Ok guys! Ég var búin að vera í svona klulla að rembast við að byrja þetta blogg... helvítis vesen! Málið er að ég var dottin í alveg aaagalega flúraðar lýsingar af Gibbon ferðinni okkar en svo fattaði ég bara að þetta væri kjaftæði! Það er nefnilega ekki hægt að lýsa þessu með orðum - án djóks, þetta var bara of kúl :) Þess vegna ætla ég bara að henda inn hérna fyrir neðan tölfræðilegum staðreyndum sem þið þurfið að hafa alveg á hreinu þegar þið lesið bloggið...gangi ykkur vel! :)
- Meðalhæð zip-línanna: 300 metrar.
- Lengsta zip-línan: 500 metrar. (Hellú! Hálfur kílómetri, djafell er það öflugt!)
- Hæð trjáhúsanna yfir jörðu: 150 metrar.
- Við tókum fullt af kúl myndböndum sem við hlöðum smátt og smátt inn á Youtube... stay tuned!
Fyrst þetta er komið á hreint þá er okkur ekkert að landbúnaði og við getum hafið ferðasögu Gibbon-svaðilfararinnar! Við vorum semsagt búin að heyra af þessum ferðum löngu áður en við lögðum af stað til Asíu í gegnum vini og kunningja og lesa okkur til á netinu. Það tók okkur ekki langan tíma að átta okkur á því að þetta væri eitthvað sem við vildum ekki missa af. Það sem við vissum fyrirfram var að þetta væri 3 daga ferð inn í frumskóg í Laos þar sem gist væri 2 nætur í sitthvoru trjáhúsinu. Dögunum væri eytt í að kanna skóginn gegnum net af zip-línum sem eru massívir vírkaplar sem strengdir eru yfir dali skógarins í hundruð metra hæð! Við pöntuðum ferðina með góðum fyrirvara og kynntum okkur m.a.s. hið margrómaða fyrirbæri Pay-Pal til að láta strauja plastið hennar Guðnýjar Gígju fyrir ferðina. Og já, það er kannski rétt að árétta að þetta nafn, Gibbon, kemur frá apategund sem býr í skóginum en fyrirtækið heitir einmitt Gibbon Experience. Þeir taka þó skýrt fram (eins og hvalaskoðunarfyrirtækin heima) að þeir ábyrgist ekki að þú sjáir Gibbon apa:)
Það er ekki svo oft sem trippararnir skella sér í sokka! :) Í þetta skiptið voru keypt glæný pör til að verja okkur frá pöddum í skóginum. Svona vorum við flott í upphafi ferðar. |
Þessar ferðir komu til þegar náttúruverndarsamtök sem heita Animo Project byrjuðu að vinna að verndun dýraríkisins í skóginum í kringum þann tíma sem við trippararnir vorum að koma í heiminn. Mikið var um veiðiþjófnað og margar dýrategundir í hættu. Samtökin brugðu á það ráð að byrja að borga veiðiþjófunum meira en þeir höfðu upp úr þjófnaðinum til þess að gerast verndarar skógarins. Fljótlega byrjaði svo skipulögð ferðamannastarfsemi á þeirra vegum á svæðinu til þess að afla fjár fyrir samtökin. Síðan voru trjáhýsin byggð, zip-línurnar settar upp og Gibbon Experience sett í gang.
En, nóg af þessu froðusnakki og að ferðasögunni! Guðný Gígja skildi við ykkur í síðasta bloggi þar sem við vorum nýkomin úr bátnum í Huay Xai og búin að finna okkur gistingu. Næsta mál á dagskrá var að ,,tékka okkur inn" í ferðina, en við áttum að mæta á skrifstofu Gibbon ferðarinnar kvöldið fyrir brottför. Þar tók á móti okkur heilmikill pappír sem við áttum að lesa og skrifa svo skýrt og skilmerkilega undir. Ég verð þó að viðurkenna að það fór eilítið um okkur við þennan lestur enda var fyrirtækið að fría sig ábyrgð á allskonar mögulegum óhöppum sem talin voru upp í samningnum. ,,Uuuu... er einhver séns á því að björn éti mann?" var til dæmis ein spurningin sem vaknaði hjá bjarndýralausum Íslendingum við lesturinn. En, við drógum upp pennana líkt og forferður okkar drógu upp sverðin forðum og létum pappírinn hafa það. Skelltum múttunum niður sem emergency contact og fengum svo smá upplýsingar um hvað við þyrftum að hafa með okkur í ferðina og héldum síðan af stað í leit að kolvetnaríkum kvöldverði.
