samtali svo við brunuðum með Tuk-tuk kagga á rútubílastöðina. Það voru svona 100 alveg eins Mini-rútur á staðnum EN til allrar hamingju var okkar sá eini sem var öðruvísi á litinn þannig að við þekktum hann! Við hlupum að bílnum og reyndum að útskýra fyrir nývöknuðum, mjög svo úldnum bílstjóranum að tölvan okkar ætti að vera inn í bílnum. Hann kannaðist nú ekkert við málið en fór samt aftur í bílinn og hóf leitina. Spennan var mikil og magnaðist með hverri sekúndunni sem leið. Ég var farin að tipla á tánum með lokuð augun, haldandi fyrir eyrun, dauðhrædd um að fá slæmar fréttir. En viti menn- tölvan fannst! Hún hafði þá einhvernveginn troðist á milli sætanna. - Ó, hve hamingjusöm við vorum!!! Við nánast knúsuðum bílstjórann!.. sem við hefðum eflaust gert hefði hann ekki verið svona úldinn! -Hann virkaði mjög andfúll. (Gáfum honum samt dágott þjórfé í gleðivímunni;)) Það sem var líka svo gaman var hve allt fólkið í kring um okkur samgladdist okkur, allir þvílíkt ánægðir fyrir okkar hönd:) - Við trippararnir og auðvitað flippararnir valhoppuðum í burtu með gleðitárin í augunum og tókum okkur Túkkara heim á hótelið fína. (Lingóið okkar fyrir Tuk-tuk...svo menn sé með á nótunum;)) Við fengum okkur innifalda morgunmatinn okkar þegar við mættum á svæðið. Klukkan var að ganga 9 og check out tími var kl. 12.00. Við ákváðum að fyrst við vorum í þessu fína herbergi að njóta þess og leggjast aðeins upp í rúm og kúra við flatskjáinn fína;) En á meðan við vorum að gæða okkur á morgunmatnum hverfur Klara í smástund og við systkinin höldum áfram að snæða, héldum að hún væri á klósettinu. Hún kemur síðan til baka með krúttlegt prakkarglott á vörum sér og segir ,,Heyriði, við erum bara að fara gista aðra nótt hér!" Ég vissi ekki alveg hvað ég átti að halda en það eina sem mér datt í hug var að hótelstarfsmennirnir hefðu safnað í púkk og ákveðið að bjóða okkur eina auka nótt því við værum svo sæt. - Það var nú reyndar ekki raunin í þetta sinn (en bíðiði bara) en hún Klara var svo óendanlega ástfangin af sturtunni og bara öllu herberginu og henni fannst við ekki hafa náð að njóta augnabliksins nógu vel í herberginu út af öllu stressinu varðandi tölvuna (og því hún var hálfslöpp ennþá eftir bílferðina ógurlegu í fjallabeygjunum miklu) að hún ákvað að bjóða okkur systkinum upp á eina nótt í viðbót í lúxusnum. (Ég tek það fram hér og nú að þetta var ekkert ALGJÖR svíta heldur bara nokkuð mikið flott miðað við það sem við þaulvönu bakpokararnir erum vön að sætta okkur við, þetta kostaði rúmar 3000kr, ein nótt.) Við Pálmi reyndum nú eitthvað að þræta fyrir það og fannst hálfkjánalegt að hún myndi borga fyrir okkur en það þýddi ekkert enda hún harðákveðin stúlkukind. Þannig það var nú ekkert annað í stöðunni en að njóta herbergisins, sem og við gerðum:) Við vorum lítið að hata það að geta farið að sofa aftur í stóru, (mig langar að segja mjúku sem var bara ekki raunin..og hefur ekki verið neins staðar þar sem við höfum verið. -þeir fíla það greinilega hart hérna í Asíunni!) fínu rúmunum okkar. Við sváfum/kúrðum í fyrsta sinn í ferðinni fram yfir hádegi en þá fór ferðalanginn í manni að tala og við drifum okkur út á vit ævintýranna. - Í þetta sinn voru ævintýrin nú reyndar ekki merkilegri en það að við fórum að leita að nýrri myndavél til að koma í stað þeirrar sem er smá veik eftir oggu slys í ánni í VangVieng:/ Við mældum hana og hún er með 40 stiga blautu sem virðist ekkert vera á niðurleið. Við ætlum að senda hana beinustu leið til læknis þegar við komum heim! Við höfum trú á þessu. -Við Klara spottuðum Japanskan veitingastað sem að sjálfsögðu bauð upp á Sushi, okkur til mjöööög mikillar ánægju en vakti ekkert svakalega mikla lukku hjá honum Pálma Snæ. Hann fór þá bara á veitingastaðinn á móti og fékk sér pizzu.
