Monday, February 28, 2011

Gibbon Experience - Ævintýri í frumskógum Laos


Ok guys! Ég var búin að vera í svona klulla að rembast við að byrja þetta blogg... helvítis vesen! Málið er að ég var dottin í alveg aaagalega flúraðar lýsingar af Gibbon ferðinni okkar en svo fattaði ég bara að þetta væri kjaftæði! Það er nefnilega ekki hægt að lýsa þessu með orðum - án djóks, þetta var bara of kúl :)  Þess vegna ætla ég bara að henda inn hérna fyrir neðan tölfræðilegum staðreyndum sem þið þurfið að hafa alveg á hreinu  þegar þið lesið bloggið...gangi ykkur vel! :)


  • Meðalhæð zip-línanna: 300 metrar.
  • Lengsta zip-línan: 500 metrar. (Hellú! Hálfur kílómetri, djafell er það öflugt!)
  • Hæð trjáhúsanna yfir jörðu: 150 metrar.
  • Við tókum fullt af kúl myndböndum sem við hlöðum smátt og smátt inn á Youtube... stay tuned!


Fyrst þetta er komið á hreint þá er okkur ekkert að landbúnaði og við getum hafið ferðasögu Gibbon-svaðilfararinnar!  Við vorum semsagt búin að heyra af þessum ferðum löngu áður en við lögðum af stað til Asíu í gegnum vini og kunningja og lesa okkur til á netinu.  Það tók okkur ekki langan tíma að átta okkur á því að þetta væri eitthvað sem við vildum ekki missa af.  Það sem við vissum fyrirfram var að þetta væri 3 daga ferð inn í frumskóg í Laos þar sem gist væri 2 nætur í sitthvoru trjáhúsinu.  Dögunum væri eytt í að kanna skóginn gegnum net af zip-línum sem eru massívir vírkaplar sem strengdir eru yfir dali skógarins í hundruð metra hæð!  Við pöntuðum ferðina með góðum fyrirvara og kynntum okkur m.a.s. hið margrómaða fyrirbæri Pay-Pal til að láta strauja plastið hennar Guðnýjar Gígju fyrir ferðina.  Og já, það er kannski rétt að árétta að þetta nafn, Gibbon, kemur frá apategund sem býr í skóginum en fyrirtækið heitir einmitt Gibbon Experience.  Þeir taka þó skýrt fram (eins og hvalaskoðunarfyrirtækin heima) að þeir ábyrgist ekki að þú sjáir Gibbon apa:)

Það er ekki svo oft sem trippararnir skella sér í sokka! :) Í þetta skiptið voru keypt glæný pör til að verja okkur frá pöddum í skóginum.  Svona vorum við flott í upphafi ferðar.


 Þessar ferðir komu til þegar náttúruverndarsamtök sem heita Animo Project byrjuðu að vinna að verndun dýraríkisins í skóginum í kringum þann tíma sem við trippararnir vorum að koma í heiminn.  Mikið var um veiðiþjófnað og margar dýrategundir í hættu.  Samtökin brugðu á það ráð að byrja að borga veiðiþjófunum meira en þeir höfðu upp úr þjófnaðinum til þess að gerast verndarar skógarins. Fljótlega byrjaði svo skipulögð ferðamannastarfsemi á þeirra vegum á svæðinu til þess að afla fjár fyrir samtökin.  Síðan voru trjáhýsin byggð, zip-línurnar settar upp og Gibbon Experience sett í gang.

En, nóg af þessu froðusnakki og að ferðasögunni! Guðný Gígja skildi við ykkur í síðasta bloggi þar sem við vorum nýkomin úr bátnum í Huay Xai og búin að finna okkur gistingu.  Næsta mál á dagskrá var að ,,tékka okkur inn" í ferðina, en við áttum að mæta á skrifstofu Gibbon ferðarinnar kvöldið fyrir brottför.  Þar tók á móti okkur heilmikill pappír sem við áttum að lesa og skrifa svo skýrt og skilmerkilega undir.  Ég verð þó að viðurkenna að það fór eilítið um okkur við þennan lestur enda var fyrirtækið að fría sig ábyrgð á allskonar mögulegum óhöppum sem talin voru upp í samningnum.  ,,Uuuu... er einhver séns á því að björn éti mann?" var til dæmis ein spurningin sem vaknaði hjá bjarndýralausum Íslendingum við lesturinn.  En, við drógum upp pennana líkt og forferður okkar drógu upp sverðin forðum og létum pappírinn hafa það.  Skelltum múttunum niður sem emergency contact og fengum svo smá upplýsingar um hvað við þyrftum að hafa með okkur í ferðina og héldum síðan af stað í leit að kolvetnaríkum kvöldverði.

Jii... erfitt að sjá það í svona glataðri upplausn en hún Guðný Gígja er fljúgandi á zippinu á þessari mynd.  Pínulítill appelsínugulur punktur fyrir miðju!


Við mættum aftur á Gibbon skrifstofuna kl 8 morguninn eftir.  Þar horfðum við á myndband sem kynnti verkefnið sem er í gangi í skóginum fyrir okkur en einnig var öryggismyndband mikið og gott.  Í því var til dæmis beðið um að þeir sem væru með ,,wild and crazy hair" settu það í tagl eða fléttu.  Ég vil ekkert vera að fullyrða um hvort að þessi hugtök eigi við góðvinkonu mína frá Patreksfirði en ég get allavegana sagt ykkur það að hún byrjaði strax að fikta við hárið á sér :)

Við héldum þá af stað í um 2 tíma jeppaferð út í sveit.  Það voru 8 manns í hópnum og 6 af þeim sátu á bekkjum á pallinum á jeppanum en einhverjir 2 fengu að sitja inn í bíl.  Ég vil síður vera að nefna einhver ákveðin nöfn í því samhengi en get sagt ykkur að það voru einhverjar undurfagrar dömur sem sváfu vært inni í bílnum næstu 2 tímana.

Að bílferðinni lokinni vorum við komin að litlu þorpi í skógarjaðrinum.  Þar græjuðum við okkur upp og héldum svo í sirka 2 tíma kraftöngu inn í skóginn.  Á leiðinni kynntumst við hópnum okkar sem virtist strax vera hið besta fólk.  Auk okkar voru þrír vinir frá Belgíu, tveir strákar og ein stelpa, og svo tveir gaurar til viðbótar, annar frá Hollandi en hinn frá Kanada.  Við vorum yngst í hópnum en þau hin svona 22 til 26 ára gömul. Við kynntumst líka guidunum okkar tveim sem fylgdu okkur mestmegnis í ferðinni.  Þeir voru auðvitað frá Laos og uppaldir í og í kringum skóginn.  Því miður voru þeir ekki alveg nógu sleipir í enskunni svo við gátum ekki spjallað mikið við þá en þeir stóðu sig eins og hetjur í látbragðsleik :)

Souneng - annar guidanna okkar.