Jii... erfitt að sjá það í svona glataðri upplausn en hún Guðný Gígja er fljúgandi á zippinu á þessari mynd. Pínulítill appelsínugulur punktur fyrir miðju! |
Við mættum aftur á Gibbon skrifstofuna kl 8 morguninn eftir. Þar horfðum við á myndband sem kynnti verkefnið sem er í gangi í skóginum fyrir okkur en einnig var öryggismyndband mikið og gott. Í því var til dæmis beðið um að þeir sem væru með ,,wild and crazy hair" settu það í tagl eða fléttu. Ég vil ekkert vera að fullyrða um hvort að þessi hugtök eigi við góðvinkonu mína frá Patreksfirði en ég get allavegana sagt ykkur það að hún byrjaði strax að fikta við hárið á sér :)
Við héldum þá af stað í um 2 tíma jeppaferð út í sveit. Það voru 8 manns í hópnum og 6 af þeim sátu á bekkjum á pallinum á jeppanum en einhverjir 2 fengu að sitja inn í bíl. Ég vil síður vera að nefna einhver ákveðin nöfn í því samhengi en get sagt ykkur að það voru einhverjar undurfagrar dömur sem sváfu vært inni í bílnum næstu 2 tímana.
Að bílferðinni lokinni vorum við komin að litlu þorpi í skógarjaðrinum. Þar græjuðum við okkur upp og héldum svo í sirka 2 tíma kraftöngu inn í skóginn. Á leiðinni kynntumst við hópnum okkar sem virtist strax vera hið besta fólk. Auk okkar voru þrír vinir frá Belgíu, tveir strákar og ein stelpa, og svo tveir gaurar til viðbótar, annar frá Hollandi en hinn frá Kanada. Við vorum yngst í hópnum en þau hin svona 22 til 26 ára gömul. Við kynntumst líka guidunum okkar tveim sem fylgdu okkur mestmegnis í ferðinni. Þeir voru auðvitað frá Laos og uppaldir í og í kringum skóginn. Því miður voru þeir ekki alveg nógu sleipir í enskunni svo við gátum ekki spjallað mikið við þá en þeir stóðu sig eins og hetjur í látbragðsleik :)
Souneng - annar guidanna okkar. |
Eftir kraftgönguna komum við að fossi og smá vatni þar sem hinir hugrökkustu skoluðu af sér svitann. Eftir það fengum við í hendurnar belti og tryggingartól sem hvert og eitt fékk til umráða næstu daga. Eftir ítarlega skoðun samkvæmt gæðastöðlum Kolbeins fékk búnaðurinn grænt ljós og við vorum meira en tilbúin í fyrstu zip-línuna! ÚLLALLA!!! :)
Fyrir áhugasama - hjólið. Skemmtilegt fyrirkomulagið með bremsuna :) Að auki vorum við með öryggislínu úr beltinu okkar sem klippt var upp á vírinn með karabínu fyrir aftan hjólið. |
Eftir að hafa hert á öllum ólum vel og vandlega smelltum við á okkur bakpokunum og hönskunum sem við höfðum fjárfest í í Huay Xai. Við höfðum heyrt að gott væri að hafa vinnuhanska ef maður skyldi þurfa að draga sig inn á enda línunnar og komu þeir reyndar í mjög góðar þarfir í ferðinni. En já - fyrsta zip-línan! Alla-malla! Það voru misjafnar tilfinningar sem fóru um hópinn á þessum tímapunkti. Sumir höfðu viðurkennt að þeir væru lofthræddir og m.a. komnir til að sigrast á óttanum, aðrir voru adrenalín-óðir og enn aðrir mjög spenntir fyrir náttúrunni. En öll áttum við það sameiginlegt á þessari stundu að vera smá stressuð. En - eins og vitur maður sagði mér einu sinni fyrir mjög mikilvægan körfuboltaleik: ,,Stress er bara eftirvænting til að gera vel!" :)
Nú get ég bara talað fyrir sjálfa mig en þegar ég prílaði upp á pallinn og klippti mig í línuna horfði ég yfir dalinn fyrir framan mig. Næst mér var nú ekki svo langt niður en þegar leið á línuna var hæðin orðin frekar mikil. Það var ekkert annað í stöðunni en að skutla sér bara af stað (eftir að hafa double-tékkað tryggingarnar auðvitað!) og njóta lífsins! Og vá - ég fann strax að þetta var eitthvað sem ég væri meira en til í að eyða næstu dögum í að gera! Loftið svo frískt, útsýnið ótrúlegt og adrenalínið flæddi um líkamann. Ást við fyrsta pruf!!!
