Thursday, March 10, 2011

Koh Tao


Já sjælir Íslendingar nær og fjær.  Ætli þetta sé ekki síðasta bloggið mitt hér frá Asíunni.  Þannig er mál með vexti að sjálf fer ég  heim til Íslands á næstu dögum en systkinin eru svo heppin að eiga mánuð í viðbót hér um slóðir.  Þau tóku sig til um daginn og breyttu flugunum og framlengdu dvölina, mjög skiljanlegt allt saman en því miður hef ég sjálf ekki tök á því að gera slíkt hið sama.

Eftir 12 tíma lestarferð lentum við í Bangkok í bítið.  Þarna vorum við komin aftur til Bangkok, næstum því 2 mánuðum eftir að við lentum þar í byrjun janúar - þá algerlega blaut á bakvið eyrun en nú full ferðalangavisku!  Á þessum 2 mánuðum höfðum við sankað að okkur allskonar drasli þannig að við héldum á hótelið sem við höfðum gist á fyrstu dagana en við áttum pantaða gistingu þar dagana áður en við héldum heim enda flogið til og frá Bangkok.  Á hótelinu ætluðum við að fá að geyma ýmislegt dót sem myndi ekki nýtast okkur síðustu vikurnar á ferðalaginu sem við ætluðum einmitt að eyða í ljúfa lífinu á tælensku eyjunum.  Það var margt og mikið sem hvarf úr bakpokunum þennan morgun ofan í stórgóðan svartan ruslapoka til geymslu.  Má nefna sandala, málverk, of efnismikil föt, bækur og margt fleira.  Það er því skemmst frá því að segja að bakpokarnir okkar voru skyndilega orðnir mjög léttir og fyrirferðarlitlir:)

Þá fórum við og athuguðum með jakkafötin sem Pálmi hafði látið sníða á sig í Bangkok í fyrra skiptið.  Þau litu mjög vel út og smellpössuðu en skyrturnar þurfti aðeins að þrengja um miðjuna.  Þetta kom mannskapnum mjög mikið á óvart enda er helsta hitamálið hjá okkur hvað Pálmi sé búinn að bæta á sig á ferðalaginu!

Við eyddum svo deginum í góðu yfirlæti á kaffihúsum og veitingastöðum í nággrenni Khao San Road sem er helsta túristasvæðið í Bangkok.  Við mættum svo í rútu um kvöldmatarleytið sem átti að ferja okkur suður á bóginn, til hafnar í bæ sem heitir Chumphon, en þaðan myndum við sigla til lítillar eyju sem heitir Koh Tao.  Við vorum komin til Chumphon um kl 5 um morguninn og eyddum þar á bryggjunni 2 tímum í að bíða eftir bátnum sem ferjaði okkur yfir til Koh Tao klukkan 7 um morguninn á um 2 tímum.

Smá úldnar að bíða eftir bátnum, Gígja sofandi eins og fyrri ferðina og sjálf að skrifa blogg


Eyjan Koh Tao er köfunarmekka Tælands og samkvæmt áreiðanlegum heimildum einn besti staðurinn í heiminum til að læra að kafa.  Við trippararnir komum okkur því vel fyrir á köfunar-resort Phoenix Divers þar sem við fengum fínasta bungalow frítt með köfunarréttindunum, sem við höfðum semsagt ákveðið að taka.  Námskeiðið byrjaði strax sama dag með smá fundi og vídjó.  Við fengum bækur og svo var okkur sett fyrir heimavinna! Það var þá aldrei! Trippararnir ráku upp stór augu (og nef í sumra tilviki)!  Áttum við að læra heima?  Það kom skemmtilega á óvart en við skunduðum auðvitað upp í bungalow eftir kvöldmatinn, tókum upp bækur og störtuðum okkar eigin study-group í anda vina okkar í Community.  (Fyrir þá sem málið varðar:  Pálmi var Senior Chang, ég Pierce og Gígja Abed.)

Study-group inni í flotta bungalowinu :)


Daginn eftir var svo bókleg kennsla um morguninn.  Við lærðum allt um köfunarútbúnaðinn og fleira því eftir hádegi átti að vera fyrsta verklega æfingin í sundlaug staðarins.  Eftir góðan hádegismat mættum við vel græjuð í skólann og fengum þar blautbúning, sundfit, grímu, þyndarbelti, BC-vesti sem myndi sennilega útleggjast flotvesti eða eitthvað slíkt á íslensku, súrefnistank og lunga.  Við lærðum allt um hvernig ætti að tengja búnaðinn, græjuðum okkur svo upp og skutluðum okkur niður á 3 metra dýpi í sundlauginni þar sem við gerðum ýmsar æfingar næstu 40 mínúturnar.  Við lærðum hvernig við ættum að hreinsa vatn út úr grímunni neðansjávar, hvernig við ættum að bera okkur að í súrefnisleysi, ef við misstum út úr okkur lungað, sleppa þyngdarbeltinu og ýmislegt fleira.  Auðvitað þarf ekki að tíunda hvað víkingarnir stóðu sig vel og leystu allar æfingar með mestu prýði!  Enn og aftur landi og þjóð til sóma!!! (Ok, smá ýkt kannsi...við vorum semsagt flott:)

Klæða sig í blautbúninga í fyrsta skipti.  Í forgrunni má sjá búnaðinn.


Um kvöldið tók Guðný Gígja þá ákvörðun að halda ekki áfram á köfunarnámskeiðinu.  Námskeiðið er mjög dýrt fyrir trippara á budgeti, hátt í 40 þúsund íslenskar krónur, en þess að auki hafði henni ekki liðið nægilega vel í sundlauginni um daginn til þess að skella sér í sjóinn.  Allir tóku vel í þessa ákvörðun og fengum við grænt ljós á að hún gisti áfram með okkur í bungalowinu þó það væru aðeins ég og Pálmi á námskeiðinu.

Þvílík köfun - þvílíkt dýpi - þvílíkir hæfileikar!

Við skutluðumst svo út að borða og kynntum okkur svo menningarlífið á eyjunni.  Undirrituð ákvað að skella sér snemma heim til að undirbúa sig fyrir sína fyrstu köfun daginn eftir.  Einnig beið heill haugur af heimavinnu :) Guðný Gígja tók sig til og sendi hinni margrómuðu Guggu frænku sms þess efnis að allt væri í lagi, þau væri á barnum ,,okkar" og kæmu fljótlega heim.  Eflaust hefur Gugga verið undrandi á þessum skilaboðum sem áttu auðvitað að enda í símanum mínum.  Gugga hefur greinilega verið ofarlega í huga Guðnýjar Gígju þetta kvöld þegar hún stimplaði inn númerið en ég efast ekki um að Gugga hafi verið glöð að heyra af góðu gengi frænku sinnar á pöbbaröltinu!

Ein sátt með blóm á mango-sjeikinum sínum :)

Þessi gaur með Phoenix Diver merkið í bakgrunni



Morguninn eftir skelltum við okkur Pálmi aftur í bóklega kennslu í köfunarskólanum fram að hádegi.  Í þetta skiptið lærðum við allt um hina ýmsu köfunarsjúkdóma og hættur og fleira í þeim dúr.  Við tókum einnig bóklegt próf og stóðum okkur með prýði þó ég segi sjálf frá.  Eftir hádegi skelltum við okkur svo út á sjó í okkar fyrstu kafanir sem var vægast sagt æðislegt!  Við fórum tvisvar niður á 12 metra, í um 40 mínútur í hvort skiptið, og sáum æðislega kóralla, ótrúlegar fiskategundir og fleiri sjávardýr!  Þetta var án allra ýkja líkast því að vera kominn inn í bíómyndina Finding Nemo!  Þvílík litadýrð :)  Við gerðum ýmsar æfingar á botninum og fylgdum svo kennaranum okkar, honum Matee, að skoða undirdjúpin.  Við Pálmi Snær vorum svokallað ,,buddy-team" sem þýddi að við áttum alltaf að vita af hvoru öðru og pössuðum við vel upp á hvort annað.  Pálma þótti víst auðvelt að hafa augun á mér þar sem ég var víst hvítasta manneskjan á svæðinu en sjálf átti ég auðvelt með að finna hann enda var hann eini karlmaðurinn með gosbrunn í hárinu! :)  (Fyrir þá sem furða sig á því hvað gosbrunnur sé þá er það eins og tagl sem stendur beint upp úr höfðinu.)