Eftir kraftgönguna komum við að fossi og smá vatni þar sem hinir hugrökkustu skoluðu af sér svitann.  Eftir það fengum við í hendurnar belti og tryggingartól sem hvert og eitt fékk til umráða næstu daga.  Eftir ítarlega skoðun samkvæmt gæðastöðlum Kolbeins fékk búnaðurinn grænt ljós og við vorum meira en tilbúin í fyrstu zip-línuna!  ÚLLALLA!!! :)

Fyrir áhugasama - hjólið.  Skemmtilegt fyrirkomulagið með bremsuna :)  Að auki vorum við með öryggislínu úr beltinu okkar sem klippt var upp á vírinn með karabínu fyrir aftan hjólið.

Enn og aftur víkingast Pálmi Snær í skítköldu vatni.  Bara svona okkar á milli þá skil ég þennan gaur ekki stundum ... hann hoppar allstaðar útí skítkalt vatn þarsem hann getur og þess á milli borðar hann svo sterkan mat að hann svitnar og grætur. Geggjað...? :)


Eftir að hafa hert á öllum ólum vel og vandlega smelltum við á okkur bakpokunum og hönskunum sem við höfðum fjárfest í í Huay Xai.  Við höfðum heyrt að gott væri að hafa vinnuhanska ef maður skyldi þurfa að draga sig inn á enda línunnar og komu þeir reyndar í mjög góðar þarfir í ferðinni. En já - fyrsta zip-línan!  Alla-malla!  Það voru misjafnar tilfinningar sem fóru um hópinn á þessum tímapunkti.  Sumir höfðu viðurkennt að þeir væru lofthræddir og m.a. komnir til að sigrast á óttanum, aðrir voru adrenalín-óðir og enn aðrir mjög spenntir fyrir náttúrunni.  En öll áttum við það sameiginlegt á þessari stundu að vera smá stressuð.  En - eins og vitur maður sagði mér einu sinni fyrir mjög mikilvægan körfuboltaleik: ,,Stress er bara eftirvænting til að gera vel!" :)

Nú get ég bara talað fyrir sjálfa mig en þegar ég prílaði upp á pallinn og klippti mig í línuna horfði ég yfir dalinn fyrir framan mig.  Næst mér var nú ekki svo langt niður en þegar leið á línuna var hæðin orðin frekar mikil.  Það var ekkert annað í stöðunni en að skutla sér bara af stað (eftir að hafa double-tékkað tryggingarnar auðvitað!) og njóta lífsins!  Og vá - ég fann strax að þetta var eitthvað sem ég væri meira en til í að eyða næstu dögum í að gera!  Loftið svo frískt, útsýnið ótrúlegt og adrenalínið flæddi um líkamann.  Ást við fyrsta pruf!!!

Sjúmleh að fara af stað!


Við héldum áfram gegnum skóginn með því að zip-lina og labba til skiptis.  Tókum nokkrar línur þangað til við vorum komin í fyrra trjáhúsið okkar.  Guidarnir skildu okkur þar eftir, sögðu okkur bara hvenær maturinn kæmi og að við gætum zippað eins og við vildum þangað til! Eftir að hafa dáðst að híbýlunum og tekið af okkur bakpokana skelltum við okkur af stað á línunum í kringum trjáhúsið.  Guidarnir voru búnir að útskýra fyrir okkur hvert hver lína lægi og hvernig við kæmumst aftur í húsið.  Við vorum svo komin aftur í tæka tíð fyrir kvöldmatinn.  Matarfyrirkomulagið þarna var svolítið skemmtilegt en nálægt hverju trjáhúsi í skóginum er svokallað eldhús.  Það eru litlir skógarkofar þar sem til dæmis lítil fjölskylda býr sem eldar ofan í túristana í trjáhúsinu nærri þeim.  Einhver úr eldhúsinu kemur svo með matinn í þartilgerðum ílátum á ziplínu yfir í trjáhúsið en það er auðvitað eina leiðin til að komast í húsin sem eru í um 150 metra hæð.  Nema maður sé ógeðslega góður í að klifra auðvitað :)

Góð stemming í trjáhúsinu! Fyrsta máltíðin :)


Kvöldinu eyddum við svo í skemmtilegum leikjum í trjáhúsinu.  Við lærðum nýjan skemmtilegan leik í anda Party og Co. sem hægt er að gera hvar sem er, það þarf ekki að hafa neitt nema blað og penna.  Við skemmtum okkur konunglega þetta kvöld í frábærri frumskógar-útilegustemmingu.  Á þessum slóðum dimmir auðvitað frekar snemma á kvöldin þannig að þegar við fórum í rúmið um 21 leytið fannst okkur klukkan vera orðin mjög margt :)  Dagurinn var þó búinn að vera langur og strangur (en mjög góður!) þannig að það var hrein sæla að skríða undir sæng í trjáhúsinu.  Hægt var að setja niður hálfger tjöld sem skiptu trjáhúsinu í fjögur herbergi fyrir tvo.  Tjöldin virkuðu því bæði sem skilrúm og moskítónet svo við höfðum engar áhyggjur af lágfættum gestum undir sængina til okkar... eða sko, við dömurnar kannski bara smá... en vel vopnaðar pödduspreyi sváfum við vært um nóttina :)  Eða - ok, kannski ekki alveg svo vært því maður vaknaði nú nokkrum sinnum yfir nóttina, bæði sökum einhverra hljóða í skóginum og svo líka vegna þess að dýnurnar sem við sváfum á voru fáránlega harðar - en sváfum nú vel samt! Það var allavegana mjög yndisleg lífsreynsla að fara að sofa um kvöldið og liggja og hlusta á hin ýmsu náttúruhljóð sem voru algerlega framandi okkur.  Það mætti kannski koma fram að trjáhúsið var í raun og veru ekki hús í þeim skilningi að það væru veggir, gluggar og hurðir...ehemm, þetta var meira svona pallur með þaki yfir og helvíti öflugu grindverki :)  Þarna voru nú reyndar líka klósett og sturta sem voru alveg sér kapítuli útaf fyrir sig.  Hrikalega indælt að pissa og horfa yfir skóginn á meðan... besta piss lífs míns í þessum skógi held ég barasta!  (Hingað til hafði uppáhalds pissið mitt verið ofan í ánni í Vang Vieng en þetta rúúústaði því alveg!)