Sjúmleh að fara af stað! |
Við héldum áfram gegnum skóginn með því að zip-lina og labba til skiptis. Tókum nokkrar línur þangað til við vorum komin í fyrra trjáhúsið okkar. Guidarnir skildu okkur þar eftir, sögðu okkur bara hvenær maturinn kæmi og að við gætum zippað eins og við vildum þangað til! Eftir að hafa dáðst að híbýlunum og tekið af okkur bakpokana skelltum við okkur af stað á línunum í kringum trjáhúsið. Guidarnir voru búnir að útskýra fyrir okkur hvert hver lína lægi og hvernig við kæmumst aftur í húsið. Við vorum svo komin aftur í tæka tíð fyrir kvöldmatinn. Matarfyrirkomulagið þarna var svolítið skemmtilegt en nálægt hverju trjáhúsi í skóginum er svokallað eldhús. Það eru litlir skógarkofar þar sem til dæmis lítil fjölskylda býr sem eldar ofan í túristana í trjáhúsinu nærri þeim. Einhver úr eldhúsinu kemur svo með matinn í þartilgerðum ílátum á ziplínu yfir í trjáhúsið en það er auðvitað eina leiðin til að komast í húsin sem eru í um 150 metra hæð. Nema maður sé ógeðslega góður í að klifra auðvitað :)
Góð stemming í trjáhúsinu! Fyrsta máltíðin :) |
Kvöldinu eyddum við svo í skemmtilegum leikjum í trjáhúsinu. Við lærðum nýjan skemmtilegan leik í anda Party og Co. sem hægt er að gera hvar sem er, það þarf ekki að hafa neitt nema blað og penna. Við skemmtum okkur konunglega þetta kvöld í frábærri frumskógar-útilegustemmingu. Á þessum slóðum dimmir auðvitað frekar snemma á kvöldin þannig að þegar við fórum í rúmið um 21 leytið fannst okkur klukkan vera orðin mjög margt :) Dagurinn var þó búinn að vera langur og strangur (en mjög góður!) þannig að það var hrein sæla að skríða undir sæng í trjáhúsinu. Hægt var að setja niður hálfger tjöld sem skiptu trjáhúsinu í fjögur herbergi fyrir tvo. Tjöldin virkuðu því bæði sem skilrúm og moskítónet svo við höfðum engar áhyggjur af lágfættum gestum undir sængina til okkar... eða sko, við dömurnar kannski bara smá... en vel vopnaðar pödduspreyi sváfum við vært um nóttina :) Eða - ok, kannski ekki alveg svo vært því maður vaknaði nú nokkrum sinnum yfir nóttina, bæði sökum einhverra hljóða í skóginum og svo líka vegna þess að dýnurnar sem við sváfum á voru fáránlega harðar - en sváfum nú vel samt! Það var allavegana mjög yndisleg lífsreynsla að fara að sofa um kvöldið og liggja og hlusta á hin ýmsu náttúruhljóð sem voru algerlega framandi okkur. Það mætti kannski koma fram að trjáhúsið var í raun og veru ekki hús í þeim skilningi að það væru veggir, gluggar og hurðir...ehemm, þetta var meira svona pallur með þaki yfir og helvíti öflugu grindverki :) Þarna voru nú reyndar líka klósett og sturta sem voru alveg sér kapítuli útaf fyrir sig. Hrikalega indælt að pissa og horfa yfir skóginn á meðan... besta piss lífs míns í þessum skógi held ég barasta! (Hingað til hafði uppáhalds pissið mitt verið ofan í ánni í Vang Vieng en þetta rúúústaði því alveg!)
En já... úr þvaginu og aftur í alvöru málsins. Guidinn okkar vakti okkur um 8:30 morguninn eftir. Við fengum ávexti og snarl, tókum til og zippuðum svo niður í næsta eldhús. Þar fengum við morgunmat áður en við tókum næstu massívu kraftgöngu ferðarinnar. Þá var á dagskrá að ganga á annað svæði í skóginum þar sem við gistum næstu nótt. Gangan tók um 3 tíma en var enginn sunnudagslabbitúr get ég sagt ykkur. En vopnuð vatnsflösku, astmapústi og snýtubréfi rumpaði maður þessu af með bros á vör :) Auðvitað var mjög skemmtilegt að ganga gegnum skóginn enda fullkomlega ný flóra fyrir okkur og svo líka bara ágætt að hreyfa sig svolítið eftir nokkurra vikna pásu í þeim efnum.