Bjútífúl Buddy-team að gera sig klár!


Marlon frá Kanada, Matee köfunarkennari og Pálmi ræða málin fyrir eina köfunina.  Hér á þaki bátsins sem sigldi með okkur að köfunarstöðunum.


Eftir frábæran dag neðansjávar hittum við Guðnýju Gígju aftur í sundlauginni okkar og eyddum síðdeginu þar.  Hún hafði sofið til 11, fengið sér indælan morgunverð, makað á sig sólavörn og legið á sundlaugarbakkanum, farið svo að athuga með Visa-run og kíkt á netkaffi.  Um kvöldið gerðust svo undur og stórmerki þar sem við hittum ÍSLENDINGA á götunni.  Þetta var par úr Reykjavík sem komið var til Koh Tao til þess að gerast ,,dive-masters" sem er um mánaðar löng þjálfun.  Þau gátu frætt okkur um hin ýmsu mál varðandi eyjuna og köfun.  En við flippararnir héldum auðvitað snemma í rúmið enda er köfun álag á líkamann og gengur ekki að vera úti allar nætur eins og óþekkir krakkar.  Morguninn eftir vöknuðum við Pálmi Snær klukkan 6 til að fara að kafa.  Þetta var síðasti dagurinn okkar á námskeiðinu og áttum við að fara niður á 18 metra dýpi þennan dag sem er einmitt mesta dýpi sem fólk með ,,open-water diver" réttindi eins og við má fara niður á.

Þessi dagur var jafnvel enn betri en sá fyrri en við fórum á 2 nýja köfunarstaði.  Þennan dag voru kvikmyndatökumenn með okkur til þess að festa á filmu óbeisluðu íslensku fegurðina.  Við fórum tvisvar niður, á 18 metra í hvort skiptið og í tæpar 40 mínútur.  Þennan dag kynntumst við aðeins betur fólkinu í hópnum okkar og auðvitað mæltum við okkur mót við þau um kvöldið til þess að fagna nýtilkomnum köfunarréttindum.  Þegar við komu aftur til baka á fast land settumst við hópurinn niður í síðasta skipti með kennaranum og logguðum kafanirnar okkar í logbækurnar okkar.  Hrikalega töff.  Síðan fengum við að vita að við gætum nú kallað okkur með stolti ,,kafara"!

Svona var gott veður, fallegt umhverfi og alveg frábærir súrefniskútar! Gerist ekki betra :)

Víkinga-kafararnir útskrifaðir með Matee kennaranum okkar:)

Guðný Gígja hafði átt góðan dag í að liggja á sundlaugarbakkanum að lesa og hlusta á tónlist..og auðvitað TANA;)... en slóst svo í för með okkur og hópnum þar sem við ætluðum að fara út að borða saman.  Á leiðinni á veitingastaðinn gerðust svo enn og aftur undur og stórmerki þar sem við hittum FLEIRI ÍSLENDINGA!  Þetta reyndust vera 4 ungar dömur frá Egilstöðum og Fáskrúðsfirði sem sjálfar voru að læra köfun í öðrum skóla á eyjunni.  Við ákváðum að hittast öll kvöldið eftir og halda eitt gott ÍSLENDINGAPARTÝ.

Því miður týndum við köfunarhópnum meðan við stóðum á snakki við íslensku stelpurnar svo við enduðum á því að borða ein á ítölskum veitingastað þar sem Guðný Gígja fékk að eigin sögn besta hálfmána í sögu hálfmánanna!  Undur og stórmerki enn og aftur.

Við hittum á köfunarliðið seinna um kvöldið og áttum með þeim mjög skemmtilegt kvöld sem einkenndist af slími og greftri.  ....djók!

Undirrituð með drengnum sem var alveg eins og Bjarki Jóns/Brad Pitt nema hvað - líkist hvorugum á þessari mynd.  (Án djóks samt, hann var alveg eins og Bjarki Jóns, okkur þótti þetta nánast óþægilegt!)


Alveg gasssaleg stemming á strandbörunum!  

Daginn eftir leigði Pálmi sér vespu með strák frá Kanada sem heitir Marlon og var með okkur á námskeiðinu.  Ég held annars að við höfum sérstakt lag á að laða að okkur yndislega Kanadabúa því við erum búin að kynnast svo mörgum frá Kanada og allt er þetta hið frábærasta fólk!  Hæstir á lista eru Kieran vinur okkar úr GAP hópnum, Amy úr konuhópnum sem við eyddum dögum okkar í Luang Prabang í Laos með og Rose, Papa Peter og Alex sem við fórum með á fílsbak og læknuðu Guðnýju Gígju eftir fallið.

Pálmi Snær og Marlon áður en þeir lögðu af stað í háskaförina miklu til Shark-Bay.

En já, þeir skelltu sér til Shark-Bay sem ég var reyndar búin að fá skýr fyrirmæli um frá Wikipedu-lesnu móður minni að halda mig færri frá, og fóru þar að snorkla og sáu þar nokkra hákarla, jáátsa!!  Á meðan tönuðum við skvísurnar, fórum á internetkaffi og borðuðum góðan mat.  Um kvöldið var svo komið að Íslendingapartiýinu mikla.  Sem betur fer rákumst við óvænt aftur á íslenska parið á götunni svo við gátum boðið þeim líka.  Við hittumst svo öll á bar og fengum okkur nokkra bjóra áður en við skunduðum í 7-11, fjárfestum í nokkrum Chang, og héldum svo partýinu áfram á veröndinni að bungalowinu okkar.  Þar trylltu systkininn lýðinn með hljóðfæraspili sínu og við glöddumst öll yfir að geta sungið saman klassíska íslenska slagara!  Við reyndum eins og við gátum að nota íslenska frasa og máltæki sem enduðu oft að fyndnum útskýringum á ensku fyrir Marlon sem var þarna staddur líka.  Ónefndur aðili fór hamförum þar sem ónefndi aðillinn reyndi að útskýra ,,nú falla öll vötn til Dýrafjarðar" fyrir Marlon með frösum eins og ,,You know Gisli Sour-son?" og ,,Now all waters fall to Animalfjord!"  Ég mun þó ekkert upplýsa hver þessi ónefndi aðili var.

Þar sem Íslendingar koma saman - þar er skógur!
Guðný Gígja sátt með nýja tónhlöðu-getthoblasterinn (og ekki spillir liturinn fyrir!)  ...Marlon og Inga frá Egilstöðum auðvitað bara sátt með Changinn sinn, ég meina - hvað annað getur maður verið en sáttur þegar maður er með Chang í hönd, ég segi nú ekki meir!

Þetta kvöld var hið besta kvöld, gaman að tala íslensku við aðra en hvort annað, en líka alveg rosalega gaman að kynnast þessu frábæra fólki :)  Við eyddum auðvitað öllu kvöldinu í að tala um pítusósu, kókómjólk, slátur, Dorrit, skyr, upphitaðar sundlaugar, lopapeysur, músabrúnan hárlit, kreppuna, Jón Gnarr og svo auðvitað Icesave!

Þarna sameina Hafnarfjörður og Egilstaðir krafta sína og úr varð auðvitað yndisleg mynd!   Athugið , hér kom Anna sterk inn með eitt stykki stóran Singha!