En já... úr þvaginu og aftur í alvöru málsins.  Guidinn okkar vakti okkur um 8:30 morguninn eftir.  Við fengum ávexti og snarl, tókum til og zippuðum svo niður í næsta eldhús.  Þar fengum við morgunmat áður en við tókum næstu massívu kraftgöngu ferðarinnar.  Þá var á dagskrá að ganga á annað svæði í skóginum þar sem við gistum næstu nótt.  Gangan tók um 3 tíma en var enginn sunnudagslabbitúr get ég sagt ykkur.  En vopnuð vatnsflösku, astmapústi og snýtubréfi rumpaði maður þessu af með bros á vör :)  Auðvitað var mjög skemmtilegt að ganga gegnum skóginn enda fullkomlega ný flóra fyrir okkur og svo líka bara ágætt að hreyfa sig svolítið eftir nokkurra vikna pásu í þeim efnum.

Týpískur dagur hjá trippurunum... rölta um í skóginum!


Eftir labbið zippuðum við á nokkrum línum áður en við komum í næsta trjáhús.  Það var alveg jafn frábært og hið fyrra og fengum við hádegismat með fljúgandi kokki þegar þangað var komið.  Eftir matinn fórum við svo í könnunarleiðangur um þetta nýja svæði með guidunum okkar og fengum svo að zippa að vild fram að kvöldmat. Uuuuu... EKKI slæmt það! :)

Tvær gellur soldið mikið búnar á því eftir massívt labb.  Komnar í trjáhús númer 2 :)

Gæjar þurfa líka að hvíla sig!


Enn einu sinni kom maturinn fljúgandi í trjáhúsið en á þessum tímapunkti voru garnirnar farnar að gaula að mikilli alvöru.  Hingað til voru bara búin að vera hrísgrjón og hinir ýmsu réttir samansettir úr elduðu grænmeti í matinn.  Sumir úr hópnum voru ekkert svo mikið hrifnir af elduðu grænmeti og var þá mataræðið orðið heldur einhæft.  Auðvitað kom á daginn að fljúgandi maturinn var bara hið venjulega en hið laóska hnetunammi kom sterkt inn í eftirmat eins og dagana á undan :)

Kvöldið var svo bara yndislegt eins og hið fyrsta.  Við skelltum okkur aftur í leikinn góða og opnuðum flösku af sérstöku laosku berjavíni í boði Gibbon Experience.  Eftir annað gott kvöld kom önnur góð nótt sem var víst hrotulaus að Pálma hálfu ólíkt þeirri fyrri.  Ferðafélagarnir virtust mjög ánægðir morguninn eftir :)

Endalaust trjáhúsapartý!


Síðasti dagurinn var ekki eftirbátur fyrri daganna hvað fjör á ziplínunum varðar!  Við lögðum af stað úr seinna trjáhúsinu eftir morgunmatinn frekar snemma og skelltum okkur í okkar daglegu, nokkura stunda kraftgöngu.  Þá vorum við komin að nýjum ziplinum sem reyndust vera einar þær skemmtilegustu í ferðinni.  Við grátbáðum m.a.s. guidana okkar um að fá að fara aftur til baka og einn hring í viðbót - það var svo gaman :)  Þennan þriðja og síðasta dag var líka orðinn svakalegur munur á okkur víkingunum þegar við vorum að fara út á línurnar.  Fyrst um sinn settumst við varlega niður þangað til beltið tók í og lyftum svo fótunum svo við héldum rólega af stað.  En síðasta daginn tókum við okkur tilhlaup og stukkum út á línurnar eins og apar!  Aaaalgjörir Gibbonar! :D

Þrenningin sveitt og sæl í bambusskógi.

Eitt af 6 trjáhúsum í skóginum.  Við gistum ekki í þessu en þetta er það eina sem við náðum beint mynd af.  Okkar voru töluvert hærri en svipuð að gerð og þetta.

Noah frá Hollandi, Kyle frá Kanada, Kirsten og Lars frá Belgíu og Pálmi frá Klaka.  Mannskapurinn orðin pínu þreyttur en smá glaður á leið til baka niður í þorp.

Zippara-víkinga-flipparar!


Það er ekki hægt að segja annað en að við höfum kvatt zippið með tárum og andlegum loforðum um að koma aftur síðar meir á lífsleiðinni :)  Framundan var þó enn meiri kraftganga aftur niður í litla þorpið í skógarjaðrinum  þaðan sem við fórum með bíl aftur niður í Huay Xai.  Bílferðin var mjög skemmtileg en við sungum nánast alla leiðina og fengum m.a.s. útlendingana með okkur í íslenska hermisöngva.  Pálmi Snær eignaðist lítinn laoskan vin en það var svona 6 ára strákur með okkur á bílpallinum sem kúrði sig hjá Pálma á leiðinni.  Mjög krúttó :)

Lars, dúllan og Pálmi.


Eftir þessa heilmiklu ferð var erfitt að viðurkenna að við vorum því miður ekki svo heppin að sjá Gibbon apa.  Við heyrðum þó alveg nóg í þeim :)  Ég get samt sagt ykkur leyndarmál... nokkrum dögum síðar fórum við í dýragarð í Tælandi og viti menn - redduðum þessu bara þar og eyddum svona klukkutíma í að fylgjast með Gibbon öpunum sem eru ein fyndnustu dýr sem ég hef séð!


Þegar við komum aftur á hótelið reiknaðist okkur til að við hefðum brennt um 20 flöskum af Beer Lao í þessari mega kraftgöngu alltaf hreint (án djóks, þessi löbb voru ekkert grín - við vorum svo rennandi sveitt að  það var nánast detox!) þannig að við ákváðum strax að bjarga því og drifum hópinn með okkur út í smá öl.  Þetta kvöld var mikil og góð stemming í þessum litla bæ og allir fóru kátir og hressir í bólið.

Beer Lao hefur án djóks hlotið titilinn bjór ferðarinnar!

Svona rúlla Gibbonar!

Gígjan sér oftar en ekki um að halda uppi stemmingunni! :)


Daginn eftir fórum við yfir landamærin til Tælands.  Það reyndist nú ekki flóknara en að skella sér í bát í sirka 5 mínútur og draga svo upp vegabréfið.  Við áttum svo pantaðan minivan frá landamærabænum Chiang Kong til borgarinnar Chiang Mai, u.þ.b.  7 tíma akstur.  Meðan við biðum eftir bílnum eignaðist Pálmi tælenskan Muay Thai vin sem var mjög skemmtilegur.  Hann kenndi Pálma Muay Thai brögð og Pálmi kenndi honum MMA brögð og þeir horfðu saman á Muay Thai bardaga í tölvu þess tælenska.  Síðan fóru þeir að slást, allt  í mesta bróðerni samt sem áður, og  á endanum voru þeir orðnir mjög sveittir og flottir eftir að hafa rúllað um í sandinum í dágóða stund.

Fyrst var barist...


...og svo pósað!


Þegar bíllinn lagði lokst af stað kom í ljós að við vorum þau einu í þessum útúrpimpaða og bleika minivan svo við höfðum það voða gott á leiðinni, Guðný Gígja spilaði á gítarinn og við sungum og sváfum svo vært.

Pimp my minivan!