Við hittumst síðan eftir matinn og fórum að leita að gistiheimili til að dvelja á næstu nætur. Fyrsta gistihúsið sem við löbbuðum inn á varð fyrir valinu en þar fyrir utan hittum við vinkonu okkar úr Mini-rútunni þar sem hún sagði okkur að þetta væri hið fínasta gistiheimili og tók það fram að sturtan væri geðveik! Hún sagði okkur líka að hún og tvær aðrar stelpur/konur sem voru í rútunni með okkur væru að deila saman herbergi (því það er jú ódýrara). Eftir að hafa pantað herbergið fyrir morgundaginn og næstu daga var næsta mál á dagskrá að kíkja á ferðaskrifstofur og athuga með allskonar ferðir sem hægt væri að fara í. Á leiðinni hittum við stelpurnar úr rútunni sem voru að deila saman herbergi sem þær sögðu okkur að þær hefðu rétt í þessu verið að panta sé einka mini-van sem myndi keyra þær að fossunum (sem er mjög vinsæll túristastaður á svæðinu) og í einhver þorp í kring og það voru bara 10 dollarar á mann. Þær buðu okkur að vera með og við tókum því boði opnum örmum.
Um kvöldið fengum við okkur að borða við ána sem var þvílíkt kósý og fórum síðan bara beint upp á hótelherbergið fína og fórum snemma í háttinn.
Kósý veitingastaður:) |
Daginn eftir hittum við stelpurnar þrjár, þær Amy frá Kanada, Sam frá Frakklandi og Gemma frá Írlandi. Ein önnur hafði bæst í hópinn en það var hún Katja frá Hollandi. Við fórum saman í einka rútuna okkar og keyrðum beinustu leið að fossunum. - Þetta var afar falleg sjón svosem en við víkingarnir vorum nú öll sammála um að þetta ætti ekki roð í fossana og náttúruundrin sem við eigum heima hjá okkur=) Það sem heillaði okkur mest var umhverfið í kringum fossin sem var öðruvísi en við eigum að venjast en fossin var þakinn skóglendi. Það sem líka var svolítið mikið fallegt var hve laugarnar í kringum fossana voru ljósbláar og tærar. Á sumum stöðunum mátti synda í laugunum en á öðrum stöðum stóð skýrt og skilmerkilega á skiltum "DO NOT SWIMMING AREA!" , eða "DON'T SWIMMING AREA!"
Skýr skilaboð! |
Á einum staðnum þar sem mátti synda var kaðall úr einu trénu þannig þeir sem vildu gátu sprangað sér ofan í ískalt vatnið. Klara og Pálmi létu til skarar skríða en ég ákvað nú bara að festa hasarkroppana á filmu gera það sem þau gera best... vera kroppar! - Já og spranga! ;)
Kroppur eitt að spranga. |
Kroppur tvö að spranga! |
Kroppur eitt að kroppast;)- hehe |
Eftir þetta ævintýri keyrðum við aðeins um og stoppuðum í einu pínulitlu þorpi sem við löbbuðum og skoðuðum okkur um og dáðumst af litlu krúttlegu börnunum sem reyndu í gríð og erg að selja okkur hina ýmsu hluti. Við keyptum öll einhvað smá, armbönd og svona en langaði helst að kaupa af öllum, þau vorum svo sæt=)
Um kvöldið mæltum við okkur mót með rútufélögunum okkar og áttum við mjög indæla kvöldstund saman. Þegar við biðum eftir matnum kenndi Amy okkur æðislegan leik sem virkar þannig (ég veit, annar leikurinn sem ég útskýri hérna í einu bloggi) að maður á að segja einn lítinn hlut sem gleður mann, eins og t.d. "Ég elska lyktina af nýslegnu grasi", eða "Ég elska þegar ég fæ gæsahúð við að hlusta á góða tónlist". Síðan gengur þetta hringinn, mjög róandi en glaðlegur leikur=)
Pálmi umvafinn kvenmönnum að vanda;) |
Næsta dag leigðum við Klara okkur hjól og hjóluðum um bæinn með stoppi í hofi sem heitir Wat Xien Thong ..... og auðvitað áttum við viðkomu á Japanska staðnum þar sem við gæddum okkur á ljúffengu Sushi-i- Hvað annað? ;) Pálmi ákvað að vera bara heima því hann var eitthvað slappur. Um kvöldið kíktum við á næturmarkaðinn sem var í götunni alveg við gistiheimilið okkar. Æðislegur markaður, allt svo snyrtilegt og hreint og svona svolítið ólíkur þeim marköðum sem við höfum farið á. - Það þyngdist aðeins bakpokinn hjá okkur dömunum eftir þessa markaðsferð... En það er allt í lagi, við erum jú víkingar... og ráðum sko alveg við'edda!