Kósý-rokk-slamm stemming hjá flippurunum og félögum :)

Daginn eftir var svo komið að því að kveðja Koh Tao en tælenska landvistarleyfið okkar var alveg að renna út.  Við þurfum því að fara í svokallað og sívinsælt ,,visa-run" sem snýst um það að yfirgefa landið örstutt landleiðina og koma svo aftur inn í landið og fá þá nýjan 15 daga stimpil í vegabréfið.  Styst var fyrir okkur að skutlast til Búrma (ótrúlega töff setning eitthvað... æææ, ég skutlaðist bara til Búrma í dag!)  Við fórum um kvöldið með skipi yfir á meginlandið sem tók um 7 tíma.  Það var ekkert nema dásamlegt þar sem ótrúlegt en satt, á skipinu voru bestu dýnur sem við höfum sofið á í allri ferðinni!  Þegar við komum yfir á meginlandið tók við 2 tíma akstur í minivan yfir á vesturströnd Tælands en eyjan Koh Tao er út fyrir austurströnd Suður-Tælands.  Þá vorum við komin til bæjar sem heitir Ranong en þaðan fórum við með bát yfir til búrmískar (er það orð?) eyju sem ég veit því miður ekki hvað heitir.  Þar var tekið á móti okkur með ýmsum gylliboðum um ódýrar sígarettur og viskí, piff - það var nú ekker fyrir okkur!  Eftir um 5 mínútna dvöl í vegabréfseftirlitinu héldum við aftur í bátinn og höfðum við þá átt hátt í 10 góðar mínútur í því ágæta landi Búrma.  Báturinn fór aftur með okkur til Ranong en þar hoppuðum við upp í rútu sem ferjaði okkkur 7 tíma leið til bæjarins Krabi á vesturströndinni.

Helvískti gott gengi á liðinu í visa-run, hér á leið yfir til Búrma.  Týpískt flipparar eitthvað...

Í Krabi áttum við rólegt kvöld, fórum í nudd og borðuðum góðan mat áður en við lögðumst til svefns í heitasta gistiheimilisherbergi sögunnar!  Morguninn eftir héldum við svo til eyjunnar Koh-Phi-Phi-Don en... meira um það síðar.

Klara kafari kveður að sinni

P.S.  Við eignuðumst lítinn, sætan vin á Koh Tao.  Hann var mjög hrifinn af ,,falang" en það er það sem þeir kalla útlendinga hér um slóðir.  Við fórum í byssó og knúsuðumst mikið :)

Tuesday, March 8, 2011

Blogg 14. Chiang Mai =)

Frá frumskógarflandrinu í Laos og yfir til stórborgarinnar Chiang Mai í Tælandi.  - Þó nokkur munur þar á.  En samt, samt sáum við fleiri frumskógardýr í Chiang Mai.  Hér fyrir neðan fáið þið að heyra allt um ævintýri okkar ævintýraþyrstu ferðalanganna í Chiang Mai.

Við komum seint að kvöldi með útúr pimpuðu, einka mini-rútinni í storborgina og það fyrsta sem blasti við augum hungraðra tripparanna var ekkert annað en McDonald's.  Ég veit, McDonald's, í alvöru?  En satt best að segja var sú tilhugsun að slafra í sig McCheeseburger og McFrönskum og svolgra því niður með McKóki ekki svo slæm eftir öll erfiðin í Gibbon ferðinni;)  Við létum það þó vera þar sem klukkan var að ganga 11 um kvöldið og við áttum eftir að finna okkur gistiheimili.  - Að ganga 12 vorum við búin að koma okkur ágætlega fyrir á hinu fínasta gistiheimili, búin að pakka upp úr töskum, fara í sturtu og klippa á okkur neglurnar.   - Uuu, DJÓK! ...við hentum af okkur töskunum og hlupum út á McDonald's.  Kjammsi,kjammsi kjamms...það var ljúft:)

Við vöknuðum daginn eftir með það plan fyrir daginn að kaupa hleðslutæki á tölvuna þar sem það týndist í Laos og hún Klara ætlaði að kaupa sér myndavél.  En fyrst var það morgunmatur.  ,,Hvaaað ættum við að fá okkur? ".  - Hvað annað varð fyrir valinu en Subway!?! Hehe:) Ég meina, maður vinnur nú ekki á Subway á Íslandi í 2 ár og þykist ætla síðan að sleppa því að smakka það í Tælandi ef maður spottar eitt slíkt!..oooneeeei;) - Ég skannaði vitaskuld staðinn og komst að því þetta var eiginlega allt nákvæmlega eins og heima, brauðið, osturinn, útlitið og flestar sósurnar...en áleggið leit öðruvísi út ooooog það var EKKI OSTASÓSA!!! Ég vissi ekki hvert ég ætlaði þegar ég uppgötvaði það mér til skelfingar.  -  En jæja, þetta var eitthvað sem okkur (mér) fannst við skyldug að prófa en mér þykir það líklegt að við munum láta þetta vera hér eftir hérna í Asíunni.  Þetta var nefninlega í dýrari kantinum.

Tælenskt Subway..rosa sátt! ;)



 Eftir morgunmatinn skelltum við okkur í eitthvað Moll í grenndinni sem var á nokkrum hæðum en þar voru aðeins einhverskonar tölvu-og tæknibúðir.  Við fundum hleðslutæki í fyrstu búðinni en leituðum aðeins lengur eftir myndavélinni.  Myndavélin sem varð fyrir valinu var keypt í frekar stórri búð, með mörgum starfsmönnum...við skulum segja svona 25.  Af þessum 25 starfsmönnum voru svona 20 að aðstoða Klöru.  Þetta var eiginlega mjög fyndið að sjá:) Allir svo hjálplegir og það virtist sem þeim öllum þætti þetta rosalega spennandi.  Klara fékk myndavélina á spottprís þar sem það var eitthvað Valentínusardags-tilboð í gangi (allt moll-ið skreytt hinum ýmsu ástarskreytingum) og þar að auki fylgdi alls konar dótarí með eins og þrífótur, þrifsett og box til að geyma myndavélina í á ströndinni og á svona ,,blautari" stöðum.  Ég verð þó að viðurkenna það að meðan ég rölti gegnum búðirnar og sá allt fínerí-ið og skrautið sem Tælendingarnir voru búinir að setja upp og hafa fyrir Valentínusardeginum velti ég fyrir mér hvað hún Ameríkan hefur mikil áhrif á umheiminn! Mér finnst oft hálf kjánalegt að Íslendingar haldi upp á Valentínusardaginn en mér finnst eiginlega alveg fáránlegt að Tælendingar geri það!  - Við eyddum síðan restinni af deginum í að skoða borgina og um kvöldið horfðum við bara á imbann og fórum snemma að sofa.

Þegar við vöknuðum daginn eftir fórum við á lestarstöðina og pöntuðum okkur lestarmiða til BangKok, þar sem við ætluðum að fara eftir nokkra daga til eyjunnar Koh Tao sem er í suður Tælandi, með eins dags stoppi í BangKok.  Eftir það fórum við í dýragarðinn mikla í Chiang Mai.  Það var bara nokkuð fínt, sáum fullt af dýrum sem við  víkingarnir eigum ekki að venjast.  Þó svo við víkingaflippararnir státum okkur af því endrum og sinnum hve sterk við erum og að það geti ekkert stoppað okkur í flippinu...þá var þetta aaalllt of stórt svæði og of langt á milli staða, þurftum að labba upp hverja löngu brekkuna á eftir annarri til að sjá næstu dýr.  Við Klara vorum orðnar nokkuð máttlausar á endanum, en Pálmi sagði okkur bara að hætta að væla.  Hehe, ég held við höfum bara fengið sólsting eða eitthvað, vorum báðar með hausverk og þráðum það að fara að leggja okkur! :) - Dagurinn var þó afar indæll í heild sinni.

Flóðshestarnir voru HUGE!!

Við gáfum þeim að borða:)

Plammsi að gefa gíraffa að borða...týbískt hann.
  