Í næsta bloggi segjum við ykkur allt frá veru okkar í Chiang Mai sem var bæði góð og viðburðarík :)
Ykkar,
Klara

Óumdeilanlega mynd Gibbon ferðarinnar!


P.S. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að segja ykkur þetta... er í raun að fara pínu hjá mér núna en eftir fund hjá víkingaflippurunum höfum við ákveðið að eftirfarandi verði að koma fram í blogginu.  Ég ætla því vinsamlegast að biðja alla þá sem finnast ekki kúkur, piss og prump fyndið að hætta lestri hið snarasta.  (Ég veit samt að enginn á eftir að hætta... þið eruð öll svo forvitin og sannleikurinn er sá að við erum öll á analstiginu og búin að vera það síðan við vorum 3 ára! :)

En talandi um uppáhalds pissið sitt...  ég átti líka uppáhalds kúkið mitt í þessari ferð!  Í blogginu var ég að segja ykkur frá því hvernig var að pissa í fyrra trjáhúsinu en þar voru einmitt hefðbundnar lagnir - allavegana á laoskum mælikvarða, en þar var hægt að sturta niður og maður gerði stykkin sín í krjúpi-klósett með vatni í.  EN - í seinna trjáhúsinu var aðeins annað fyrirkomulag en þar var einmitt svokallað krjúpi-klósett með engu vatni í, bara gati í gegnum gólfið!  Semsagt klósettgat í 150 metra hæð!  Þið getið því rétt ímyndað ykkur hvað það var hægt að gera miklar tilraunir á þyngdarhröðun á þessu klósetti...
Eitt skiptið vorum við íslensku dömurnar einar eftir í trjáhúsinu meðan hinir í hópnum voru að zippa og undirrituð ákveður að bregða sér afsíðis til að hægja sér.  Guðný Gígja góðvinkona mín biður hin rólegasta frammi þar til mikill smellur heyrist neðan úr skóginum.  Þetta hafði verið hæsta kúkahljóð lífs míns!  Því miður hafði ég klippt of snemma og því var von á meiru... Guðný Gígja hallar sér því makindalega fram yfir handriðið og tilkynnir mér svo hátt og snjallt að hún hafi gert gott betur en að heyra í næsta... hún hafi líka séð hann!!! :)

Sunday, February 20, 2011

Luang Prabang í Laos, dagana 5.-9. febrúar.

Endilega kíkið á Youtube og skoðiði Vídjóbloggin okkar! -  http://www.youtube.com/user/gudnyg?feature=mhum


(Blogg skrifað í lest á leiðinni til BangKok frá Chaing Mai í Tælandi þann 20. febrúar)



Jæja kæru lesendur.  Í dag fáiði að lesa um ævintýri okkar Asíutripparanna og Víkingaflippraranna úr þeim yndislega bæ Luang Prabang í Laos.  ,,En hver er það sem í þetta sinn situr að skrifum"? er það sem þið eflaust veltið fyrir ykkur að svo stöddu. -
Það er nú bara hún GuðnýGígja, en þið...þið megið kalla mig Fílaknapann mikla.

Fílaknapinn mikli!


Pálmi Snær sagði ykkur frá því í síðasta bloggi að eftir stuðið í Vang Vieng tókum við rútu til LuangPrabang.  Við þrjú sátum saman aftast í Mini-rútunni okkar og spjölluðum mest allan tímann (Með tilheyrandi háværum upphrópunum og hlátrasköllum...þar sem þetta voru jú...við.) En þess á milli vorum við í mjög týbískum bílaleik sem við á mínu heimili köllum ,,Hver er maðurinn"og virkar þannig í grófum dráttum að einn velur eina persónu í huganum og hinir reyna að finna út hver persónan sé með hinum ýmsu spurningum..og það sem gerir leikinn að algjörri snilld, er að tíminn flýgur mjög auðveldlega=)  En jæja, eftir nokkrar klukkutíma af spjalli og bílaleiknum góða ætluðum við Klara að tengja Ipodinn hennar við tölvuna mína og horfa á myndina I love you man sem Klara hafði aldrei séð!?! :O Þegar ég uppgötvaði það, mér til skelfingar leist mér náttúrulega ekkert á málið og skipaði henni auðvitað að horfa á hana og það hið snarasta!...En reyndar með því skilyrði að ég fengi að horfa með:)  Eftir að hafa tengt Ipodinn í tölvuna og horft á svona 30 sekúndur af myndinni komst Klara að því að hún var ekki alveg með maga í að horfa á tölvuna í þessari hasar-rúrferð.  Pálmi ákvað þá að koma í hennar stað og við systkinin horfðum á myndina ...meeeð tilheyrandi hlátrasköllum!  Úff, var búin að gleyma því hvað mér fannst hún ógeðslega fyndin.
Hrikalega fyndin mynd!=)
                                         

  Fólkið í rútunni var held ég farið að líta á okkur hornauga þar sem við höfum eflaust haldið vöku fyrir einhverjum.  - Vúbbs=)  Þegar myndinni var lokið snéri ég mér að Klöru og tilkynnti henni það að ég ætlaði SAMT  að horfa á hana líka með henni þegar hún myndi gera það! ...hún samþykkti það jú, en mér til skelfingar leit hún út eins og útúr dópaður uppvakningur með blóðhleypt augu og slef niður á maga. - Greyið hafði þá ekki alveg verið að meika kröppu beyjurnar í háfjöllum Laos og var búin að vera með hausinn út um gluggann til að fá frískt loft allan tímann:/  -Já, svona er þetta stundum hérna í Asíunni gott fólk, ekki ALLTAF dans á rósum!...en samt oftast;)