Týpískur dagur hjá trippurunum... rölta um í skóginum! |
Eftir labbið zippuðum við á nokkrum línum áður en við komum í næsta trjáhús. Það var alveg jafn frábært og hið fyrra og fengum við hádegismat með fljúgandi kokki þegar þangað var komið. Eftir matinn fórum við svo í könnunarleiðangur um þetta nýja svæði með guidunum okkar og fengum svo að zippa að vild fram að kvöldmat. Uuuuu... EKKI slæmt það! :)
Tvær gellur soldið mikið búnar á því eftir massívt labb. Komnar í trjáhús númer 2 :) |
Gæjar þurfa líka að hvíla sig! |
Enn einu sinni kom maturinn fljúgandi í trjáhúsið en á þessum tímapunkti voru garnirnar farnar að gaula að mikilli alvöru. Hingað til voru bara búin að vera hrísgrjón og hinir ýmsu réttir samansettir úr elduðu grænmeti í matinn. Sumir úr hópnum voru ekkert svo mikið hrifnir af elduðu grænmeti og var þá mataræðið orðið heldur einhæft. Auðvitað kom á daginn að fljúgandi maturinn var bara hið venjulega en hið laóska hnetunammi kom sterkt inn í eftirmat eins og dagana á undan :)
Kvöldið var svo bara yndislegt eins og hið fyrsta. Við skelltum okkur aftur í leikinn góða og opnuðum flösku af sérstöku laosku berjavíni í boði Gibbon Experience. Eftir annað gott kvöld kom önnur góð nótt sem var víst hrotulaus að Pálma hálfu ólíkt þeirri fyrri. Ferðafélagarnir virtust mjög ánægðir morguninn eftir :)
Endalaust trjáhúsapartý! |
Síðasti dagurinn var ekki eftirbátur fyrri daganna hvað fjör á ziplínunum varðar! Við lögðum af stað úr seinna trjáhúsinu eftir morgunmatinn frekar snemma og skelltum okkur í okkar daglegu, nokkura stunda kraftgöngu. Þá vorum við komin að nýjum ziplinum sem reyndust vera einar þær skemmtilegustu í ferðinni. Við grátbáðum m.a.s. guidana okkar um að fá að fara aftur til baka og einn hring í viðbót - það var svo gaman :) Þennan þriðja og síðasta dag var líka orðinn svakalegur munur á okkur víkingunum þegar við vorum að fara út á línurnar. Fyrst um sinn settumst við varlega niður þangað til beltið tók í og lyftum svo fótunum svo við héldum rólega af stað. En síðasta daginn tókum við okkur tilhlaup og stukkum út á línurnar eins og apar! Aaaalgjörir Gibbonar! :D
Þrenningin sveitt og sæl í bambusskógi. |
Eitt af 6 trjáhúsum í skóginum. Við gistum ekki í þessu en þetta er það eina sem við náðum beint mynd af. Okkar voru töluvert hærri en svipuð að gerð og þetta. |
Noah frá Hollandi, Kyle frá Kanada, Kirsten og Lars frá Belgíu og Pálmi frá Klaka. Mannskapurinn orðin pínu þreyttur en smá glaður á leið til baka niður í þorp. |
Zippara-víkinga-flipparar! |
Það er ekki hægt að segja annað en að við höfum kvatt zippið með tárum og andlegum loforðum um að koma aftur síðar meir á lífsleiðinni :) Framundan var þó enn meiri kraftganga aftur niður í litla þorpið í skógarjaðrinum þaðan sem við fórum með bíl aftur niður í Huay Xai. Bílferðin var mjög skemmtileg en við sungum nánast alla leiðina og fengum m.a.s. útlendingana með okkur í íslenska hermisöngva. Pálmi Snær eignaðist lítinn laoskan vin en það var svona 6 ára strákur með okkur á bílpallinum sem kúrði sig hjá Pálma á leiðinni. Mjög krúttó :)
Lars, dúllan og Pálmi. |
Eftir þessa heilmiklu ferð var erfitt að viðurkenna að við vorum því miður ekki svo heppin að sjá Gibbon apa. Við heyrðum þó alveg nóg í þeim :) Ég get samt sagt ykkur leyndarmál... nokkrum dögum síðar fórum við í dýragarð í Tælandi og viti menn - redduðum þessu bara þar og eyddum svona klukkutíma í að fylgjast með Gibbon öpunum sem eru ein fyndnustu dýr sem ég hef séð!