 Um kvöldið ætluðum ég og Klara svoleiðis að fá okkur Sushi á einhverjum massa Sushi-train stað sem við sáum í Moll-inu þar sem við keyptum hleðslutækið og myndavélina og vorum þvílíkt spenntar! Pálmi ætlaði að finna sér eitthvað annað.  En þegar á Sushi-staðinn var komið tilkynnti þjónninn sem á móti okkur tók okkur það að það væri um það bil klukkutíma bið, en okkur væri velkomið að fara í röðina.  Við litum á hvor aðra með slefið á milli munnvikanna og tókum þá ákvörðun að fara bara í morgun/hádegismat daginn eftir því þá hlyti að vera minna að gera.  Við hlupum því  á eftir Pálma Snæ og fengum okkur að borða með honum.  - Eftir ágæta máltíð mæltum við okkur mót við stelpu sem við hittum í Laos og duttum í nokkra bjölla með henni.  Fórum á mjög skemmtilegan Reggae stað þar sem tælenskir töffarar prýddu sviðið og tóku hin ýmsu lög, reggae style! =) ...okkur til mikillar ánægju, því hingað til, á öllu ferðalagi okkar um Asíu, höfðum við ekki séð neina góða tónlistamenn spila... að okkar mati;)

Skemmtilegur effect á nýju myndavélinni hennar Klöru:)


Klara sæt:)





Við Klara vöknuðum síðan daginn eftir með brosið allan hringinn því við vissum báðar hvað koma skyldi.  SUSHI í morgunmat!!! :D  Við drifum okkur í Túkkara og mættum á staðinn þar sem við sáum að nóg pláss var fyrir Sushi þyrsta víkingana.  - Það sem við vissum þó ekki var að þetta var í raun ekki Sushi staður eins og við héldum heldur var þetta meira svona súpustaður.  Maður settist við svona ,,train" borð, alveg eins og er á Sushi train heima í Iðu-húsinu, nema hvað að þar sem hver og einn sat var pottur ofan í borðinu og þar átti maður að sjóða vatnið og það sem kom á færibandinu var bara alls konar hráefni sem maður gat sett ofan í súpuna.

Indælis morgunmatur:)


Komumst að því síðar að þetta er eitthvað mjög vinsælt í Chiang Mai, sáum seinna fullt af öðrum  alveg eins stöðum.  - Sem betur fer var hægt að fá smá Sushi þarna úti í horni þannig við náðum nú að borða okkur saddar af því sem við vildum:)  - Við hittum síðan Pálma Snæ og fórum á næstu ferðaskrifstofu og pöntuðum okkur matreiðslunámskeið fyrir morgundaginn,  fundum  okkur Tuk-tuk og keyrðum í Tiger-Farm.  Þar borguðum við frekar hátt gjald til þess að fara inn í garðinn til að sjá og láta taka myndir af okkur með tígrisdýrum.  Okkur fannst þetta alveg skemmtilegt en við vorum reyndar á tíma þar sem tígrisdýr eru að leggja sig þannig þau voru annað hvort hálf sofandi eða afar róleg... nema nokkur sem voru vöknuð fyrr og léku sér mjög skemmtilega saman sem var gaman að sjá:)  Við vorum þó allan tímann að velta því fyrir okkur hvort þetta væri ekki svolítið gruggugt... voru tígrisdýrin uppdópuð og illa farið með þau til þess að græða peninga?  Við fengum síðan staðfestingu á því að þau væru allavega ekki uppdópuð, svo mikið vitum við.  En við vitum líka að það kostaði okkur alveg skildinginn að fara þarna inn og allt þarna í kring var mjög flott!  Augljóslega ekki peningaskortur á þessum bæ.  - En jæja, okkur þótti þetta allavega skemmtileg upplifun og það sem meira er... við Pálmi komumst að því að við erum meira segja með ofnæmi fyrir tígrisdýrum! Hehe=)


Dúllí:)


Bara tjilla með tígra..;)


Þessi var eitthvað að vakna:)



Fimmta daginn okkar í Chiang Mai vöknuðum við snemma og skelltum okkur á matreiðslunámskeið.  Það var algjört æði! Við byrjuðum á því að fara á markað þar sem kennarinn okkar sýndi okkur hin ýmsu hráefni, til dæmis fullt af grænmeti, muninn á góðum og vondum eggjum og munin á öllum hrísgrjónunum.   Eftir það keyrðum við í svona 20 mínútur að eldhúsinu sem við eyddum deginum í.  Við vorum 15 sem vorum á námskeiðinu í einu.  Það voru eldaðir hinir ýmsu tælensku/asísku réttir eins og vorrúllur, Pad Thai (núðlur), kjúkling í Cashew hnetum (sem BTW Pálmi Snær og Klara elska!..mér finnst það alveg mjög gott..en ég meira fyrir karrý-ið:)), bæði rautt og grænt karrý með kjúlking og sticky rice með mango sem er eftirréttur...en alveg fáránlega góður! Við fengum síðan matreiðslubók með öllum þessum réttum og fleiri til...við erum alveg orðin spennt fyrir því að koma heim og spreyta okkur á henni, þið hin ættuð líka að vera það;)


Alls konar hrísgrjón:)


Klaran alveg með þetta á tæru! ;)


  - Um kvöldið ætluðum við aðeins að kíkja út og jafnvel fá okkur nokkra kalda.  Við löbbuðum um svæðið þar sem vanalega hafði verið allt morandi í lífi á kvöldin en þegar við mættum var nánast allt lokað.  Við skildum nú hvorki upp né niður í þessu máli, en Klara sagði samt ,,það mætti halda að það væri einhvað national holliday".  Við héldum þó áfram leit okkar því klukkan var aðeins um 9 leytið og datt okkur í hug að kannski opnuðu barirnir ekki fyrr en aðeins seinna um kvöldið... en fannst það samt svolítið ólíklegt.  Við heyrðum síðan einhverja tónlist og gengum á hljóðið.  Sáum þá okkur til afar mikillar ánægju fólk sitja á palli eins veitingastaðar og þar úti voru ung asísk stelpa og eldri asískur maður að spila á gítar og stelpan að syngja.  Fyrir aftan þau var líka trommari sem var með jömbu og svona Cajun trommukassa sem maður situr á.  Við fengum sæti beint á móti þeim og vorum satt best að segja alveg dáleidd, þetta var svo fínt hjá þeim.  Ég var, ef ég á alveg að segja eins og er, ekki viss um að ég myndi aftur sjá asíska tónlistarmenn sem ég fílaði og fannst mjög flott.  En viti menn, það ég gerði=) - Verð að fá að taka það fram að þetta er ekki skoðun sem ég hef alltaf haft, að ég haldi að það séu ekki margir góðir asískir tónlistarmenn... en síðan ég kom til Asíu, þá myndaðist einhvernveginn sú skoðun.  Allt sem við höfum heyrt..er í meira lagi... algjört prump... ( semsagt vont..en ógeðslega fyndið samt;))  Pálmi hafði orð á því að þessi stelpa væri ástin í lífi hans, honum fannst hún svo mikill töffari;).  Síðan seinna hættu þau og enn aðrir meistarar tóku við!  Ég skipti því alveg um skoðun og hlakka bara til að heyra meira af asískum tónlistarmönnum! ;)  - Við höfðum keypt okkur bjór þegar við settumst og drukkum hann í takt við indæla tónlistina, en síðan allt í einu kemur upp að okkur þjónn og biður okkur um að hella bjórnum í glas og síðan rúlla um glasið pappír, semsagt fela bjórinn.  Við furðuðum okkur á þessum skrítnu tilmælum en gerðum eins og okkur var sagt, en gátum auðvitað ekki staðist mátið að spyrja ,,af hverju í anskotanum"?  Hann tilkynnti okkur þá það að það væri Makha Bucha dagurinn mikli í Tælandi og þá væri bannað að drekka áfengi með lögum.  Þessi dagur á sér stað einu sinni á ári en það sem við vitum um þennan dag er að hann er haldinn heilagur á fullu tungli í þriðja tunglmánuði ársins og er til þess að minnast atburðar þegar Buddha ávarpaði samkomu 1250 munka sem höfðu ekki verið kallaðir saman en voru allir þarna af ,,heilagri tilviljun."   - Eftir að við kláruðum falda bjórinn okkar héldum við heim á leið.