Hún leit sirka svona út. - Nema aðeins minna blóð og meira slef.
Þegar við komum á áfangastað tók þessi venjulega leit eftir gististað með bakpokana, þræðandi gistihús eftir gistihús spyrjandi um hvort sé laust, hvað verðið sé og hvort sé hægt að fá þriggja manna herbergi.  Nema í þetta sinn var kl. að ganga 11 um kvöld og leitin var löng!  Ekkert var laust og samt voru ógrynni af gistihúsum allt í kring!  Á endanum gáfumst við upp á að leita að nægilega ódýru gistihúsi og tókum það ráð sem við fengum frá öðrum bakpokurum sem voru með reynslu á þessari sömu leit, að sætta okkur við aðeins dýrara í eina nótt og fara síðan rétt um hádegi daginn eftir að leyta eftir öðru, á "check out tíma".  Við enduðum á einu nokkuð fínu sem við satt best að segja vorum ekki að hata!  Sturtan var UNAÐUR!!!..og þær, kæru lesendur finnast sko ekki á hverju strái hér í Asíunni fyrir fátæka bakpokara!  - Þannig, við ákváðum bara að reyna að njóta þess!...þrátt fyrir ópheppilegt atvik sem henti okkur um kvöldið... því þegar við vorum að tjekka okkur inn á fína hótelið spyr Klara allt í einu ,, Eruð þið ekki örugglega með tölvuna?"  Ég fékk léttan sting í magann og segi síðan við hana hálf hlæjandi andi ,, Jú, einmitt;) "  ...  Hún leit alvarlega á mig og sagði ,, Nei í alvöru, eruð þið ekki með hana? Ég er ekki með hana! "  Ég hélt eiginlega ennþá að hún væri að djóka því ég vissi að ég var ekki með hana og sá að Pálmi var ekki heldur með hana!  FOKK!!  Við settumst niður í algjöru stressi og fundum þá út að hún hefði pottþétt orðið eftir í bílnum!  - Þrátt fyrir að við Klara tókum svona "safety check" áður en við fórum út úr bílnum og skönnuðum sætin okkar með ljósinu frá Ipodinum hennar Klöru til að athuga hvort við værum að gleyma einhverju.   Við eyddum þá ca. klukkutíma í anddyrinu á hótelinu þar sem við fengum að hringja í hina og þessa til þess að reyna að nálgast tölvuna.  En vandamálið var að klukkan var orðin allt of margt.   Við fengum engin svör og var  okkur aðeins sagt að hringja í fyrramálið.  Við vorum mest stressuð um að rútan sem við vorum í væri aftur farin til VangVieng en við fengum síðan þær upplýsingar að hann myndi ekki fara til baka fyrr en 9 um morguninn daginn eftir.  - Það var þá ekkert annað í stöðunni en að vakna snemma og fara á rútubílastöðina og reyna að finna rútuna sem við vorum í og VONA að það væri enginn búinn að finna tölvuna.  Við fórum því að sofa, frekar stressuð...en héldum þó í vonina. Þótt tölvan sjálf sé auðvitað verðmæti, þá var það ekki aðallega hún sjálf sem við vorum að spá í, heldur ALLAR myndirnar okkar! - Það eru verðmæti sem við viljum ekki glata! (Erum því núna byrjuð að hlaða stanslaust myndum inn á Flikcr síðu til að við eigum alltaf back-up;))

Við vöknuðum snemma daginn eftir, ég hringdi á rútubílastöðina og athugaði hvort þau hefðu eitthvað heyrt um gleymda tölvu, en ég fékk lítið sem ekkert úr því samtali svo við brunuðum með Tuk-tuk kagga á rútubílastöðina.  Það voru svona 100 alveg eins Mini-rútur á staðnum EN til allrar hamingju var okkar sá eini sem var öðruvísi á litinn þannig að við þekktum hann!  Við hlupum að bílnum og reyndum að útskýra fyrir nývöknuðum, mjög svo úldnum bílstjóranum að tölvan okkar ætti að vera inn í bílnum.  Hann kannaðist nú ekkert við málið en fór samt aftur í bílinn og hóf leitina.  Spennan var mikil og magnaðist með hverri sekúndunni sem leið.  Ég var farin að tipla á tánum með lokuð augun, haldandi fyrir eyrun, dauðhrædd um að fá slæmar fréttir.  En viti menn- tölvan fannst!  Hún hafði þá einhvernveginn troðist á milli sætanna.  - Ó, hve hamingjusöm við vorum!!! Við nánast knúsuðum bílstjórann!.. sem við hefðum eflaust gert hefði hann ekki verið svona úldinn!  -Hann virkaði mjög andfúll.  (Gáfum honum samt dágott þjórfé í gleðivímunni;)) Það sem var líka svo gaman var hve allt fólkið í kring um okkur samgladdist okkur, allir þvílíkt ánægðir fyrir okkar hönd:)  -  Við trippararnir og auðvitað flippararnir valhoppuðum í burtu með gleðitárin í augunum og tókum okkur Túkkara heim á hótelið fína. (Lingóið okkar fyrir Tuk-tuk...svo menn sé með á nótunum;))  Við fengum okkur innifalda morgunmatinn okkar þegar við mættum á svæðið.  Klukkan var að ganga 9 og check out tími var kl. 12.00.  Við ákváðum að fyrst við vorum í þessu fína herbergi að njóta þess og leggjast aðeins upp í rúm og kúra við flatskjáinn fína;)  En á meðan við vorum að gæða okkur á morgunmatnum hverfur Klara í smástund og við systkinin höldum áfram að snæða, héldum að hún væri á klósettinu.  Hún kemur síðan til baka með krúttlegt prakkarglott á vörum sér og segir ,,Heyriði, við erum bara að fara gista aðra nótt hér!" Ég vissi ekki alveg hvað ég átti að halda en það eina sem mér datt í hug var að hótelstarfsmennirnir hefðu safnað í púkk og ákveðið að bjóða okkur eina auka nótt því við værum svo sæt. - Það var nú reyndar ekki raunin í þetta sinn (en bíðiði bara) en hún Klara var svo óendanlega ástfangin af sturtunni og bara öllu herberginu og henni fannst við ekki hafa náð að njóta augnabliksins nógu vel í herberginu út af öllu stressinu varðandi tölvuna (og því hún var hálfslöpp ennþá eftir bílferðina ógurlegu í fjallabeygjunum miklu) að hún ákvað að bjóða okkur systkinum upp á eina nótt í viðbót í lúxusnum.  (Ég tek það fram hér og nú að þetta var ekkert ALGJÖR svíta heldur bara nokkuð mikið flott miðað við það sem við þaulvönu bakpokararnir erum vön að sætta okkur við, þetta kostaði rúmar 3000kr, ein nótt.)  Við Pálmi reyndum nú eitthvað að þræta fyrir það og fannst hálfkjánalegt að hún myndi borga fyrir okkur en það þýddi ekkert enda hún harðákveðin stúlkukind.  Þannig það var nú ekkert annað í stöðunni en að njóta herbergisins, sem og við gerðum:)  Við vorum lítið að hata það að geta farið að sofa aftur í stóru, (mig langar að segja mjúku sem var bara ekki raunin..og hefur ekki verið neins staðar þar sem við höfum verið. -þeir fíla það greinilega hart hérna í Asíunni!) fínu rúmunum okkar.  Við sváfum/kúrðum í fyrsta sinn í ferðinni fram yfir hádegi en þá fór ferðalanginn í manni að tala og við drifum okkur út á vit ævintýranna.  -  Í þetta sinn voru ævintýrin nú reyndar ekki merkilegri en það að við fórum að leita að nýrri myndavél til að koma í stað þeirrar sem er smá veik eftir oggu slys í ánni í VangVieng:/  Við mældum hana og hún er með 40 stiga blautu sem virðist ekkert vera á niðurleið.  Við ætlum að senda hana beinustu leið til læknis þegar við komum heim!  Við höfum trú á þessu.  -Við Klara spottuðum Japanskan veitingastað sem að sjálfsögðu bauð upp á Sushi, okkur til mjöööög mikillar ánægju en vakti ekkert svakalega mikla lukku hjá honum Pálma Snæ.  Hann fór þá bara á veitingastaðinn á móti og fékk sér pizzu.