Þegar við vöknuðum snemma daginn eftir var komið að því! Við vorum að fara að gerast fílahirðar í einn dag! :) Við pöntuðum þessa ferð fyrsta daginn okkar í LuangPrabang og vorum orðin nokkuð spennt. Þegar við komum á staðinn sem var nokkurn spöl fyrir utan bæinn fengum við að fara á bak, tveir á einn fíl í svona sæti sem er fest ofan á bakið á þeim, síðan sátu Mahout-arnir (fílahirðarnir) á hálsinum og stýrðu með orðum og handa-og fótahreyfingum.
Sest í á bak á konungsstólinn;) |
Pálmi og Klara fóru saman á einn fíl en ég fór með strák frá Kananda sem heitir Alex. Þetta var svaka upplifelsi og mér fannst fyrst eiginlega bara nokkuð mikið scary að sitja bara í sætinu en síðan bauð Mahoutinn okkar Alex að skipta við sig. Hann var ekki lengi að svara því játandi og skellti sér á hálsinn. "Djöfull er þessi klikkaður maður", hugsaði ég... en síðan leit ég í kringum mig og sá að Pálmi var líka kominn á hálsinn á sínum fíl...sem var víst stærsti fíllinn á svæðinu!
Pálmi Snær orðinn fílaknapi. |
Við vorum ekkert smá hugrakkar og mér leið eins og ég hefði aldrei gert neitt annað þetta var mér svo náttúrulegt... Ég var ósigrandi!!!.... Var það sem ég hélt, því annað kom á daginn! Þegar við komum að litlu þorpi keyrði bíll fram hjá okkur sem átti eitthvað erfitt með að komast upp malaða brekkuna og spólaði smá, þá varð fílnum mínum (sem hét Pancake) ekki um sel og bakkaði og hristi á sér hausinn! Næsta sem ég veit er þegar ég ligg á bakinu, náði ekki andanum og hélt að þetta væri mitt síðasta! -Án djóks!... ég vissi ekki neitt ég var svo hrædd! Ég barðist við það að ná andanum og ég held ég hafi sagt í sífellu "mamma, mamma..aaa...ég get'idd ekki", en síðan hlupu svona 7 fílahirðar að mér og hjálpuðu mér að standa upp og spurðu hvort ég vildi fara á spítala. Ég vissi ekki neitt, var ennþá bara að berjast við að ná andanum og athuga hvort ég gæti labbað. Pálmi og Klara voru nokkrum fílum fyrir aftan mig þannig þau sáu ekki hvað gerðist. Síðan heyrðu þau allt í einu "she fell off", og sáu mig þá standa eins og ég veit ekki hvað á götunni. Pálmi hoppaði niður af fílnum og knúsaði stóru systur sína ...sem auðvitað brást í grát! Hehe. -Víkingar sko mega stundum gráta. ;) - Eftir svolítinn tíma að reyna labba eðlilega áttaði ég mig á því að ég þyrfti ekki að fara á spítala, ekkert var brotið en ég fékk sár á hægri ökklan og var mjög illt í hægri rasskinninni sem úr varð óþægilegur sársauki í allri löppinni. Mér og Pálma var skutlað á undan hinum og ég fékk rosa góða aðhlynningu og að viðbrögðum allra í kring var auðséð að svona óhapp gerðist ekki oft hjá þeim, sem betur fer:) Mamma Alex var líka þvílíkt góð við mig og notaði einhverja massa "healing-krafta" sem virkaði bara nokkuð vel. Ég róaðist allavega alveg niður og leið mikið betur:) Hehe.