Ástin í lífi Pálma Snæs;)


Að njóta tónlistarinnar:)

Búin að fela bjórinn;)

Flottir þessir! Með kántrý-ið á hreinu.





 Við löbbuðum í rólegheitunum að gistiheimilinu okkar og á leiðinni var allt dautt.  Þegar við vorum komin á götuna okkar átti sér stað atburður sem við hefðum aldrei getað trúað að myndi gerast.  Við sáum nefninlega BÓNUS poka, fullan af rusli á götuhorninu!   Halló?? Hverjar eru líkurnar??   Það í  mætti halda að við hefðum hitt forelda okkar óvænt á miðri götu í Chiang Mai því við í alvörunni fríkuðum út! Myndirnar tala sínu máli.

Aðeins að fríka út;)


Aðeins að tilbyðja ! Haha



Áður en við fórum að sofa tilkynnti ég krökkunum að sama hvað þau ætluðu að gera, þá ætlaði ég að eiga ,,Me-day" daginn eftir.  Eyða deginum með sjálfri mér og skoða mig um, setjast á kaffihús og blogga og svona.  Síðan stakk ég upp á því að við myndum um kvöldið borða á mjög krúttlegum Sushi stað sem við höfðum spottað því þetta væri svona síðasta kvöldið okkar.  Þau tóku vel í það (meira segja Pálmi) og ákváðu að þau myndu bara fara í stóra moll-ið sem við höfðum heyrt um.  - Upp úr hádegi daginn eftir skildust þá okkar leiðir en við ákváðum að hittast fyrir utan Sushi staðinn kl. 19.30.  Ég átti afar indælan dag með sjálfri mér, en það sem Klara vissi ekki var það að ég var líka að gera svolítið annað:)  Ég var að hjálpa honum Ævari Ísak kærastanum hennar Klöru að plana smá rómó kvöld fyrir hana þar sem þau hefðu átt eins árs sambands afmæli fyrir stuttu.  Ég fór og keypti kort og blóm og fór síðan á Sushi staðinn og talaði við starfsfólkið þar og bað þau um taka við blómunum og kortinu sem á umslaginu stóð með stórum stöfum KLARA (og inn í því var texti frá Ævari og peningur frá honum) og útskýrði fyrir þeim hvað væri í gangi.  Ég bað þau síðan um að vera búin að setja blómin og kortið á eitt borðið kl. 19.30  þar sem hún myndi sjá það strax og hún kæmi inn.  Þau tóku mjög vel í þetta  og voru meira en til að hjálpa mér.  Eftir að ég fékk það á hreint, settist ég niður og borðaði ljúffengt Sushi! NAMM!  Næst á dagskrá var að leita að girnilegri nuddstofu og segja Ævari nafnið á henni þar sem hann ætlaði síðan að bjóða Klöru í nudd.  Ég fann eina mjög nálægt Sushi-staðnum og skellti mér síðan á Starbucks og pantaði mér Frappé í eftirrétt! :)  Ég sat þar dágóða stund, hringdi í Ævar á Skype og sagði honum hvað nuddstofan héti og að allt væri tilbúið.  Ég bloggaði síðan smá og fór á netið.  Þegar klukkan var rúmlega 7 sendi ég Klöru og Pálma Snæ sms og spurði hvort þau væru ekki að koma.  Ég fékk þá svar um að þau myndu ekki ná að koma fyrir hálf 8 þannig ég bað þau bara að hitta mig á Starbucks.  Ég hljóp síðan á Sushi staðinn þar sem allt var klappað og klárt og sagði þeim að það yrði smá seinkun.  Ég beið síðan á Starbucks, pantaði mér kaffi og las blöð þangað til þau loksins komu, eitthvað um hálf 9.  Þau sögðu mér það þá að þau hefðu týnt hvoru öðru sem endaði víst með mjög fyndnum samskipum við starfsfólkið í mollinu en Klara þurfti að láta kalla Pálma upp sem virkaði því miður ekki svo starsfólkið bauðst til þess að leita að honum í öryggismyndavélunum sem gekk eftir lýsingu Klöru.  Allt í einu gengu öryggisverðir upp að Pálma Snæ sem leið eins og hann hefði verið að gera eitthvað mjög rangt þar sem hann beið eftir Klöru en þeir voru bara að passa að hann yrði kyrr á sama stað þangað til Klara kæmi :)  - En þegar þau komu loksins löbbuðum við saman á staðinn, við Pálmi pössuðum okkur á að vera á eftir henni til þess að hún myndi sjá strax kortið og blómin.  Þegar við komum sá þjónninn okkur og vísaði Klöru að borðinu en við Pálmi stóðum í dyragættinni og sögðum við hana að hér ætti hún að vera, við ætluðum að fara eitthvert annað, síðan réttum við henni fartölvuna og óskuðum henni góðrar skemmtunar.  Hún horfði á okkur eins og ég veit ekki hvað og upp úr henni kom í sífellu ,,hvahh?? ..ég skil ekki, ætlið þið bara að fara? ..er þetta fyrir mig? Hvahh? ..bíddu..ég skil ekki??"  (,,Ég skil ekki" eru orð sem ekki koma oft úr munni Klöru;)) Við sögðum henni bara að hringja í okkur þegar hún þyrfti og síðan kvöddum við.
Klara eyddi semsagt kvöldinu á Sushi/Skype deiti með kæró og við systkinin fórum og fengum okkur að borða, fórum heim að skipta um föt og ætluðum síðan að kíkja á bar sem var í grenndinni við Klöru.  Við ákváðum samt að stinga inn hausnum og athuga hvort hún væri ennþá þarna, en þá var hún akkúrat að kveðja Ævar og var að fara að hringja í okkur.  - Hún var alveg í skýjunum yfir þessari óvæntu uppákomu en þar sem klukkan var orðin frekar margt ákvað hún að eiga inni nuddið.  Hún fór þá heim að skipta um föt og hitti okkur síðan á barnum seinna um kvöldið.  Við áttum þá skemmtilegt síðasta kvöld í Chiang Mai saman=)

Við kíktum síðan í moll-ið daginn eftir þar sem ekkert var planað nema að fara í lestina til BangKok um kvöldmatarleytið.  Mig langaði svo að sjá þetta stóra, flotta moll sem þau sögðu mér frá:) Við fengum okkur að borða í mollinu og skoðuðum okkur aðeins um, ég keypti mér eina flík en Pálmi keypti sér Cajun trommukassa í hljóðfærabúð sem við sáum! :) Nú ber hann á sér frekar fyrirferðarmikinn kassa, sem er sem betur fer léttur.  Það er voða gaman því þá getum við spilað saman, ég á gítarinn minn sem ég er búin að vera með á mér alla ferðina og hann á trommukassann! Rosa stuð;)  ...Já og Klara spilar á kontrabassa, hún keypti sér einmitt eitt slíkt stykki.  Hmm:)


Svona lítur tromman hans Pálma út.