Við hittumst síðan eftir matinn og fórum að leita að gistiheimili til að dvelja á næstu nætur.  Fyrsta gistihúsið sem við löbbuðum inn á varð fyrir valinu en þar fyrir utan hittum við vinkonu okkar úr Mini-rútunni þar sem hún sagði okkur að þetta væri hið fínasta gistiheimili og tók það fram að sturtan væri geðveik!  Hún sagði okkur líka að hún og tvær aðrar stelpur/konur sem voru í rútunni með okkur væru að deila saman herbergi (því það er jú ódýrara).  Eftir að hafa pantað herbergið fyrir morgundaginn og næstu daga var næsta mál á dagskrá að kíkja á ferðaskrifstofur og athuga með allskonar ferðir sem hægt væri að fara í.  Á leiðinni hittum við stelpurnar úr rútunni sem voru að deila saman herbergi sem þær sögðu okkur að þær hefðu rétt í þessu verið að panta sé einka mini-van sem myndi keyra þær að fossunum (sem er mjög vinsæll túristastaður á svæðinu) og í einhver þorp í kring og það voru bara 10 dollarar á mann.  Þær buðu okkur að vera með og við tókum því boði opnum örmum.
Um kvöldið fengum við okkur að borða við ána sem var þvílíkt kósý og fórum síðan bara beint upp á hótelherbergið fína og fórum snemma í háttinn.

Kósý veitingastaður:)


Daginn eftir hittum við stelpurnar þrjár, þær Amy frá Kanada, Sam frá Frakklandi og Gemma frá Írlandi.  Ein önnur hafði bæst í hópinn en það var hún Katja frá Hollandi.  Við fórum saman í einka rútuna okkar og keyrðum beinustu leið að fossunum.  -  Þetta var afar falleg sjón svosem en við víkingarnir vorum nú öll sammála um að þetta ætti ekki roð í fossana og náttúruundrin sem við eigum heima hjá okkur=)  Það sem heillaði okkur mest var umhverfið í kringum fossin sem var öðruvísi en við eigum að venjast en fossin var þakinn skóglendi.  Það sem líka var svolítið mikið fallegt var hve laugarnar í kringum fossana voru ljósbláar og tærar.  Á sumum stöðunum mátti synda í laugunum en á öðrum stöðum stóð skýrt og skilmerkilega á skiltum "DO NOT SWIMMING AREA!" , eða "DON'T SWIMMING AREA!"
Skýr skilaboð! 


 Á einum staðnum þar sem mátti synda var kaðall úr einu trénu þannig þeir sem vildu gátu sprangað sér ofan í ískalt vatnið.  Klara og Pálmi létu til skarar skríða en ég ákvað nú bara að festa hasarkroppana á filmu gera það sem þau gera best... vera kroppar! - Já og spranga! ;)

Kroppur eitt að spranga.
Kroppur tvö að spranga!
                                                                                                                                                              
Kroppur eitt að kroppast;)- hehe



Eftir þetta ævintýri keyrðum við aðeins um og stoppuðum í einu pínulitlu þorpi sem við löbbuðum og skoðuðum okkur um og dáðumst af litlu krúttlegu börnunum sem reyndu í gríð og erg að selja okkur hina ýmsu hluti.  Við keyptum öll einhvað smá, armbönd og svona en langaði helst að kaupa af öllum, þau vorum svo sæt=)

    


Um kvöldið mæltum við okkur mót með rútufélögunum okkar og áttum við mjög indæla kvöldstund saman.  Þegar við biðum eftir matnum kenndi Amy okkur æðislegan leik sem virkar þannig (ég veit, annar leikurinn sem ég útskýri hérna í einu bloggi) að maður á að segja einn lítinn hlut sem gleður mann, eins og t.d. "Ég elska lyktina af nýslegnu grasi", eða "Ég elska þegar ég fæ gæsahúð við að hlusta á góða tónlist".  Síðan gengur þetta hringinn, mjög róandi en glaðlegur leikur=)

Pálmi umvafinn kvenmönnum að vanda;)

Næsta dag leigðum við Klara okkur hjól og hjóluðum um bæinn með stoppi í hofi  sem heitir Wat Xien Thong .....  og auðvitað áttum við viðkomu á Japanska staðnum þar sem við gæddum okkur á ljúffengu Sushi-i- Hvað annað? ;)  Pálmi ákvað að vera bara heima því hann var eitthvað slappur.  Um kvöldið kíktum við á næturmarkaðinn sem var í götunni alveg við gistiheimilið okkar.  Æðislegur markaður, allt svo snyrtilegt og hreint og svona svolítið ólíkur þeim marköðum sem við höfum farið á.  -  Það þyngdist aðeins bakpokinn hjá okkur dömunum eftir þessa markaðsferð... En það er allt í lagi, við erum jú víkingar... og ráðum sko alveg við'edda!




Þegar við vöknuðum snemma daginn eftir var komið að því!  Við vorum að fara að gerast fílahirðar í einn dag! :)  Við pöntuðum þessa ferð fyrsta daginn okkar í LuangPrabang og vorum orðin nokkuð spennt.  Þegar við komum á staðinn sem var nokkurn spöl fyrir utan bæinn fengum við að fara á bak, tveir á einn fíl í svona sæti sem er fest ofan á bakið á þeim, síðan sátu Mahout-arnir (fílahirðarnir) á hálsinum og stýrðu með orðum og handa-og fótahreyfingum.

Sest í á bak á konungsstólinn;)

Pálmi og Klara fóru saman á einn fíl en ég fór með strák frá Kananda sem heitir Alex.  Þetta var svaka upplifelsi og mér fannst fyrst eiginlega bara nokkuð mikið scary að sitja bara í sætinu en síðan bauð Mahoutinn okkar Alex að skipta við sig.  Hann var ekki lengi að svara því játandi og skellti sér á hálsinn.  "Djöfull er þessi klikkaður maður", hugsaði ég... en síðan leit ég í kringum mig og sá að Pálmi var líka kominn á hálsinn á sínum fíl...sem var víst stærsti fíllinn á svæðinu!

Pálmi Snær orðinn fílaknapi.
Við fórum í gegnum skóginn en stoppuðum eftir svona 10 mínútur og var þá bæði mér og Klöru boðið að sitja í Mahout sætinu.  Klara var mjög til en ég var nú eitthvað aðeins tregari til.  Síðan fannst mér þetta bara of spennandi og skellti mér á hálsinn!  Váá , það var skrítin, mjög spennandi, skemmtileg tilfinning!