Healing process í gangi;) |
Jæja, nóg að þessu drama, ég er enn á lífi, nema bara reynslunni ríkari. Ég meina, ,,ég hef dottið af fílsbaki", er meira en margir geta sagt;)
Við borðuðum síðan ljúffeng steikt hrísgrjón með kjúlla í boði ferðarinnar og fórum síðan að læra skipanirnar fyrir fílana. Dæmi: Bún-bún (skrifa þetta eins og við sögðum þetta) sem þýðir sprautaðu (þegar verið er að baða þá), Bæ sæ- farðu til vinstri, bæ kva- farðu til hægri og Há sem þýðir stop. Við fengum líka Mahout-búninga og fórum svo að gefa fílunum að borða. Eftir það var komið að því að sitjast aftur á fílsbak og stýra sjálf. Ég ætla ekkert að ljúga að ykkur, en ég skalf öll og var mjög stressuð. En mér fannst þetta bara svo gaman að ég vildi ekki missa af fjörinu og sitja bara í sætinu! Ég skellti mér þá einn fílinn (Mahout-inn sat þá á stólnum til öryggis eins og hjá öllum hinum) og fór af stað. Eftir svona 12 metra bað ég hann um að stoppa og skipti við Mahout-inn. Ég skálf svo mikið að ég gat ekki haldið mér nógu fast. Ég settist þá í stólinn frekar fúl með sjálfan mig. Við fórum í gegnum skóginn og allir voru að stýra sjálfir, nema ég og mamma Alex sem sat eins og drottning á fílnum fyrir aftan mig. Síðan komum við að vatni og þá var komið að því að baða fílana. Harðjaxlinn ég ákvað þá að taka mér tak og skellti mér hálsinn...og sé sko ekki eftir því! VÁ hvað þetta var gaman! Get eiginlega ekki lýst því með orðum! =D
Skemmtilegt!=) |
Síðan fórum við upp úr og þurftum að labba í gegnum skóginn í svona 20 mín. Ég var ennþá á hálsinum en leist samt ekkert á blikuna þegar við byrjuðum að labba. En ég þraukaði, enda leiddist mér bara að sitja í stólnum því þegar maður var búinn að prófa hitt þá var stóllinn ekkert spennandi. - Við kvöddum síðan fílana okkar og Mahout-ana og næst á dagskrá var að tube-a niður ána sem við böðuðum fílana í. Eftir það löbbuðum við í gegnum þorpið sem var þarna í kring og sáum þá litla kapellu. Inn í kapellunni voru nokkrir munkar að biðja saman. Við erum alltaf rosalega mikið að pæla í munkunum sem við sjáum út um allt og langar svo að vita meira um þetta munkalíf. Við komumst skrefinu nær því að fræðast um munkana þegar okkur var boðið að vera með í athöfninni, krjúpa á hnén í kapellunni og fylgjast með. Okkur fannst það ótrúlega skemmtileg upplifun=) - Um kvöldið mæltum við okkur mót með fólkinu sem var með okkur í ferðinni um daginn, Alex frá Kanada, mömmu hans Rose og vini hennar Peter sem Alex kallaði alltaf Papa Pete! -Við komumst síðan að því að hann væri guðfaðir hans:)
Við vöknuðum síðan snemma daginn eftir og fórum með bát upp Mekong ána í ca. 9 tíma þar sem við ,,millilentum" í litlum bæ að nafni Pak Beng þar sem við þurftum að gista til að komast til Huay Xai.
Við vöknuðum þess vegna líka mjög snemma næsta morgun til að taka jafnlanga bátsferð á Mekong ánni miklu þar sem við lentum í Huay Xai um 6 leytið. Það var mjög skemmtilegt að mæta á bryggjuna í Huay Xai og horfa yfir til Tælands þar sem voru aðeins um það bil 500 metrar á milli Laos og Tælands akkúrat á þessum stað:) - Pálmi vill meina að hann hafi fundið prumpulykt Tælendinganna yfir ána. - Við löbbuðum svo í svona 40 mín í leit að gististað sem að lokum fannst og eftir það tjékkuðum við okkur í Gibbon-ferðina miklu sem við höfðum skráð okkur í fyrir nokkrum mánuðum:) Í næsta bloggi segir Klara ykkur frá því mikla ævintýri! - Sja-la-la-la-laaa...Ævintýri enn gerast! ;)
Jæja, já... Þá held ég að ég sé búin að segja nóg í bili:) Næsta blogg verður gjöggjað! Bíðiði spennt!;)
Ég er farin að reyna að sofa og ekki fríka út yfir öllum pöddunum í lestinni sem við erum í á leiðinni til Bangkok.. En meira um það síðar;)
Saybadee,
-Fílahirðirinn mikli
He he frábært komment hjá Klörumömmu! GígjuSnæsmömmunni vöknaði nú bara um augun (eins og svo oft áður) af því að hún var ekki viðstödd til að hugga ,,Fílaknapann mikla". En mikið er nú gott að litli bróðir tók það að sér. Þið eruð frábær og ég segi það enn og aftur: ,,Mikið er gaman að lesa þessi skemmtilegu blogg."
ReplyDeleteÞarna skín harðjaxlin í gegn sem þú hefur úr hlaðeyrarættinni.. hehe
ReplyDeleteSkemmtilegt blogg hjá þér þar sem maður dettur í ævintýraheiminn hjá ykkur... síðan ranka ég við mér í skítakulda út á sjó.
Bestu kveðjur
Palli frændi