Lestarferðin var 12 klst og bara hin fínasta, fyrsta lestin sem við förum í í ferðinni... fyrir utan það að hún var morandi í pöddum.  Ég var að skrifa blogg á leiðinni í lestinni þegar ég finn fyrir kítli á löppinni á mér, en sé þá kakkalakka vera að skríða ofan á löppinni og gef frá mér tilheyrandi hljóð.  Fólkið í kring horfir á mig spyrjandi augum, og ég eins og asni segi að það hafi verið ógeðsleg, stór padda að skríða á mér.  Nokkrir snéru sér bara við og pældu eflaust ekkert meira í því en aðrir fóru að skima um í kringum hjá sér og leita eftir pöddum.  Stelpa og strákur á fremsta bekk sögðu mér síðan að það væri allt morandi í litlum pöddum hjá þeim og um mig fór hrollur.  Ég finn því bakpokann minn og klæði mig inn í sængurverið mitt sem er búið að nýtast æðislega í svona pöddusamgöngum!  Eftir það sofna ég frekar vært:)  EN, fólkið á fremsta bekk, ég veit þið trúið þessu ekki, stóðu ALLAN TÍMANN á miðjum ganginum!  Þau stóðu í án djóks um það bil 10 klukkutíma samfleytt.  - Okkur heyrðist þau vera frá Bandaríkjunum... Þarf ég að segja meir?

 GuðnýGígja kveður í bili, næsta blogg verður um ævintýri okkar á tælensku eyjunni Koh Tao! :)

-Blés=)

Monday, February 28, 2011

Gibbon Experience - Ævintýri í frumskógum Laos


Ok guys! Ég var búin að vera í svona klulla að rembast við að byrja þetta blogg... helvítis vesen! Málið er að ég var dottin í alveg aaagalega flúraðar lýsingar af Gibbon ferðinni okkar en svo fattaði ég bara að þetta væri kjaftæði! Það er nefnilega ekki hægt að lýsa þessu með orðum - án djóks, þetta var bara of kúl :)  Þess vegna ætla ég bara að henda inn hérna fyrir neðan tölfræðilegum staðreyndum sem þið þurfið að hafa alveg á hreinu  þegar þið lesið bloggið...gangi ykkur vel! :)


  • Meðalhæð zip-línanna: 300 metrar.
  • Lengsta zip-línan: 500 metrar. (Hellú! Hálfur kílómetri, djafell er það öflugt!)
  • Hæð trjáhúsanna yfir jörðu: 150 metrar.
  • Við tókum fullt af kúl myndböndum sem við hlöðum smátt og smátt inn á Youtube... stay tuned!


Fyrst þetta er komið á hreint þá er okkur ekkert að landbúnaði og við getum hafið ferðasögu Gibbon-svaðilfararinnar!  Við vorum semsagt búin að heyra af þessum ferðum löngu áður en við lögðum af stað til Asíu í gegnum vini og kunningja og lesa okkur til á netinu.  Það tók okkur ekki langan tíma að átta okkur á því að þetta væri eitthvað sem við vildum ekki missa af.  Það sem við vissum fyrirfram var að þetta væri 3 daga ferð inn í frumskóg í Laos þar sem gist væri 2 nætur í sitthvoru trjáhúsinu.  Dögunum væri eytt í að kanna skóginn gegnum net af zip-línum sem eru massívir vírkaplar sem strengdir eru yfir dali skógarins í hundruð metra hæð!  Við pöntuðum ferðina með góðum fyrirvara og kynntum okkur m.a.s. hið margrómaða fyrirbæri Pay-Pal til að láta strauja plastið hennar Guðnýjar Gígju fyrir ferðina.  Og já, það er kannski rétt að árétta að þetta nafn, Gibbon, kemur frá apategund sem býr í skóginum en fyrirtækið heitir einmitt Gibbon Experience.  Þeir taka þó skýrt fram (eins og hvalaskoðunarfyrirtækin heima) að þeir ábyrgist ekki að þú sjáir Gibbon apa:)

Það er ekki svo oft sem trippararnir skella sér í sokka! :) Í þetta skiptið voru keypt glæný pör til að verja okkur frá pöddum í skóginum.  Svona vorum við flott í upphafi ferðar.


 Þessar ferðir komu til þegar náttúruverndarsamtök sem heita Animo Project byrjuðu að vinna að verndun dýraríkisins í skóginum í kringum þann tíma sem við trippararnir vorum að koma í heiminn.  Mikið var um veiðiþjófnað og margar dýrategundir í hættu.  Samtökin brugðu á það ráð að byrja að borga veiðiþjófunum meira en þeir höfðu upp úr þjófnaðinum til þess að gerast verndarar skógarins. Fljótlega byrjaði svo skipulögð ferðamannastarfsemi á þeirra vegum á svæðinu til þess að afla fjár fyrir samtökin.  Síðan voru trjáhýsin byggð, zip-línurnar settar upp og Gibbon Experience sett í gang.

En, nóg af þessu froðusnakki og að ferðasögunni! Guðný Gígja skildi við ykkur í síðasta bloggi þar sem við vorum nýkomin úr bátnum í Huay Xai og búin að finna okkur gistingu.  Næsta mál á dagskrá var að ,,tékka okkur inn" í ferðina, en við áttum að mæta á skrifstofu Gibbon ferðarinnar kvöldið fyrir brottför.  Þar tók á móti okkur heilmikill pappír sem við áttum að lesa og skrifa svo skýrt og skilmerkilega undir.  Ég verð þó að viðurkenna að það fór eilítið um okkur við þennan lestur enda var fyrirtækið að fría sig ábyrgð á allskonar mögulegum óhöppum sem talin voru upp í samningnum.  ,,Uuuu... er einhver séns á því að björn éti mann?" var til dæmis ein spurningin sem vaknaði hjá bjarndýralausum Íslendingum við lesturinn.  En, við drógum upp pennana líkt og forferður okkar drógu upp sverðin forðum og létum pappírinn hafa það.  Skelltum múttunum niður sem emergency contact og fengum svo smá upplýsingar um hvað við þyrftum að hafa með okkur í ferðina og héldum síðan af stað í leit að kolvetnaríkum kvöldverði.

Jii... erfitt að sjá það í svona glataðri upplausn en hún Guðný Gígja er fljúgandi á zippinu á þessari mynd.  Pínulítill appelsínugulur punktur fyrir miðju!


Við mættum aftur á Gibbon skrifstofuna kl 8 morguninn eftir.  Þar horfðum við á myndband sem kynnti verkefnið sem er í gangi í skóginum fyrir okkur en einnig var öryggismyndband mikið og gott.  Í því var til dæmis beðið um að þeir sem væru með ,,wild and crazy hair" settu það í tagl eða fléttu.  Ég vil ekkert vera að fullyrða um hvort að þessi hugtök eigi við góðvinkonu mína frá Patreksfirði en ég get allavegana sagt ykkur það að hún byrjaði strax að fikta við hárið á sér :)

Við héldum þá af stað í um 2 tíma jeppaferð út í sveit.  Það voru 8 manns í hópnum og 6 af þeim sátu á bekkjum á pallinum á jeppanum en einhverjir 2 fengu að sitja inn í bíl.  Ég vil síður vera að nefna einhver ákveðin nöfn í því samhengi en get sagt ykkur að það voru einhverjar undurfagrar dömur sem sváfu vært inni í bílnum næstu 2 tímana.

Að bílferðinni lokinni vorum við komin að litlu þorpi í skógarjaðrinum.  Þar græjuðum við okkur upp og héldum svo í sirka 2 tíma kraftöngu inn í skóginn.  Á leiðinni kynntumst við hópnum okkar sem virtist strax vera hið besta fólk.  Auk okkar voru þrír vinir frá Belgíu, tveir strákar og ein stelpa, og svo tveir gaurar til viðbótar, annar frá Hollandi en hinn frá Kanada.  Við vorum yngst í hópnum en þau hin svona 22 til 26 ára gömul. Við kynntumst líka guidunum okkar tveim sem fylgdu okkur mestmegnis í ferðinni.  Þeir voru auðvitað frá Laos og uppaldir í og í kringum skóginn.  Því miður voru þeir ekki alveg nógu sleipir í enskunni svo við gátum ekki spjallað mikið við þá en þeir stóðu sig eins og hetjur í látbragðsleik :)

Souneng - annar guidanna okkar.