   

Við vorum ekkert smá hugrakkar og mér leið eins og ég hefði aldrei gert neitt annað þetta var mér svo náttúrulegt... Ég var ósigrandi!!!....  Var það sem ég hélt, því annað kom á daginn!  Þegar við komum að litlu þorpi keyrði bíll fram hjá okkur sem átti eitthvað erfitt með að komast upp malaða brekkuna og spólaði smá, þá varð fílnum mínum (sem hét Pancake) ekki um sel og bakkaði og hristi á sér hausinn!   Næsta sem ég veit er þegar ég ligg á bakinu, náði ekki andanum og hélt að þetta væri mitt síðasta! -Án djóks!... ég vissi ekki neitt ég var svo hrædd!  Ég barðist við það að ná andanum og ég held ég hafi sagt í sífellu "mamma, mamma..aaa...ég get'idd ekki", en síðan hlupu svona 7 fílahirðar að mér og hjálpuðu mér að standa upp og spurðu hvort ég vildi fara á spítala.  Ég vissi ekki neitt, var ennþá bara að berjast við að ná andanum og athuga hvort ég gæti labbað.  Pálmi og Klara voru nokkrum fílum fyrir aftan mig þannig þau sáu ekki hvað gerðist.  Síðan heyrðu þau allt í einu "she fell off", og sáu mig þá standa eins og ég veit ekki hvað á götunni.  Pálmi hoppaði niður af fílnum og knúsaði stóru systur sína ...sem auðvitað brást í grát! Hehe.  -Víkingar sko mega stundum gráta. ;)  -  Eftir svolítinn tíma að reyna labba eðlilega áttaði ég mig á því að ég þyrfti ekki að fara á spítala, ekkert var brotið en ég fékk sár á hægri ökklan og var mjög illt í hægri rasskinninni sem úr varð óþægilegur sársauki í allri löppinni.  Mér og Pálma var skutlað á undan hinum og ég fékk rosa góða aðhlynningu og að viðbrögðum allra í kring var auðséð að svona óhapp gerðist ekki oft hjá þeim, sem betur fer:) Mamma Alex var líka þvílíkt góð við mig og notaði einhverja massa "healing-krafta" sem virkaði bara nokkuð vel.  Ég róaðist allavega alveg niður og leið mikið betur:) Hehe.
Healing process í gangi;)



Jæja, nóg að þessu drama, ég er enn á lífi, nema bara reynslunni ríkari.  Ég meina, ,,ég hef dottið af fílsbaki", er meira en margir geta sagt;)

Við borðuðum síðan ljúffeng steikt hrísgrjón með kjúlla í boði ferðarinnar og fórum síðan að læra skipanirnar fyrir fílana.  Dæmi: Bún-bún (skrifa þetta eins og við sögðum þetta) sem þýðir sprautaðu (þegar verið er að baða þá), Bæ sæ- farðu til vinstri, bæ kva- farðu til hægri og Há sem þýðir stop.  Við fengum líka Mahout-búninga og fórum svo að gefa fílunum að borða.  Eftir það var komið að því að sitjast aftur á fílsbak og stýra sjálf.  Ég ætla ekkert að ljúga að ykkur, en ég skalf öll og var mjög stressuð.  En mér fannst þetta bara svo gaman að ég vildi ekki missa af fjörinu og sitja bara í sætinu!  Ég skellti mér þá einn fílinn (Mahout-inn sat þá á stólnum til öryggis eins og hjá öllum hinum) og fór af stað.  Eftir svona 12 metra bað ég hann um að stoppa og skipti við Mahout-inn.  Ég skálf svo mikið að ég gat ekki haldið mér nógu fast.  Ég settist þá í stólinn frekar fúl með sjálfan mig.  Við fórum í gegnum skóginn og allir voru að stýra sjálfir, nema ég og mamma Alex sem sat eins og drottning á fílnum fyrir aftan mig.  Síðan komum við að vatni og þá var komið að því að baða fílana.  Harðjaxlinn ég ákvað þá að taka mér tak og skellti mér hálsinn...og sé sko ekki eftir því! VÁ hvað þetta var gaman! Get eiginlega ekki lýst því með orðum! =D


Skemmtilegt!=)




Síðan fórum við upp úr og þurftum að labba í gegnum skóginn í svona 20 mín.  Ég var ennþá á hálsinum en leist samt ekkert á blikuna þegar við byrjuðum að labba.  En ég þraukaði, enda leiddist mér bara að sitja í stólnum því þegar maður var búinn að prófa hitt þá var stóllinn ekkert spennandi.  -  Við kvöddum síðan fílana okkar og Mahout-ana og næst á dagskrá var að tube-a niður ána sem við böðuðum fílana í.  Eftir það löbbuðum við í gegnum þorpið sem var þarna í kring og sáum þá litla kapellu.  Inn í kapellunni voru nokkrir munkar að biðja saman.  Við erum alltaf rosalega mikið að pæla í munkunum sem við sjáum út um allt og langar svo að vita meira um þetta munkalíf.  Við komumst skrefinu nær því að fræðast um munkana þegar okkur var boðið að vera með í athöfninni, krjúpa á hnén í kapellunni og fylgjast með.  Okkur fannst það ótrúlega skemmtileg upplifun=) - Um kvöldið mæltum við okkur mót með fólkinu sem var með okkur í ferðinni um daginn, Alex frá Kanada, mömmu hans Rose og vini hennar Peter sem Alex kallaði alltaf Papa Pete!  -Við komumst síðan að því að hann væri guðfaðir hans:)
Við vöknuðum síðan snemma daginn eftir og fórum með bát upp Mekong ána í ca. 9 tíma þar sem við ,,millilentum" í litlum bæ að nafni Pak Beng þar sem við þurftum að gista til að komast til Huay Xai.
Við vöknuðum þess vegna líka mjög snemma næsta morgun til að taka jafnlanga bátsferð á Mekong ánni miklu þar sem við lentum í Huay Xai um 6 leytið.  Það var mjög skemmtilegt að mæta á bryggjuna í Huay Xai og horfa yfir til Tælands þar sem voru aðeins um það bil 500 metrar á milli Laos og Tælands akkúrat á þessum stað:) - Pálmi vill meina að hann hafi fundið prumpulykt Tælendinganna yfir ána. - Við löbbuðum svo í svona 40 mín í leit að gististað sem að lokum fannst og eftir það tjékkuðum við okkur í Gibbon-ferðina miklu sem við höfðum skráð okkur í fyrir nokkrum mánuðum:)  Í næsta bloggi segir Klara ykkur frá því mikla ævintýri!  - Sja-la-la-la-laaa...Ævintýri enn gerast! ;)

Jæja, já... Þá held ég að ég sé búin að segja nóg í bili:) Næsta blogg verður gjöggjað! Bíðiði spennt!;)
Ég er farin að reyna að sofa og ekki fríka út yfir öllum pöddunum í lestinni sem við erum í á leiðinni til Bangkok.. En meira um það síðar;)

Saybadee,
-Fílahirðirinn mikli


Wednesday, February 16, 2011

Laos baaaby !