Þegar við komum aftur á hótelið reiknaðist okkur til að við hefðum brennt um 20 flöskum af Beer Lao í þessari mega kraftgöngu alltaf hreint (án djóks, þessi löbb voru ekkert grín - við vorum svo rennandi sveitt að það var nánast detox!) þannig að við ákváðum strax að bjarga því og drifum hópinn með okkur út í smá öl. Þetta kvöld var mikil og góð stemming í þessum litla bæ og allir fóru kátir og hressir í bólið.
Beer Lao hefur án djóks hlotið titilinn bjór ferðarinnar! |
Svona rúlla Gibbonar! |
Gígjan sér oftar en ekki um að halda uppi stemmingunni! :) |
Daginn eftir fórum við yfir landamærin til Tælands. Það reyndist nú ekki flóknara en að skella sér í bát í sirka 5 mínútur og draga svo upp vegabréfið. Við áttum svo pantaðan minivan frá landamærabænum Chiang Kong til borgarinnar Chiang Mai, u.þ.b. 7 tíma akstur. Meðan við biðum eftir bílnum eignaðist Pálmi tælenskan Muay Thai vin sem var mjög skemmtilegur. Hann kenndi Pálma Muay Thai brögð og Pálmi kenndi honum MMA brögð og þeir horfðu saman á Muay Thai bardaga í tölvu þess tælenska. Síðan fóru þeir að slást, allt í mesta bróðerni samt sem áður, og á endanum voru þeir orðnir mjög sveittir og flottir eftir að hafa rúllað um í sandinum í dágóða stund.
Fyrst var barist... |
...og svo pósað! |
Þegar bíllinn lagði lokst af stað kom í ljós að við vorum þau einu í þessum útúrpimpaða og bleika minivan svo við höfðum það voða gott á leiðinni, Guðný Gígja spilaði á gítarinn og við sungum og sváfum svo vært.
Pimp my minivan! |
Í næsta bloggi segjum við ykkur allt frá veru okkar í Chiang Mai sem var bæði góð og viðburðarík :)
Ykkar,
Klara
Óumdeilanlega mynd Gibbon ferðarinnar! |
P.S. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að segja ykkur þetta... er í raun að fara pínu hjá mér núna en eftir fund hjá víkingaflippurunum höfum við ákveðið að eftirfarandi verði að koma fram í blogginu. Ég ætla því vinsamlegast að biðja alla þá sem finnast ekki kúkur, piss og prump fyndið að hætta lestri hið snarasta. (Ég veit samt að enginn á eftir að hætta... þið eruð öll svo forvitin og sannleikurinn er sá að við erum öll á analstiginu og búin að vera það síðan við vorum 3 ára! :)
En talandi um uppáhalds pissið sitt... ég átti líka uppáhalds kúkið mitt í þessari ferð! Í blogginu var ég að segja ykkur frá því hvernig var að pissa í fyrra trjáhúsinu en þar voru einmitt hefðbundnar lagnir - allavegana á laoskum mælikvarða, en þar var hægt að sturta niður og maður gerði stykkin sín í krjúpi-klósett með vatni í. EN - í seinna trjáhúsinu var aðeins annað fyrirkomulag en þar var einmitt svokallað krjúpi-klósett með engu vatni í, bara gati í gegnum gólfið! Semsagt klósettgat í 150 metra hæð! Þið getið því rétt ímyndað ykkur hvað það var hægt að gera miklar tilraunir á þyngdarhröðun á þessu klósetti...
Eitt skiptið vorum við íslensku dömurnar einar eftir í trjáhúsinu meðan hinir í hópnum voru að zippa og undirrituð ákveður að bregða sér afsíðis til að hægja sér. Guðný Gígja góðvinkona mín biður hin rólegasta frammi þar til mikill smellur heyrist neðan úr skóginum. Þetta hafði verið hæsta kúkahljóð lífs míns! Því miður hafði ég klippt of snemma og því var von á meiru... Guðný Gígja hallar sér því makindalega fram yfir handriðið og tilkynnir mér svo hátt og snjallt að hún hafi gert gott betur en að heyra í næsta... hún hafi líka séð hann!!! :)