Eftir kraftgönguna komum við að fossi og smá vatni þar sem hinir hugrökkustu skoluðu af sér svitann.  Eftir það fengum við í hendurnar belti og tryggingartól sem hvert og eitt fékk til umráða næstu daga.  Eftir ítarlega skoðun samkvæmt gæðastöðlum Kolbeins fékk búnaðurinn grænt ljós og við vorum meira en tilbúin í fyrstu zip-línuna!  ÚLLALLA!!! :)

Fyrir áhugasama - hjólið.  Skemmtilegt fyrirkomulagið með bremsuna :)  Að auki vorum við með öryggislínu úr beltinu okkar sem klippt var upp á vírinn með karabínu fyrir aftan hjólið.

Enn og aftur víkingast Pálmi Snær í skítköldu vatni.  Bara svona okkar á milli þá skil ég þennan gaur ekki stundum ... hann hoppar allstaðar útí skítkalt vatn þarsem hann getur og þess á milli borðar hann svo sterkan mat að hann svitnar og grætur. Geggjað...? :)


Eftir að hafa hert á öllum ólum vel og vandlega smelltum við á okkur bakpokunum og hönskunum sem við höfðum fjárfest í í Huay Xai.  Við höfðum heyrt að gott væri að hafa vinnuhanska ef maður skyldi þurfa að draga sig inn á enda línunnar og komu þeir reyndar í mjög góðar þarfir í ferðinni. En já - fyrsta zip-línan!  Alla-malla!  Það voru misjafnar tilfinningar sem fóru um hópinn á þessum tímapunkti.  Sumir höfðu viðurkennt að þeir væru lofthræddir og m.a. komnir til að sigrast á óttanum, aðrir voru adrenalín-óðir og enn aðrir mjög spenntir fyrir náttúrunni.  En öll áttum við það sameiginlegt á þessari stundu að vera smá stressuð.  En - eins og vitur maður sagði mér einu sinni fyrir mjög mikilvægan körfuboltaleik: ,,Stress er bara eftirvænting til að gera vel!" :)

Nú get ég bara talað fyrir sjálfa mig en þegar ég prílaði upp á pallinn og klippti mig í línuna horfði ég yfir dalinn fyrir framan mig.  Næst mér var nú ekki svo langt niður en þegar leið á línuna var hæðin orðin frekar mikil.  Það var ekkert annað í stöðunni en að skutla sér bara af stað (eftir að hafa double-tékkað tryggingarnar auðvitað!) og njóta lífsins!  Og vá - ég fann strax að þetta var eitthvað sem ég væri meira en til í að eyða næstu dögum í að gera!  Loftið svo frískt, útsýnið ótrúlegt og adrenalínið flæddi um líkamann.  Ást við fyrsta pruf!!!

Sjúmleh að fara af stað!


Við héldum áfram gegnum skóginn með því að zip-lina og labba til skiptis.  Tókum nokkrar línur þangað til við vorum komin í fyrra trjáhúsið okkar.  Guidarnir skildu okkur þar eftir, sögðu okkur bara hvenær maturinn kæmi og að við gætum zippað eins og við vildum þangað til! Eftir að hafa dáðst að híbýlunum og tekið af okkur bakpokana skelltum við okkur af stað á línunum í kringum trjáhúsið.  Guidarnir voru búnir að útskýra fyrir okkur hvert hver lína lægi og hvernig við kæmumst aftur í húsið.  Við vorum svo komin aftur í tæka tíð fyrir kvöldmatinn.  Matarfyrirkomulagið þarna var svolítið skemmtilegt en nálægt hverju trjáhúsi í skóginum er svokallað eldhús.  Það eru litlir skógarkofar þar sem til dæmis lítil fjölskylda býr sem eldar ofan í túristana í trjáhúsinu nærri þeim.  Einhver úr eldhúsinu kemur svo með matinn í þartilgerðum ílátum á ziplínu yfir í trjáhúsið en það er auðvitað eina leiðin til að komast í húsin sem eru í um 150 metra hæð.  Nema maður sé ógeðslega góður í að klifra auðvitað :)

Góð stemming í trjáhúsinu! Fyrsta máltíðin :)


Kvöldinu eyddum við svo í skemmtilegum leikjum í trjáhúsinu.  Við lærðum nýjan skemmtilegan leik í anda Party og Co. sem hægt er að gera hvar sem er, það þarf ekki að hafa neitt nema blað og penna.  Við skemmtum okkur konunglega þetta kvöld í frábærri frumskógar-útilegustemmingu.  Á þessum slóðum dimmir auðvitað frekar snemma á kvöldin þannig að þegar við fórum í rúmið um 21 leytið fannst okkur klukkan vera orðin mjög margt :)  Dagurinn var þó búinn að vera langur og strangur (en mjög góður!) þannig að það var hrein sæla að skríða undir sæng í trjáhúsinu.  Hægt var að setja niður hálfger tjöld sem skiptu trjáhúsinu í fjögur herbergi fyrir tvo.  Tjöldin virkuðu því bæði sem skilrúm og moskítónet svo við höfðum engar áhyggjur af lágfættum gestum undir sængina til okkar... eða sko, við dömurnar kannski bara smá... en vel vopnaðar pödduspreyi sváfum við vært um nóttina :)  Eða - ok, kannski ekki alveg svo vært því maður vaknaði nú nokkrum sinnum yfir nóttina, bæði sökum einhverra hljóða í skóginum og svo líka vegna þess að dýnurnar sem við sváfum á voru fáránlega harðar - en sváfum nú vel samt! Það var allavegana mjög yndisleg lífsreynsla að fara að sofa um kvöldið og liggja og hlusta á hin ýmsu náttúruhljóð sem voru algerlega framandi okkur.  Það mætti kannski koma fram að trjáhúsið var í raun og veru ekki hús í þeim skilningi að það væru veggir, gluggar og hurðir...ehemm, þetta var meira svona pallur með þaki yfir og helvíti öflugu grindverki :)  Þarna voru nú reyndar líka klósett og sturta sem voru alveg sér kapítuli útaf fyrir sig.  Hrikalega indælt að pissa og horfa yfir skóginn á meðan... besta piss lífs míns í þessum skógi held ég barasta!  (Hingað til hafði uppáhalds pissið mitt verið ofan í ánni í Vang Vieng en þetta rúúústaði því alveg!)

En já... úr þvaginu og aftur í alvöru málsins.  Guidinn okkar vakti okkur um 8:30 morguninn eftir.  Við fengum ávexti og snarl, tókum til og zippuðum svo niður í næsta eldhús.  Þar fengum við morgunmat áður en við tókum næstu massívu kraftgöngu ferðarinnar.  Þá var á dagskrá að ganga á annað svæði í skóginum þar sem við gistum næstu nótt.  Gangan tók um 3 tíma en var enginn sunnudagslabbitúr get ég sagt ykkur.  En vopnuð vatnsflösku, astmapústi og snýtubréfi rumpaði maður þessu af með bros á vör :)  Auðvitað var mjög skemmtilegt að ganga gegnum skóginn enda fullkomlega ný flóra fyrir okkur og svo líka bara ágætt að hreyfa sig svolítið eftir nokkurra vikna pásu í þeim efnum.

Týpískur dagur hjá trippurunum... rölta um í skóginum!


Eftir labbið zippuðum við á nokkrum línum áður en við komum í næsta trjáhús.  Það var alveg jafn frábært og hið fyrra og fengum við hádegismat með fljúgandi kokki þegar þangað var komið.  Eftir matinn fórum við svo í könnunarleiðangur um þetta nýja svæði með guidunum okkar og fengum svo að zippa að vild fram að kvöldmat. Uuuuu... EKKI slæmt það! :)

Tvær gellur soldið mikið búnar á því eftir massívt labb.  Komnar í trjáhús númer 2 :)

Gæjar þurfa líka að hvíla sig!