Halló halló!

 Ég vil byrja þessi skrif á því að afsaka mig.

Fyrirgefiði elsku lesendur, ég veit þið eruð búin að bíða lengi eftir bloggi, eftir bloggi sem að mun trylla ykkur, bloggi sem mun ylja ykkur um hjartarætur, bloggi sem mun gleðja ykkur og kjæta, bloggi sem mun láta karlmanni rísa hold og kvensurnar til að rífa sig úr, já kæru lesendur það er Pálmi Snær sem situr að skrifum í þetta skiptið og það má með sanni segja að þetta verður sko ekkert til að kvarta yfir.

Ég vil líka minna fólk á reglugerðina frá mínu síðasta bloggi og vil þakka fólki fyrirfram fyrir skilning á öllu kjaftæði sem mun koma fram hér.


Hr.Bloggari.


Jæja jæja, nú erum við stödd í Laos, óó kæra Laos, ótrúlegur staður í alla staði.(þetta var áður en hleðslutækið gleymdist í Luang Prabang)

Við semsagt lentum í Vientiane sunnudaginn 30.janúar  , tókum leigara niðrí miðbæ og þá tók við þetta beisikk labb með bakpokana okkar til að finna gistingu, það gekk allt með prýði enda erum við orðin atvinnumenn í þessu. Tókum daginn bara rólega, kíktum á svokallaðan sigurbogann í borginni og viti menn, við víkingaflippuðum !

Ekkert smá virðuleg við Sigurbogann!

Ég og Klara aaalgjörir víkingar að flippa ! 
Sáum í tv myndband af e-h asískum gæjum að gera rosa "stunts"...við getum það sko líka með léttum leik !

Vííkingaflipp !


Eftir svona mikið víkingaflipp þurftu trippararnir bara að slaka á, svo við förum í tveggja tíma nudd, beisikk! en greyjið stelpan sem var að nudda mig var samt sem áður svona 28kg og 120cm þannig vestfjarðarvíkingnum fannst þetta nú frekar miklar strokur á sinn ýturvaxna líkama, þrátt fyrir það ákvað ég nú að tippa stúlkuna...svona af því að hún typpaði mig, BOOM! (mamma mannstu, kjaftæðið) ;)

Kíktum svo út um kvöldið og án mikillar undrunar, fengu stelpurnar sér sushi...sem þýðir það að ég fór á eh hamborgarabúllu og fékk mér einn slíkan, djúsí, sveittan og síðast en ekki síst hollan. Tókum því svo rólega bara, kíktum í nokkra Beerlao og hlustuðum á fagra söngva Laoskra trúbadora.

Beerlao - aaaftílæ !


Morguninn eftir tók við 4 tíma rútuferð til Vang Vieng, þar var ég víst ekkert svakalega vinsæll...getum bara orðað það þannig að ég hef verið betri í maganum...og lyktin var að sögn Klöru sú versta sem hún hefur fundið. Ég vil meina að ég hafi bara aðeins verið að hrista uppí mannskapnum, voru allir svo hljóðir og slakir eitthvað, heeeh, víkingaflipp! :) .....(komin með nýtt hleðslutæki í chiang mai)

Mættum galvösk á staðinn, glorsoltin og kúl...og byrjuðum á máltíð...okkur var boðið "the special menu" sem inniheldur s.s. meðal annars  spacepizzas og spacecakes, létum það eiga sig, stelpurnar fengu sér samt sem áður bara venjulegar pizzur, glettilega hræddar samt við að þær væru eldaðar á sama stað og sveppa-pizzurnar! Guðnýgígja talar enn um að þetta hafi verið versta pizza sem hún hefur smakkað!


Tékkuðum okkur inná gistihús og tékkuðum svo á bænum...Vang Vieng er algjör túristastaður...ég fýlaði þetta samt í tætlur...hellingur að skemmtilegum bakpokurum :)  Tókum því rólega bara enduðum á að eyða kvöldinu á einum af möörgum svona "horfaásjónvarpiðogchilla" stöðum, sem allir sýndu annað hvort Friends, Family Guy eða Simpsons...við s.s. kúrðum okkur yfir Friends dálítið frameftir - kóósí !

Can we beee any more kósý ?


Morguninn eftir hittum við 2 stráka frá Svíþjóð sem við hefðum hitt áður í Viantiene og ákváðum að fara með þeim aaaað TUBA, 1,2 og unaður!...þú s.s. leigir þér svona dekkjaslöngu ferð lengst uppí á og siglir á henni niður ána, með mööörgum stoppum á skemmtilegum börum með tilheyrandi svaakalegum rólum og rennibrautum...alltof gaman !...Tjúbuðum allan daginn og hittum t.d. tvær stelpur sem voru með okkur í GAP ferðinni í gegnum Kambódíu, gjaaman. Við lentum reyndar i því óhappi að myndavélin mín blotnaði svolítið vel því að þurrpokinn sem við keyptum var eitthvað gallaður og lak...great! eeeeeen við nennum ekkert að grenja yfir því allan daginn og redduðum því bara :)

GuðnýGígja með Jens og Hannes frá Svíþjóð!

Víkingaflipp í Tjúúúbing !

Gígja og Klara að tjúba, töffarar :) 
GuðnýGígja með starfsmönnum AirAtlanta(amma svanhvít, þau báðu að heilsa) ;)


Næsta dag gerðum við í rauninni bara það nákvæmlega sama, fyrir utan það að hún Klara elskan var ponsu veik(ég segi nú bara eins gott að það var ekki svona gólfklósett("splatter") á gistiheimilinu það hefði orðið meeeessy) ;) en allavega hún var eftir heima og ég og Gígja fórum bara tvö, það var líka mjög gaman, þrátt fyrir fjarveru ungfrú kúkasprengju :)

Jeij !


(Hér kæri lesandi sönglar þú "Á fyrsta degi jóla")
 Á þriðja degi VangVieng  kváði kúk'sprengjan:
 "Mig langar líka að tjúúba aftur!"
Svooooo við hunskuðumst
 í ána fínu með kroppana flottu,
 þannig viiiið svöööömluðum......

-Takkfyrirtakk!-



Morguninn eftir vökuðum við dauðþreytt og skelltum okkur í rútu til Luang Prabang í Laos, faaallegur staður, Klara var samt litla barnið alla leiðina því vegurinn var dáááldið mikið sikksakk og var hún því soldið bílveik...og já það sprakk tvisvar á leiðinni, stuuuuuð!

En ég ætla að segja þetta gott í bili.

Kveðja frá Chaing Mai í Tælandi!
PlammPlamm :)