Enn einu sinni kom maturinn fljúgandi í trjáhúsið en á þessum tímapunkti voru garnirnar farnar að gaula að mikilli alvöru.  Hingað til voru bara búin að vera hrísgrjón og hinir ýmsu réttir samansettir úr elduðu grænmeti í matinn.  Sumir úr hópnum voru ekkert svo mikið hrifnir af elduðu grænmeti og var þá mataræðið orðið heldur einhæft.  Auðvitað kom á daginn að fljúgandi maturinn var bara hið venjulega en hið laóska hnetunammi kom sterkt inn í eftirmat eins og dagana á undan :)

Kvöldið var svo bara yndislegt eins og hið fyrsta.  Við skelltum okkur aftur í leikinn góða og opnuðum flösku af sérstöku laosku berjavíni í boði Gibbon Experience.  Eftir annað gott kvöld kom önnur góð nótt sem var víst hrotulaus að Pálma hálfu ólíkt þeirri fyrri.  Ferðafélagarnir virtust mjög ánægðir morguninn eftir :)

Endalaust trjáhúsapartý!


Síðasti dagurinn var ekki eftirbátur fyrri daganna hvað fjör á ziplínunum varðar!  Við lögðum af stað úr seinna trjáhúsinu eftir morgunmatinn frekar snemma og skelltum okkur í okkar daglegu, nokkura stunda kraftgöngu.  Þá vorum við komin að nýjum ziplinum sem reyndust vera einar þær skemmtilegustu í ferðinni.  Við grátbáðum m.a.s. guidana okkar um að fá að fara aftur til baka og einn hring í viðbót - það var svo gaman :)  Þennan þriðja og síðasta dag var líka orðinn svakalegur munur á okkur víkingunum þegar við vorum að fara út á línurnar.  Fyrst um sinn settumst við varlega niður þangað til beltið tók í og lyftum svo fótunum svo við héldum rólega af stað.  En síðasta daginn tókum við okkur tilhlaup og stukkum út á línurnar eins og apar!  Aaaalgjörir Gibbonar! :D

Þrenningin sveitt og sæl í bambusskógi.

Eitt af 6 trjáhúsum í skóginum.  Við gistum ekki í þessu en þetta er það eina sem við náðum beint mynd af.  Okkar voru töluvert hærri en svipuð að gerð og þetta.

Noah frá Hollandi, Kyle frá Kanada, Kirsten og Lars frá Belgíu og Pálmi frá Klaka.  Mannskapurinn orðin pínu þreyttur en smá glaður á leið til baka niður í þorp.

Zippara-víkinga-flipparar!


Það er ekki hægt að segja annað en að við höfum kvatt zippið með tárum og andlegum loforðum um að koma aftur síðar meir á lífsleiðinni :)  Framundan var þó enn meiri kraftganga aftur niður í litla þorpið í skógarjaðrinum  þaðan sem við fórum með bíl aftur niður í Huay Xai.  Bílferðin var mjög skemmtileg en við sungum nánast alla leiðina og fengum m.a.s. útlendingana með okkur í íslenska hermisöngva.  Pálmi Snær eignaðist lítinn laoskan vin en það var svona 6 ára strákur með okkur á bílpallinum sem kúrði sig hjá Pálma á leiðinni.  Mjög krúttó :)

Lars, dúllan og Pálmi.


Eftir þessa heilmiklu ferð var erfitt að viðurkenna að við vorum því miður ekki svo heppin að sjá Gibbon apa.  Við heyrðum þó alveg nóg í þeim :)  Ég get samt sagt ykkur leyndarmál... nokkrum dögum síðar fórum við í dýragarð í Tælandi og viti menn - redduðum þessu bara þar og eyddum svona klukkutíma í að fylgjast með Gibbon öpunum sem eru ein fyndnustu dýr sem ég hef séð!


Þegar við komum aftur á hótelið reiknaðist okkur til að við hefðum brennt um 20 flöskum af Beer Lao í þessari mega kraftgöngu alltaf hreint (án djóks, þessi löbb voru ekkert grín - við vorum svo rennandi sveitt að  það var nánast detox!) þannig að við ákváðum strax að bjarga því og drifum hópinn með okkur út í smá öl.  Þetta kvöld var mikil og góð stemming í þessum litla bæ og allir fóru kátir og hressir í bólið.

Beer Lao hefur án djóks hlotið titilinn bjór ferðarinnar!

Svona rúlla Gibbonar!

Gígjan sér oftar en ekki um að halda uppi stemmingunni! :)


Daginn eftir fórum við yfir landamærin til Tælands.  Það reyndist nú ekki flóknara en að skella sér í bát í sirka 5 mínútur og draga svo upp vegabréfið.  Við áttum svo pantaðan minivan frá landamærabænum Chiang Kong til borgarinnar Chiang Mai, u.þ.b.  7 tíma akstur.  Meðan við biðum eftir bílnum eignaðist Pálmi tælenskan Muay Thai vin sem var mjög skemmtilegur.  Hann kenndi Pálma Muay Thai brögð og Pálmi kenndi honum MMA brögð og þeir horfðu saman á Muay Thai bardaga í tölvu þess tælenska.  Síðan fóru þeir að slást, allt  í mesta bróðerni samt sem áður, og  á endanum voru þeir orðnir mjög sveittir og flottir eftir að hafa rúllað um í sandinum í dágóða stund.

Fyrst var barist...


...og svo pósað!


Þegar bíllinn lagði lokst af stað kom í ljós að við vorum þau einu í þessum útúrpimpaða og bleika minivan svo við höfðum það voða gott á leiðinni, Guðný Gígja spilaði á gítarinn og við sungum og sváfum svo vært.

Pimp my minivan!

Í næsta bloggi segjum við ykkur allt frá veru okkar í Chiang Mai sem var bæði góð og viðburðarík :)
Ykkar,
Klara

Óumdeilanlega mynd Gibbon ferðarinnar!


P.S. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að segja ykkur þetta... er í raun að fara pínu hjá mér núna en eftir fund hjá víkingaflippurunum höfum við ákveðið að eftirfarandi verði að koma fram í blogginu.  Ég ætla því vinsamlegast að biðja alla þá sem finnast ekki kúkur, piss og prump fyndið að hætta lestri hið snarasta.  (Ég veit samt að enginn á eftir að hætta... þið eruð öll svo forvitin og sannleikurinn er sá að við erum öll á analstiginu og búin að vera það síðan við vorum 3 ára! :)

En talandi um uppáhalds pissið sitt...  ég átti líka uppáhalds kúkið mitt í þessari ferð!  Í blogginu var ég að segja ykkur frá því hvernig var að pissa í fyrra trjáhúsinu en þar voru einmitt hefðbundnar lagnir - allavegana á laoskum mælikvarða, en þar var hægt að sturta niður og maður gerði stykkin sín í krjúpi-klósett með vatni í.  EN - í seinna trjáhúsinu var aðeins annað fyrirkomulag en þar var einmitt svokallað krjúpi-klósett með engu vatni í, bara gati í gegnum gólfið!  Semsagt klósettgat í 150 metra hæð!  Þið getið því rétt ímyndað ykkur hvað það var hægt að gera miklar tilraunir á þyngdarhröðun á þessu klósetti...
Eitt skiptið vorum við íslensku dömurnar einar eftir í trjáhúsinu meðan hinir í hópnum voru að zippa og undirrituð ákveður að bregða sér afsíðis til að hægja sér.  Guðný Gígja góðvinkona mín biður hin rólegasta frammi þar til mikill smellur heyrist neðan úr skóginum.  Þetta hafði verið hæsta kúkahljóð lífs míns!  Því miður hafði ég klippt of snemma og því var von á meiru... Guðný Gígja hallar sér því makindalega fram yfir handriðið og tilkynnir mér svo hátt og snjallt að hún hafi gert gott betur en að heyra í næsta... hún hafi líka séð hann!!! :)